Jólapæling

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
shognason Sá auglýsingu um skoskar rjúpur í fréttablaðinu í morgun.

Úr því það má ekki selja rúpur..... af hverju má selja \"skoskar\" rjúpur?

Nokkur bent Svanhildi á þetta lögbrot.......


Jólakveðjur til ykkar sem eru nógu snöggir í Hagkaup.

Megið láta okkur hina vita hvað dýrðin kostar.

Jóla-Jólakveðjur ho, ho, hó...

Shognason.
2011-12-20 13:44:47
Silfurrefurinn Þú ert að grínast er það ekki? 2011-12-20 13:49:43
shognason Neibbbb..... heilagur sannleikur.

blaðsíða sjö í fréttablaðinu í morgun.

http://vefblod.visir.is/index.php?s=5669&p=124290

En það væri kaldhæðnislega fyndið ef þeir slyppu með þetta. :)

Jailhouse Rock, kveðja, Shognason.
2011-12-20 14:31:53
dansig þar sem það þarf sérstakt leyfi frá landbúnaðarráðuneytinu til að flytja inn rjúpur þá hefur væntanlega fylgt því söluleyfi á þeim.

2011-12-20 14:42:42
joakim Þér getur ekki verið alvara með þessa spurningu... 2011-12-20 15:01:24
kolbeinsson Sæll Shognason,

Þegar sölubannið var sett á náði það ekki til innfluttra rjúpna og rjúpnaafurða. Þannig að það er heimilt að selja skoskar rjúpur.

M.b. kv. Gissur Kolbeinsson
2011-12-20 15:39:24
shognason Já, sæll.....Kolbeinsson.

Þetta er bara hárrétt hjá þér...

Fór á reglugerd.is og fann þetta í reglugerð nr. 800/2005

Óheimilt er að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir. Með sölu er átt við hvers konar afhendingu gegn endurgjaldi. Sölubann skv. 1. mgr. nær ekki til innfluttra rjúpna og rjúpnaafurða.

Semsagt það má selja (útlendar) rjúpur.

Gleðileg jól..... Shognason.
2011-12-20 16:13:00
Silfurrefurinn Sölubannið er til að vernda íslenska stofninn, það kemur innflutningi akkúrat ekkert við 2011-12-20 23:10:34