Svartfuglar og ESB

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
Kopur Ágætu Hlaðverjar

Að gefnu tilefni þá skal það áréttað hér með að svartfuglar eru EKKI inni á Annex II/B.

Fuglar sem eru ekki inni á Annex-um ESB, en má veiða á Íslandi:
Fýll
Hrafn
Hvítmáfur
Rita
Álka
Stuttnefja
Teista
Lundi
Kjói
Dílaskarfur
Toppskarfur
Langvía
Súla (ungar)

Fuglar sem má veiða í ESB en er ekki leyft að veiða á Íslandi:
Hrossagaukur
Gargönd
Grafönd
Hrafnsönd
Æðarfugl
Gulönd
Stelkur
Jaðrakan
Spói
Skutulönd

Það er alls ekki sjálfgefið að opnað verði fyrir veiðar á þessar tegundum ef ríki ganga inn í ESB, það er alltaf samið um fuglaveiðar og þótt ein tegund sé í veiðanlegu magni í einu landi er ekki víst að það sama gildi annarsstaðar. Í raun þurfa stjórnvöld hvers ríkis að taka ákvörðun um það, en þess ber að geta að slíkt þarf að gera áður en viðkomandi samningskafla er lokað því sagan segir að ómögulegt er fyrir lönd að fá nýjar tegundir inn í viðauka seinna meir.

Meginatriðið varðandi Ísland er að sennilega verður Ísland skilgreint sem \"arctic\" í flokki lífsvæða/líflandfræðilegra svæða (e. biogeographic region) og þá verður Ísland fyrsta landið í þeim flokki í ESB. Þar með gefst tækifæri til að skilgreina flokkin út frá aðstæðum á Íslandi.

Tillaga meirihluta starfshóps umhverfisráðherra sem fjallaði um svartfuglastofnana (bjargfuglar/sjófuglar) gengur út á tvennt. Í fyrsta lagi er það lagabreyting svo ráðherra fái vald yfir hlunnindaveiðum sem skv. lögum eru undanþegnar lögum nr. 64/1994, hinsvegar er það tímabundið bann við skotveiðum.
Skotveiðar á þessum tegundum, sem og hlunnindanýting þarf að taka fyrir í aðildarviðsræðum við ESB, þegar að því kemur. Þá vaknar spurningin í hvers konar samningsstöðu Ísland er í varðandi þessar tegundir ef þá þegar er búið að friða þær a.m.k. til fimm ára. Um þetta geta menn deilt en mín persónulega skoðun er sú að þetta veikir samningsstöðuna.
Aðalatriði er að skotveiðar ógna ekki þessum stofnum, sama hvernig á það er litið. Skotveiðibannið mun engu breyta um þróun þessara stofna, a.m.k. næstu árin, enda má sjá það á veiðitölum að þegar stofnarnir dragast saman þá gera veiðarnar það líka. Hafið í huga að enn sem komið er telja þessar tegundir hver um sig milljónir einstaklinga (fyrir utan teistu) og skotveiðarnar nema fáum tugum þúsunda af hverri tegund árlega.

Að lokum vil ég nota tækifærið og benda á að þetta eru ekki tillögur Umhverfisstofnunar, heldur er það ráðherra umhverfismála sem tekur þetta mál upp eftir áskorun frá Fuglavernd sem barst til ráðherra haustið 2010. Ráðherra tók ákvörðun um að skipa starfshóp til að fjalla um ástandið en eins og hefur komið fram í séráliti SKOTVÍS og fréttatilkynningum þá klofnaði starfshópurinn í fernt í tillögum sínum. Öll umfjöllun um málið á þeim forsendum að starfshópurinn hafi skilað áliti þarf að taka með þeim fyrirvara að fjórir af sjö fulltrúum í nefndinni voru sammála um tillögurnar.
SKOTVÍS gerði ítrekaðar tilraunir til að varpa ljósi á þátt veiðanna í stóra samhenginu en fulltrúar \"meirihlutans\" vildu alls ekki skoða aðra kosti en veiðibann.


kv,
Elvar Árni
Skotvís
2012-01-06 10:38:54
Gisminn Flottur pistill og takk fyrir hann
Kveðja ÞH
2012-01-06 12:08:52
E.Har Takk gott að koma þessu á hreint.

E.Har
2012-01-06 13:22:16
Benni Nú er ég forvitinn um hvort tekið var út fjölda fugla sem drepast í netum í umfjöllun starfshópsins? Hef grun um að það séu margfalt fleiri fuglar sem drepast í netum en eru skotnir/háfaðir hér við land og eins og Umhverfisráðherra segir á náttúran alltaf að njóta vafans, eða á það bara við skotveiðar kanski;P 2012-01-06 13:40:33
Kopur Varðandi netadauðann þá var fjallað um það í skýrslunni. Hvet menn eindregið til að lesa hana, sem er að mörgu leyti fróðleg lensing.
Talið er að fjöldi fugla sem drepast í netum skipti jafnvel tugþúsundum á ári en erfitt er að fullyrða um slíkt. Ég benti á það í nefndarvinnunni að lagaumhverfið er að vissu leyti gallað hvað þetta varðar. Samkvæmt lögum er bannað að nota net til að veiða fugla (þess vegna verður að taka háfun lunda sérstaklega fyrir í samningaviðræðum við ESB, þar sem háfun er kallað \\\"netting\\\", en er eins og við vitum ekki það sama og ósérhæfð veiði með reknetum. Lunda sem er háfaður er hægt að sleppa aftur og sá sem háfar getur jafnvel valið sér fugl til að veriða í háfinn. Reknet virka aftur allt öðruvísi og veiða allt sem kemur í þau, þess vegna eru þau alfarið bönnuð)...smá útúrdúr....en semsagt þá er alfarið bannað að selja fugla sem ánetjast. Hinsvegar er sjómönnum skylt að koma með allan afla að landi, þ.m.t. netafuglinn og hann á að vigta og færa í afladagbækur. Þetta er hinsvegar ekki svo einfalt í framkvæmd, plássið um borð er takmarkað, kröfur um hreinlæti gera ekki ráð fyrir fuglshræjum í bland við nýveiddan fisk o.sv.frv. Þá hef ég líka velt fyrir mér hvað tekur við þegar skipstjóri landar haug af dauðum fugli sem enginn má nýta. Þarf hann þá að keyra með aflann í Sorpu og borga fyrir móttökuna? Allavega þá er víst að margir sjómenn kannast við fugl sem drepst í netum en afar lítið virðist skila sér í afladagbækur.
Gott í bili.

kv,
Elvar

2012-01-06 14:21:35
Esjugrund ehf Og hvernig halda menn að svartfuglinn sem boðinn er upp á fiskmörkuðunum sé veiddur?

Kv
Guðmundur
2012-01-06 15:02:26
Einar P Varðandi listann um hvað má veiða í esb þá er þetta ekki svona einfalt td. segir á listanum sem Elvar Árni birtir að það megi veiða hrossagauk í esb, en í svíþjóð er bannað að veiða hrossagauk, var bannað fyrir örfáum árum. Til gamans þá er bannað að selja afurðir af sel í esb og illa séð að veiðann en í svíþjóð má skjóta sel, reyndar með miklum takmörkunum. 2012-01-06 18:59:31
maggragg Tilskipun ESB eru svokölluð rammalög, eða sambærilegt því þannig að aðildarríki mega sjálf takmarka það sem gefið er út í tilskipuninni en ekki víkka það.

Þannig að ef eitthvað er leyft í ESB er það samt val hverrar þjóðar að leyfa eða banna, hinsvega ef það er bannað í ESB tilskipun getur aðildarríkið ekki leyft það.

Sama með veiðilöggjöfina hér heima. Lögin setja ákveðinn ramma sem ráðherra getur svo unnið inna hans. T.d. getur ráðherra breytt veiðitímabilum með reglugerð meðan reglugerðin rúmast innan lagana. Lög eru sett af alþingi og reglugerðir eru tól ráðherrana til að framkvæma það sem kemur fram í lögunum. Í lögunum er skilgreint hvað ráðherra má hafa áhrif á með reglugerð og hvað ekki.

Þannig á að tryggja það að kosnir fulltrúar á Alþingi setja línurnar og framkvæmdavaldið, ráðherrar fylgji þessum línum en útfæri þetta frekar til framkvæmda með reglugerðum en geti ekki farið gegn vilja löggjafarvaldsins. Þetta er hin svokallað þrískipting valds að dómstólum meðtöldum.

Og núna á að breyta lögunum svo að ráðherra getur breytt hlutum sem hann getur ekki í dag og það þarf alþingi til þess að samþykkja ný lög.
2012-01-06 21:24:57
KRA Heyrst hefur að S.S. leggi til að framvegis verði aðeins leyft að skjóta hreindýr með paintball.
Taki gildi strax á næstu vertíð. :)
2012-01-06 22:24:08
HeimirS.G

Finnst þessi umræða oft á villigötum.
T.d. að hér er um að ræða staðbundin fugl ekki farfugl. Stofn þessa fugla hafa verið gegnum tíðina langstærstur hér við strendur ekki við strendur meginlands Evrópu og þá skiljanlegt að þeir friði þessar tegundir. Svona svipað og við gerum gagnvart sjlaldséðum fuglum hér.
Þar að auki þá veiða menn varla það sem er ekki til staðar, svo einfalt er það.

Allt stefnir þetta svo í þá átt sem mig hefur varla þorað að trúa en hef haft á tilfinningunni, það er svipting okkar á grundvallar rétti og frelsi sem stoltur sjálfstæður Íslendingur. Friðun allra veiðidýra á Íslandi, boð og bönn, höft sem við sjáum í Evrópu í dag. Auðvitað þurfum við að aðlagast breyttum aðstæðum og breyttu veðurfari, breyttri afkomu fugla og dýra en algjör friðun þegar langt er í vanda hjá veiðidýrum (veiðar hafa lítil sem engin áhrif á afkomu svartara) ætti aldrei að koma til.

Friðun á dýrum sem hafa langa veiðihefð ætti aldrei að vera léttvæg ákvörðun og alls ekki í óþökk hagsmunaaðila. Það skín í gegnum friðunarsinna óvirðing gagnvart hagsmunaaðilum og þeirra sjónarmiðum. Alfriðun í langan tíma og einhliða ákvörðunarvald fárra, og jafnvel eins, hljómar illa í mínum eyrum. Nær væri að friða í ár í senn og miða áframhaldandi friðun útfrá nýjum upplýsingum, sem ég vona að þessir aðilar haldi áfram að safna.

Og svo eitt annað

Formaður Skotvís!
Hef nokkrar spurningar handa þér Kopur/Elvar Árni
Hvers vegna er þessi pistill ekki settur inn á vef Skotvís ?
Ert þú ekki fyrst og fremst formaður Skotvís og væri ekki eðlilegra að pistlar þínir birtist á þeim vettvangi og svo inná síðu eins og Hlað.is, mbl.is, visir.is......o.s.fr. ?
Ég sem félagi í Skotvís finnst skrítið að sjá frétt af mbl.is sem vísar í rit þín inná vefsíðu rekin af veiðivöruverslun, myndi vilja sjá formann hagsmunafélags allra veiðimanna vera óháðan og ótengdan einstaka fyrirtækjum.
2012-01-08 20:28:00
no_comprende heir heir 2012-01-09 09:04:58
mammaþín Heyr heyr! 2012-01-09 09:10:54
Kopur Síðbúið svar til HeimisrS.G.

Sæll og takk fyrir spurninguna.
Ástæða þess að ég setti þessa hugleiðingu inn á Hlað vefinn er sú að ég var að svara öðru sem hafði komið fram á þessari vefsíðu. Þetta tengist akkúrat ekki neitt ákveðnum fyrirtækjum eða fjölmiðlum. Sumt sem maður skrifar ratar inn á vefsíðu SKOTVÍS, en ekki allt. Þakka samt fyrir ábendinguna, en það er þannig að Hlað vefurinn fær margar heimsóknir og það er ljóst að fjölmiðlar lesa hann líka. Við höfum reynt að nota Facebook til að halda utan um það sem kemur frá okkur, og ég bendi veiðimönnum hér með á að hægt er að fylgjast með störfum okkur þar.
2012-01-09 15:54:00