Vilja leyfa refaveiðar

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
Gni http://mbl.is/frettir/innlent/2012/02/28/vilja_leyfa_refaveidar/

Verður fróðlegt að fylgjast með þessu.
2012-02-28 16:53:05
plaffmundur Þessu er ég sammála. Refnum þarf að fækka og halda niðri. Það er bæði minkur og refur sem eru að gera útaf við fuglastofna...eins og til dæmis rjúpuna. Mjög vitlaus hugmynd á sínum tíma að friða fjandans refinn. Fuglalífið á Hornströndum er dautt......bara vegna þess að refurinn hefur náð að eyða stórum hluta stofnsins þar. 2012-02-28 17:15:51
Poldinn Refurinn er svo skæður vargur að þegar hann verður búinn að éta upp alla fuglastofana, þá tekur hann sauðfjárstofnin fyrir, svo hreindýrin, mannastofninn, og svo mun hann enda á að éta allt grjótið á Íslandi. Stöðvum þennan ófögnuð strax ! 2012-02-28 18:49:35
Gisminn Sæll poldinn var það ekki sagt um sauðkindina líka að hún myndi bókstaflega borða allt og myndi útrýma sumum gróðurvinjum.
En að kaldhæðninni undanskilinni þá hefurðu mikið til þíns máls með að þegar hún verður búin að fækka fugli það mikið að það nægi henni ekki þá leggst hún á fé.
Og þá er hún vargur og ég þakka þér kærlega fyrir stuðning við að eyða vargi.
En svo það miskiljist ekki þá vill ég alls ekki að tófu verði útrýmt né sett í stofnstærðar hættu bara haldið niðri.
Kveðja ÞH
2012-02-28 19:28:56
skepnan Jæja poldinn minn, hver fór röngumegin fram úr rúminu, essasú???
Eða heitir þú nokkuð Haraldur og ert líffræðingur? ;-)

http://harring.blog.is/blog/harring/entry/1225841/

En þetta er allt í lagi, rebbi er ekki kominn í það að rífa í sig bench-rest blöðin ennþá ;-)

kveðja keli
2012-02-28 22:10:24
Gisminn Haukur Brynjólfsson svarar Haraldi vel en ég las bloggin hanns og hann virðist nú samkvæmur sjálfum sér og biður um rannsóknir og betri rök fyrir friðun svartfugls og eins kallar hann eftir rannsóknum á skaðsemi refsins til að réttlæta veiðarnar.
Það er ekkert að því. Skemmst að nefna Hornstrandirnar þar sem sjófugli fór áberandi að fækka tvemur árum eftir friðun refs á svæðinu.Tilviljun?
En hverjir hafa virkilega hag af því að það séu friðuð svæði fyrir ref ?
Ég hef mjög sterklega eina stétt iðnaðar grunaða sem er að koma mjög sterk inn síðustu ár.
Kveðja ÞH
2012-02-28 22:34:49
Poldinn Sæl Skepna.

Poldinn pompaði niður úr rúminu og niður á gólf...Poldinn er sjálfmenntaður líffræðingur með æðstu gráður sem fáanleg er...En er ekki allt best í hófi, bæði refastofn og alls ekki síður refahatur ?
2012-02-29 08:45:44
karig Ef að líkum lætur hefur refastofninn 10 faldast á 30 árum, enda friðunar aðgerðir líffræðinganna farnar að skila sér af fullum þunga síðustu árin. Nú er kominn tími á að snúa þessu við og koma skipulagi á þessar veiðar. Það er ekki víst að það nægi til að ref fari að fækka, en kemur vonandi í veg fyrir stofnin 10 faldist frá því sem nú er á næstu 30 árum.

Ég sé ekki betur en þetta sé sanngirnis mál fyrir alla. Sveitarfélög sleppi ekki við að borga kostnað við refaveiðar á sínum svæðum (menn fara með skott þar sem þeir fá geitt fyrir þau).
Nú er bara að sjá hvað UST segir um málið, mér kæmi ekki á óvart þó líffræðingarnir á UST sjá öll tormerki á að aflétta friðun, a.m.k. er líklegt að þeir fari þeir fram á einhverja tugi milljóna til að ,,vakta\" refastofninn, pening sem virðist ómögulegt að fá til að standa straum að kostnaði við veiðar. Kv,kári.
2012-02-29 09:19:07
HaraldurRingvason Ég er ekki poddinn en ég hef gaman að kaldhæðninni í honum :)

Refaumræðan er náttúrlega mjög einhliða þar sem það meginsjónarmið er uppi að hann sér vont dýr sem borði góðu dýrin og því þurfi að gera eitthvað í málinu.

Hér að ofan er vitnað til bloggfærslu sem ég setti inn í gærkvöldi og þar henti ég fram nokkrum spurningum og vangaveltum varðandi þessa þingsályktunartillögu.

kommentið að vild en reynum að hafa þetta málefnalegt.
2012-02-29 10:29:50
karig Það er ekkert ,,náttúrlegt\" við einhliða umræður. Það barnaskapur að tala um góð og vond dýr, nema kannski dýrin í Hálsaskógi. Það sem skiptir máli er að refastofninn hefur tífaldast og telja menn það æskilegt eða ekki, að refnum fjölgi enn frekar?
Ég er þeirrar skoðunar að nú þegar sé full mikið af ref og æskilegt að reyna að stöðva fjölgunina. Aðrir eru þeirrar skoðunnar að friða eigi ref og leyfa honum að fjölga eins og fæðuframboðið leyfir honum.
En fæðuframboð refs hefur aukist á síðari árum og fyrir því eru a.m.k. 3 mikilvægar ástæður. Þetta veldur því að refastofninn hefur möguleka að ná áður óþekktu hámarki í stofnstærð.
1. Útburður heilu hrosshræjanna víða um land, sem er misvel sinnt að skjóta við.
2. Mun verri haustheimtur á fé úr afréttum, vegna mannfæðar og lakari smölunar. Féð fennir og verður að refamat.
3. Ruslahaugar, á vissum svæðum hafa refir komist upp á lag með að sækja mat sinn á ruslahauga og í kringum þá eru þéttleiki grenja meiri en áður hefur þekkst. Kv, kári.
2012-02-29 10:54:23
stelkur Það verður fróðlegt að fylgjast með þessari þingsályktunartillögu. En rökstuðningur fyrir bráðnauðsynlegum refaveiðum er þó frekar þunnur í tillögunni. Tófu hefur vissulega fjölgað verulega og karig bendir á nokkrar ágætar og líklegar ástæður fyrir því. En tillagan beinist að því að það þurfi að ná stofninun niður um ca. helming (af hverju ekki 10% eða 90%?). Þingmenn ættu að þurfa að rökstyðja svona tillögur betur þó við getum rætt vítt og breitt á frjálsum spjallrásum. Sögur um dauða þúfutittlingsunga (eflaust réttar) ættu ekki að hafa vægi í svona vinnu. Hvað þá með fréttir af sundurskotnum tófum sem margir hafa gaman af að sjá lifandi? Eiga þeir íslendingar engan rétt? Las nýlega að það er líklega vel á aðra milljón þúfutittlinga bara á láglendi. Held að tófunni sé ekki of gott að fá sér nokkra... 2012-02-29 11:31:47
Gisminn Sæll Haraldur gaman að fá þig inn á spjallið þar sem ég blogga ekki né er með snjáldursíðu.
En eins og ég sagði þá sýnist mér þu vera málefnalegur og samkvæmur sjálfum þér með það að þú vilt rannsóknir til að rökstyðja friðun og líka veiðar.
Það er gottt mál
En það er samt staðreynd hvort sem það vanti rannsókn eða ekki að griðlöndin og friðun fyrir ofan vissrar hæðarlínu afa fjölgað ref gríðarlega og er hann orðin kræfari nálægt byggð.
En gætum við ekki sæst á að taka upp gamla lagið aftur með aðeins breyttum forsendum. Greytt sé fyrir hvert unnið dýr en aðeins að því gefnu að skyttan hafi grenjavinnslu leyfi eða útburðarleyfi og útburðarleyfið kostaði x tölu og að þessum veiðum yrði stjórnað af tveim virkilega vönum mönnum sem skipti landinu í tvent. En jafnframt yrði gerð rannsókn eða vöktun samhliða vöktunum á öðrum dýrum svo kostnaðurinn yrði ekki úr öllu hófi eins og sumir óttast.
Þetta mundi að mínu mati leysa fullt a vandamálum.
1. Ref yrði haldið niðri
2.Allir með leyfi fá greiddan kostnað
3.Það yrði vöktun og aukin vitneskja um heildar stofnstærð refs
4. Þar sem ekki fengist greitt nema með tilskyldum leyfum er það ekki alveg en allavega tkmarkandi að allir kúrekar landsinns fari að skjóta ref í tíma og ótíma ef þú skilur hvað ég meina.
Ég setti smá pistil um daginn hvers vegna ætti að veiða ref og hvað væri manninum að kenna og hvað væri að gerast á Íslandi sett hlekk á hann hér undir og það væri gaman að heyra frá þér aftur hvort við séum ekki í megin atriðum sammála.

http://hlad.is/forums/comments.php?forumid=2&threadid=190951


Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
2012-02-29 14:14:45
HaraldurRingvason Ég er ekki með neina patentlausn í þessu refamáli en stóra spurningin er þessi \"til hvers er verið að veiða refi\"?

Ég held að flestir svari því þannig að það sé til að minnka skaðsemi þeirra.

Þá kemur spurningin \"hver er skaðsemin\"?

Þá vandast málið nokkuð því lítið sem ekkert hefur verið gert til að mæla hana með endurtakanlegum hætti. Svartfugl á Ströndum hefur verið tekinn sem dæmi, en þá hittir þannig á að svartfugli hefur verið að fækka um nánast allt land undanfarin ár - sem stafar sennilegast af ætisskorti. Talað er um að mófugli hafi fækkað en hins vegar virðast ekki vera nein gögn sem styðja það. Á sama tíma fjölgar t.d. heiðagæs og jaðrakan.

Áðurnefnd skaðsemi getur verið fjárhagsleg eða tilfinningaleg. Fjárhagslegur skaði getur verið skaði á nytjastofnum- varpi en tilfinningalegur skaði getur verið minni fuglasöngur.

Hvort heldur sem er þá þarf að kanna áhrif refa á aðra stofna til að hægt sé að skera úr um hvort aðgerða sé þörf og þá hverjar þær eigi að vera. Versta niðurstaðan er nefnilega sú að vera með ómarkvissar veiðar sem kosta stórfé og gera ekki annað en að halda refastofninum í kjörstærð.

Meira síðar...
2012-02-29 16:25:27
Brezhnev þetta er alveg rétt hjá Haraldi það þarf bráðnauðsynlega að rannsaka það miklu betur hvað rebbi étur og ekki síður hvað hvert eintak étur mikið....Slettum nokkrum millutugum í það....svo þyrfti líka að rannsaka það hvers vegna refaskyttum sem ekki hafa séð refi við aðrar aðstæður heldur en baðaða í Light Force ljósi hefur fækkað umtalsvert...setjum 150 millur í það.. 2012-02-29 16:38:41
Sænski Haraldur, \"Þá kemur spurningin \\\"hver er skaðsemin\\\"?\"

http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=5310

\"Mikill aðburður af lambshræjum var við öll grenin. Birgir segir erfitt að áætla fjöldann sem þessi dýr hafa drepið vegna þess að hræin séu öll sundurtætt. Hann áætlar að leifarnar geti verið af um sjötíu lömbum. Dýrin sem þeir unnu voru stór og öflug dýr.\"
2012-02-29 16:56:59
Gisminn Takk sænski en nú féll Haraldur í þá ljótu gryfju að segja að svartfugli hafi fækkað um allt land en ég spyr þá bara hvaða rannsóknir er verið að styðjast við þar aðrar en skýrslu frá talningum framkvæmdum 4 sinnum á síðustu 20 árum og það á afmörkuðu svæði ef það er nó til að sannfæra þig kæri Haraldur og kalla það rannsókn þá verður fljótlegt að sannfæra þig um skaðsemi refa.
Það ætti ekki að vera flókið mál að taka saman hve mörg lömb heimtast ekki af fjalli og hve mörg finnast á greni taka hafró leiðina á þetta eða flatarmálstalninguna á svartfuglinum og gefa okkur að 70% afföll séu af völdum rebba og þá er komin ágætis skaðsemi og síðan sett í samhengi yfir á svartfuglinn sem snar fækkaði samkvæmt þessum meintu rannsóknum sem þú vísar úr talningu björgunum nákvæmlega þar sem refur var friðaður tvemur árum áður.
Það er óumdeilanleg fækkun á öllu fuglalífi á Hornströndum stuðst við þessa talningar og skynmat fuglaáhugamanna en það er fjölgun af svartfugli hér fyrir norðan líka stuðst við talningar og skynmat manna sem eru í tengslum við nátturuna alla daga. og ég hef áður sett inn hlekki á þær en þær eru einhverra hluta vegna í besta falli hunsaðar eða reynt að véfengja þær vegna þess að einhverntíman kom sama klausan um talningarnar á Hornströndum um fækkun sjófugla í Blika og það á að vera hinn heilagi sannleikur.
Ég segi nú bara nei takk við svoleiðis fúski. Annað hvort eru gerðar alvöru rannsóknir og þær byggðar á rökum og faglegum vinnubrögðum eða ekki.
Jaðrakan er votlendisfugl og Heiðargæs verpir á afmörkuðum svæðum á hálendinu en hvar eru rannsóknargögnin um fjölgun þessara tegunda ég hef mikinn áhuga að sjá þau þar sem ég var mikill andstæðingur Kárahnjúkavirkjunar og taldi að Heiðargæsavarpinu stæði mikil ógn af þeirri stíflu.
Ég haf þá vonandi haft rangt fyrir mér þar.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
2012-02-29 18:22:25
HaraldurRingvason Takk sænski, dýrbítar eins og þetta eru akkúrat dæmi um skaða sem refir valda. Þá kemur spurningin um kostnaðinn við að verjast skaðanum. Eins og málin hafa þróast þá virðast hvorki sveitarstjórnir eða ríkið hafa sérlega mikinn áhuga á að greiða fyrir þær varnir. Ég geri ráð fyrir að ástæðan sé meðal annars sú að þeim þyki þetta vera peningur út um gluggann.

Þarna kemur hins vegar punkturinn sem ég nefndi áðan sterkur inn því hvers vegna ættu sveitarstjórnarmenn, sem margir hverjir eru þrælmenntaðir í rekstri fyrirtækja og annarra slíkra eininga, að setja pening í refaveiðar án þess að vera nokkuð sannfærðir um að aurinn skilaði sér í minni skaða heimafyrir?

Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá held ég að þetta sjónarmið sé í mikilli sókn - að ómarkvissar veiðar geti hreinlega verið sóun á fjármunum.

Það er hins vegar grábölvað fyrir þá sem stunda rannsóknir á refum að fá ekki felld dýr til rannsókna þar sem þau gefa upplýsingar um aldurssamsetningu stofnsins sem og viðkomu, en með því að telja legör þá má áætla yrðlingafjölda hjá læðum.
2012-02-29 21:24:38
skepnan Sæll Poldi, vona að þú hafir nú ekki skaddast mikið né að stillingarnar í þér hafi hrokkið út og suður við fallið (leupold) ;-)
Algerlega sammála þér með refahatrið. Eins og þú væntanlega veist þá er ég sauðfjárbóndi og ætti því að hata lágfótu mest allra samkvæmt túlkun margra en svo er nú ekki. Hef gaman að rebba og þykir hann falleg skepna en þegar honum fjölgar of mikið þá kárnar gamanið. Hérna eru dýrbítar og hér komu gæsirnar heldur ekki upp einum einasta unga í aurnum, enda stanslaus ágangur af ref á nóttu sem degi. Skotnir hér á gæsaungaveiðum um miðjan dag :-(
Svo var nú skrifað um það að gæsir hefðu ekki náð einum einasta unga heldur í Borgarfirðinum hjá griðlandinu þar.
Svo voru nú sérfræðingarnir að fjalla um það núna að mínknum hefði fækkað töluvert og voru að velta því fyrir sér hvort að fækkun svartfugls væri um að kenna DÖHH!!!
Halló, refur drepur mínka, þetta er staðreynd. Ref fjölgar og hann drepur það sem hann getur ráðið við.Staðreynd.
Sérfræðingarnir að Sunnan taka aldrei mark á þeim sem lifa og hrærast í náttúrunni né heldur heimamönnum. Staðreynd.

Haraldur þú skrifar #Þá kemur spurningin \\\\\\\"hver er skaðsemin\\\\\\\"?
Hér er svarið: ekki einn einasti ungi sem orpið var hérna á aurnum komst á legg. Þó nokkrum fullorðnum grágæsum og einni álft fækkaði vegna refsins. Kindur fundust dýrbitnar og svo veit maður náttúrulega ekki hversu mörg af þeim lömbum sem skila sér ekki af fjalli falla fyrir ref og hversu mörg falla af öðrum orsökum.

Já og refur er rándýr, staðreynd.

Alveg sama hvort að hann át brauð úr lófanum á túrista á Hornströndum eða ruslið hjá sumarbústaðaskussanum sem að skilið var eftir úti, þá er hann nú samt rándýr. Fallegt rándýr en samt rándýr. Gleymist nefnilega oft hjá refavinaklúbbnum.
Ég er samt alls ekki að kalla ykkur Poldi né þig Haraldur félaga í þeim öfgahópi. Svo að það sé nú á hreinu. :-)
En þeir eiga örugglega eftir að poppa inn hérna ef ég þekki þá rétt. ;-)

Roger, yfir og út Keli
2012-02-29 21:25:18
HaraldurRingvason Gisminn minn, þú ferð um nokkuð víðan völl svo svörin verða því talsvert sundurlaus, en ég ætla að byrja á heiðagæsinni. Samkvæmt upplýsingum sem fást með smá gúggli þá hefur stofnstærð heiðagæsar vaxið úr um 230.000 fuglum um árið 2000 í amk. 350.000 árið 2008/9. Mestur hluti stofnsins verpir hér á landi. Upplýsingar um þetta er m.a. að finna á tenglunum hér að neðan.

http://www.bto.org/volunteer-surveys/webs/publications/annual-reports
http://www.birdwatching.co.uk/Articles/BTO-Report/Pink-footed-Goose
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/489377/

Svo magnað sem það nú er þá hefur heiðagæsum fjölgað á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar þannig að sá ótti var ástæðulaus :)

http://na.is/index.php?option=com_content&view=article&id=26&Itemid=38

Þegar kemur að jaðrakan þá er það sama uppi á teningnum nema á dálítið öðrum skala. um aldamótin 1900 er talið að íslenski stofninn hafi talið 2-3000 fugla en telji um og yfir 50000 í dag. Þessar upplýsinga og fleiri til er að finna á tenglunum hér að neðan.

http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/j.1365-2656.2005.00994.x/full
http://www.tandfonline.com/doi/abs/10.1080/00063650509461385

Læt þetta duga í bili...
2012-02-29 23:05:29
Sænski Sæll Haraldur.

\"Ég geri ráð fyrir að ástæðan sé meðal annars sú að þeim þyki þetta vera peningur út um gluggann. \"

Eigum við að leika okkur með tölur? Ef við göngum út frá því að hver kind sé um 300.000 kr virði (það sem bóndinn fær, slátrarinn, versluninn, ríkið, sveitafélögin, verkamaðurinn, ullariðnaðurinn svo fáir séu nemdir) þá er hrein tap af 70 lömbum á einum hól 21.000.000 kr. Ríkið hefur verið að leggja um 17.000.000 á ári í þetta á meðan ríkið studdi það. Þetta er bara einn hóll og ekki einsdæmi. Á flestum grenjum sem unnin eru er eitt eða tvö lömb og á einu og einu eru fleiri. Árið 2010 fundu sömu menn á fimm grenjum um 150 lömb ( svona 45 miljónir). Hvernig er þetta að henda peningum út um gluggann?

Á þeim bæjum sem ég þekki til hafa menn verið að segja mér að heimtur hafi verið frá 85-90%.

http://www.hagstofan.is/?PageID=2596&src=/temp/Dialog/varval.asp?ma=SJA10101%26ti=B%FApeningur+1980%2D2010+%26path=../Database/sjavarutvegur/landbufe/%26lang=3%26units=Fj%F6ldi
Ef við göngum út frá (479.841*2.2)+479.841= X(1.535.491) ; ef tófan drepur 70% af 15% af X þá er Y= 161.226 *300.000=48.4 miljarðar sem tófan tók frá Íslendingur, hvað ætli það sé mikið tap fyrir ríkið?

Í sumar var verið að tala um að ríkið tæki til sín tæp 50% með beinum og óbeinum sköttum, þá er það 24.2 miljarðar, ef þú miðar vara við vsk þá er það \"bara\" 3.4 miljarðar á ári.

En hér er þetta leikur með tölum, hvernig sem þú lítur á þetta, þá er krónutalan mjög há, miklu hærri en konaður vegna veiðanna nokkru sinni. Þú getur ef þú vilt breitt einstökum tölum td verði per kind en þar er ég svona laust að skjóta en tölum hagstofunnar verður ekki breitt frekar en því að almennt koma að meðaltali rétt yfir 2 lömb á ær eða hvað það er sem ekki skilar sér af fjalli. Þó þú takir og segir að aðeins 25% standi þá er það samt tjón upp á 12 miljarða og þar með rúma 5 miljarða á ríkið, það má margt gera fyrir 5 miljarða á ári.

Hér er ég bara að tala um lömb. Kveðja Brynjar Þór
2012-02-29 23:07:57
Gisminn Þetta er flott upp sett Brynjar og til útskýringar ef ég skil rétt þá er kind sögð 300.000kr og það gæti alveg passað ef hún er tvílemd og l´\'átin bera 6 sinnum og þá slátrað sem 7 vetra ær.
Kveðja ÞH
2012-02-29 23:18:23
HaraldurRingvason Rannsóknin sem Gimsinn vitnar væntanlega til sem ómarktækrar er samvinnuverkefni Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnunnar og Hafró, auk fleiri aðila. Verkefnið er mjög viðamikið og tekur til allra helstu fuglabjarga landsins. Það eru hins vegar ekki bara svartfuglar sem hafa farið hallloka heldur hefur ritan gert það líka svo ekki sé minnst á kríuna. En þetta var nú útúrdúr.

Þessi gögn er m.a. hægt að skoða í skýrslu starfshópsins um svartfuglastofna
http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Tillogur-svartfuglahops-2011.pdf

Þssi gögn eru ekki fullkomin frekar en önnur mannanna verk en er svo sannarlega hægt að kalla rannsókn. Raunar féll ég ekki í ljótu gryfjuna þar sem ég sagði að svartfugli hefði fækkað um nánast allt land. Gisminn nefnir réttilega að álku hefur fjölgað fyrir norðurlandi og lagnvía hefur haldið sínu þar þannig að rannsóknin bakkar Gimsann upp að þessu leiti.

Varðandi aðra fugla á Hornströndum en bjargfugla, þá eru engin gögn til um stofnstærð þeirra. Það er nánast óskiljanleg yfirsjón að ekki skildi hafa verið ráðist í slíkt verkefni áður en svæðinu var breytt í friðland, en um það þýðir ekki að fást nú.

Ég botna nú ekki mikið í útreikningum Hafró og er ekki viss um að þeirra aðferðafræði - a.m.k eins og hér er lagt til, gangi til að meta skaðsemi refa :)

Loks er ég ekki hér til að láta sannfærast um skaðsemi eða ekki skaðsemi refa, né til að sannfæra aðra, heldur til að taka þátt í umræðum sem spunnust út af illa undirbyggðri þingsályktunartillögu um refaveiðar.
2012-02-29 23:56:15
HaraldurRingvason Sæll Brynjar

Veistu til að upplýsingum um dýrbíta hafi verið safnað?
2012-03-01 00:09:13
Gisminn Sæll Haraldur gerir þú þér grein fyrir að allar tölur um fjölgun Heiðargæsra og Jaðrakans eru frá 2009 eða eldri ?
En besta mál við erum sammála að við viljum rannsóknir en greinilega ósammála hvað við köllum rannsóknir.
Kveðja ÞH
2012-03-01 01:31:09
Sænski Sæll Haraldur, tölur um tófur og dýrbitin lömb eru jafn vel þekkt stærð og fuglastofnarnir; þ.a.s. ágiskanir bygðar á þeim gögnum sem fyrir liggja. Annars ættirðu þá að ræða við þá í Bjarmalandi.

\"Mestur hluti stofnsins verpir hér á landi.\" \"Verpa gæsirnar einvörðungu á Íslandi, Grænlandi og eitthvað á Svalbarða.\" Síðast þegar ég athugaði þá verpti megin þorri heiðargæsa á grænlandi, en þú vilt kannski leiðrétta mig
2012-03-01 06:49:53
Fiskimann Sælir félagar
Er það rétt skilið að Brynjar Þór sé búinn að reikna það út að bændur verði fyrir tjóni að upphæð kr. 12.000.000.000 og ríkið að auki kr. 5.000.000.000 vegna lamba sem tófan drepur. Þetta er gargandi snilld. Þórólfur M. prófessor hjá Hí hefur verið að gera tilraun til að reikna út stuðning skattgreiðenda við sauðfjárframleiðslu. Ætli honum hafi láðst að kanna þessi atriði. Erum við að tala um sömu rollurnar og verið er að selja fyrir lítið fé til útlanda eða voru grafnar á haugunum hér um árið.
Kv. G.F.
2012-03-01 09:52:44
valdur Ætli hefði ekki orðið önnur útkoma á búskapnum hjá mér, á meðan ég var og hét, ef ég hefði getað reiknað hvert lamb á 300000 krónur? Ætli bændur sem hafa misst lömb undir bíl reikni almennt tjónið í þessari stærðargráðu þegar tryggingafélögin eru rukkuð? Nú er meðallamb etv. 15 kíló (ég nenni ekki að finna út nákvæma meðalvigt á landinu en hún er ekki fjarri þessu) Hvað kostar þá kíló af lambaketi?
Til samanburðar má geta þess að í skattframtali síðasta árs reiknuðu bændur ána á 7000 krónur og gemlinga frá haustinu á 6200.
2012-03-01 10:48:43
HaraldurRingvason Sæll Þorsteinn
Það eru reyndar komnar tölur(að ég held) fyrir 2010 fyrir heiðagæs, en í þessu samhengi sé ég ekki að það skipti öllu máli. Það þarf náttúrlega að horfa á þetta og bera saman yfri lengri tíma, fjölgun refsins hefur jú staðið yfir undanfarin 30 ár og á þeim tíma hefur orðið töluverð fjölgun hjá heiðagæs og jaðrakan.
Svo er gaman að því að þér finnst svona lítið koma til þeirra rannsókna sem ég hef vitnað til. Það gefur fyrirheit um að stemming verði fyrir enn stærri og metnaðarfyllri verkefnum í framtíðinni 

Sæll aftur Brynjar
Ég hef ekki leitað uppi alveg ný gögn um dreifingu Íslands/Grænlands varpstofnsins en þegar rifrildið vegna Kárahnjúka stóð sem hæst var talið að allt að 90% varpstofnsins væri hér á landi, en geldfuglarnir héldu sig mest á Grænlandi. Sjá t.d. hér http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/356
Ef þú hefur réttari upplýsingar endilega bentu mér á þær, rétt skal vera rétt og ég er ekki fuglafræðingur.

Varðandi töluleikfimina þá hef ég ekki kannað heildarverðmæti kjötskrokks þegar allt er talið (þetta eru jú oftast lömb sem eru drepin). Heldur þú að skrokkurinn með gæru, slátri o.s.frv. leggi sig á 300.000 kall? Síðan er ég líka að velta fyrir mér hvort einhverjar breytingar hafi orðið í heimtum af fjall undanfarin ár – ýmislegt fleira verður rollugreyjunum nefnilega að aldurtila en refakjaftar. En allt þetta ætti nú að vera fremur einfalt að finna út.

En svo kemur aftur að þeim sem halda um fjármunina. Segjum að refastofninn fari niður í 5000 dýr eins og lagt er til í tillögunni. Þetta gæti dugað til að útrýma dýrbítum, en einnig er mögulegt að þetta hefði lítil áhrif á fjölda þeirra og þar með tjónið sem þeir valda. Og hvað þá?
2012-03-01 11:48:52
Sænski Sælir, svo ég vitni í sjálfan mig

\"Ef við göngum út frá því að hver kind sé um 300.000 kr virði (það sem bóndinn fær, slátrarinn, versluninn, ríkið, sveitafélögin, verkamaðurinn, ullariðnaðurinn svo fáir séu nemdir) \"

ég veit það full vel að bóndin fær langt um minst af afurðum sínum en bóndinn er ekki sá sem er hér til umræði heldur afurðin. Síðast þegar ég athugaði, þá græddi slátuhafinn líka eitthvað, veslunin, og ríkið meira að segja líka. \"Eigum við að leika okkur með tölur?\" Ef þið fiskimann og Valdur hafið tölu um það hvað hver rolla skila í heild öllum, þá meigið þið endilega koma með það
2012-03-01 11:57:35
Gisminn Þú mátt ekki miskilja mig Haraldur ég virði þig mikils fyrir að koma undir nafni og ég virði þína skoðun að finnast frumvarpið fáránlegt en ég er á annari skoðun en þú með það og það væri gaman að snúa við pakkanum og leyfa refaveiðarnar að fullu og fá svo bara þá sem hafa hagsmuni í að friða refinn til að framkvæma rannsókn á því og færa rök að því að refur valdi engu tjóni.
En Ég nefndi Hafró rannsóknir og þú virðist ef ég las rétt hafa sömu skoðun og ég á þeim rannsóknum en því miður þrátt fyrir þetta ágæta fólk sem kom að fuglarannsóknini í rannsóknarskýrluni sem þú vitnaðir í þá var þar framkvæmd klassísk Hafró rannsókn. Tekin mynd af ákveðnum ferning og út frá honum ákveðin fjöldi fugla í öllu berginu. Skoðaðu myndina og færðu hægri hliðina á ferningnum yfir til vinstri þannig að hann sé jafn stór og hvaða útkomu ætli þeir hafi fengið þá ? Það eru mikklu fleiri fuglar innan þess ramma og það hefði miðað við aðferðarfræðina kannski leitt til að það sé fjölgun þarna sem væri miklu betri niðurstaða fyrir okkur veiðimenn en ekki evrópusinna.
Hvað varðar fuglavöktununina þarna ytra þá er það talning og vöktun en ekki rannsókn og það er enganvegin hægt að fullyrða að einhver stofn sé að stækka í dag 2012 byggða á talningu 2009 En það er gott mál og meira virði ef út er komin talning og skýrsla fyrir 2011
En þetta er orðið gott við höfum ekki sömu sýnina á þessu greinilega
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
2012-03-01 12:30:13
HaraldurRingvason Það sem ég var að reyna aðkoma frá mér varðandi heiðagæsina var að stofninn hefur farið stækkandi í langan tíma og nefndi tölur frá 2000 og 2008/9 í því sambandi. Það veit enginn enn hvort stofninn hefur vaxið á síðasta ári eða muni vaxa á þessu. Punkturinn er sá að vöxturinn gerist á sama tíma og ref hefur fjölgað mikið.

Varðandi talningaraðferðir þá er illgerlegt að telja heilt Látrabjarg eða Hornbjarg svo dæmi sé tekið. Það verður einungis gert með því að taka fyrir ákveðin svæði. Það er hins vegar hægt að fara aftur á þau svæði og sjá hvort breyting hefur orðið.

Þú mátt ekki halda að ég sé að taka þessari umræðu eitthvað illa, þvert á móti er ég nokkuð ánægður með hana. Allt of oft fara menn í einhvern skotgrafahernað.

Takk fyrir mig :)
2012-03-01 13:33:28
Brezhnev það er eitt sem menn skyldu athuga í þessu .....það er það helst að þetta er þingsályktunartillaga EKKI frumvarp.....\'A þessu er allnokkur munur... 2012-03-01 14:07:55
valdur Endanlegt verð út úr búð á lambakjöti gæti verið 1000 krónur að meðaltali. Það er sú tala sem skilar sér til þjóðarbúsins og þar með talinn bóndinn, slátrarinn, afgreiðslumaðurinn í Bónus og sá sem fæst við ullina og gæruna og prjónar lopapeisuna. Það skiptir engu máli hvað menn rétta þúsundkallana oft á milli sín; það verða ekki til neitt meiri verðmæti. -Ég hélt að þetta þyrfti ekki að segja mönnum sem upplifðu bóluna og hrunið.- Lambið skilar því ca. 15000 krónum. Verum bara rausnarleg og segjum 20000 svo öruggt sé að öllu sé til skila haldið.
Vitaskuld er tjón af ref. Og hið besta mál að því sé til skila haldið. En tölur eins og að hvert par valdi tjóni upp á 21000000 króna gera ekkert annað en gera málstaðinn hlægilegan. Og þá er verr af stað farið en heima setið.
2012-03-01 17:40:18
skepnan Valdur þú ert kennari, vonandi lest þú betur yfir pistlana hjá nemendunum en þú ert að gera hér.
#Ef við göngum út frá því að hver kind sé um 300.000 kr virði (það sem bóndinn fær, slátrarinn, versluninn, ríkið, sveitafélögin, verkamaðurinn, ullariðnaðurinn svo fáir séu nemdir)#
# ef ég skil rétt þá er kind sögð 300.000kr og það gæti alveg passað ef hún er tvílemd og l´\\\'átin bera 6 sinnum og þá slátrað sem 7 vetra ær.#

Þarna er hann að reikna framlegðarauðlegð hverrar kindar, en ekki lambi sem slátrað er til þess að Bónus græði meira. Dæmisagan um gæsina sem verpti gulleggjunum. Dauð gæs verpir ekki eggjum osfrv. Jafnvel ég náði þessu.

kveðja keli
2012-03-01 20:07:19
valdur Vonandi lest þú, skepna, pistlana betur venjulega en þú gerir hér. Sænski segir: „Eigum við að leika okkur með tölur? Ef við göngum út frá því að hver kind sé um 300.000 kr virði (það sem bóndinn fær, slátrarinn, versluninn, ríkið, sveitafélögin, verkamaðurinn, ullariðnaðurinn svo fáir séu nemdir) þá er hrein tap af 70 lömbum á einum hól 21.000.000 kr. “
Þarna stendur orðrétt að hvert lamb, og ekkert er minnst á heildarframlegð einnar ær um alla sína lífstíð, leggi sig á 300000. Og þessar tölur eru fjarstæða. Gisminn hins vegar heldur því fram að 12 lömb og einn ærskrokkur séu 300000 króna virði og er það nær lagi og þó í hærri kantinum. En þá skulum við líka deila með 13 í þá tölu sem Sænski telur að sé tjón af einu refapari miðað við að það drepi 70 lömb á ári. Út úr því kemur allt önnur tala.
Svo má deila um hversu mörg lömb eitt tófupar kemst yfir og raunar held ég að mun minna fari fyrir því en þú heldur. Hins vegar veit ég þetta ekki. Og þú ekki heldur. Það þarf að rannsaka. En sumir sjá rautt yfir þeim fjármunum sem í slíkar rannsóknir fara. Minna má t.d. á það þegar borið var undir Halldór Pálsson búnaðarmálastjóra hvort ekki væri rétt að verja fé til rannsókna á tófustofninum. En hann tók því fjarri; vitað væri að tófur dræpu fé og það væri nóg. Með sömu rökum má segja: Alger óþarfi er að rannsaka smitleiðir berkla; vitað er að þeir drepa fólk og það er nóg.
2012-03-01 21:10:34
Sænski Sæll valdur, ef þú ert klárari að reikna en ég þá er það ekkert verra, þó virðast menn lesa misjafnt í orð mín. Sérstaklega þikir mér sárt að það sé snúið svona með \"lamb\" en þar er verið að vitna í atburð(
http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=5310) en þar drápu tófur 70 LÖMB, og þar með er ég að tala um HVERT lamb. Um skuttogara er talað um að fyrir 1 starf á sjó, skapist 2 í landi(veit svo sem ekkert um það en það er sagt)

Þú segir 20.000 kr, gæran ein og sér er seld fyrir 7.000-8.000 kr. Þannig að það fari ekkert á milli mála, þá er ég að tala um þau verðmæti sem lambið/kindin skapar í heild eða virðisauka.

Einnig gengur þú út frá að kjötið sé miðað við lægsta verð(hakk í bónus). Þegar ég kaupi hakk kostar það um 1400 en ok. Á skrokknum eru 4 læri, hvað kostar hvert? Einnig eru nokkrir partar sem eru meira virði en þúsundkallinn. En aftur að hakkinu, síðast þegar ég vissi þá var hakk drýgt og þá fæst meira. Þau lömb(tófan tekur oftast lömb) sem tófan tekur hefðu sennilega verið flutt út og því verðmeiri þar sem þau skapa gjaldeyri, fyrir utan sem lambið/kindin er nýtt frekar en bara í hakk í bónus, td eru verri partar sendir út(Evrur/dollarar/jen?). Hver er virðisaukningin á ullinni sem lendir í lopapeysu. svona má lengi halda áfram. Einnig eru sumar kindur/lömb notuð til að fjölga sér áfram, þetta hefði skepnan getað sagt þér.

Svo er spurningin með ölduáhrifin, þ.a.s. óbein áhrif. Ef það er engin kind þá er enginn bóndi, ef það er enginn bændur þá er engin þjónusta við bændur en það getur verið kennarar, bakarar, smiðir, eða verslunarfólk.

Vinsamlegast Valdur, viltu koma með tölu sem tekur allt

Haldór \"– ýmislegt fleira verður rollugreyjunum nefnilega að aldurtila en refakjaftar. \" tó ég það ekki líka fyrir (\"...ef tófan drepur 70% af 15%(sem ekki skilar sér) af X þá...\") veist þú hvað heimtur hafa verið góðar, þá eru þær tölur vel þegnar.

\"fari niður í 5000 dýr eins og lagt er til í tillögunni. Þetta gæti dugað til að útrýma dýrbítum\" ef það væri hægt að útrýma refnum, þá væri það þegar gert, það eina sem er hægt að gera er að halda aftur af honum. \"en einnig er mögulegt að þetta hefði lítil áhrif á fjölda þeirra og þar með tjónið sem þeir valda.\"

\"Á tímabilinu 1979-2002 fengust upplýsingar um 1.548 greni og voru lambaleifar á 18,8% þeirra (Páll Hersteinsson 2004). Á meirihluta (44%) þeirra grenja þar sem lambaleifar fundust voru aðeins leifar eins lambs, á mjög fáum grenjum fundust 10 lambahræ eða fleiri (Páll Hersteinsson og D.W. Macdonald 1996). Dæmi munu vera um að leifar af allt að 30-40 lömbum hafi fundist á grenjum (Páll Hersteinsson 2004).
Keran Stueland Ólason bóndi í Breiðuvík og refaskytta sveitarfélagsins Vesturbyggðar kom á fund nefndarinnar og fjallaði m.a. um áhrif refa á sauðfjárrækt. Í máli hans kom fram að refir hafa lagst á fé hans, stálpuð lömb, þrátt fyrir næga aðra fæðu á svæðinu og sýndi hann myndir því til staðfestingar.\"
\"Hins vegar er ljóst að refastofninn hefði stækkað mun hraðar ef engar veiðar hefðu verið stundaðar (Páll Hersteinsson 2004).\"
\"Með vaxandi refastofni á undanförnum árum hefur refum fjölgað á láglendi, þar á meðal í byggð en ekkert bendir til þess að refum hafi fækkað á hálendinu undanfarna áratugi. Aukin frjósemi refastofnsins og minni veiði hlaupadýra á 8. áratugi síðustu aldar, kann að hafa verið upphafið að fjölgun refa og útrás þeirra niður á láglendi (Páll Hersteinsson 2004). \"

www.umhverfisraduneyti.is/media/.../LOKASKYRSLA_25.6.doc
2012-03-01 23:25:39
Gisminn Brynjar verð að leiðrétta þig á skrokknum eru 2 læri og tveir bógar en að öðru leit er þetta virkilega góðar heimildir sem þú vísar í.
Kveðja ÞH
2012-03-01 23:42:38
Brezhnev Þið eruð nú meiri andskotans jólasveinarnir....hvað eru mörg skott á einni tófu,,,veistu það Gisi?...
2012-03-01 23:58:27
Gisminn Ekkert eftir að ég er búin að afgreiða hana kæri vinur bið að heilsa ...finni :-)
En annars 1 og vísar aðeins til austurs ef aðstæður eru réttar :-)
Og það er bara gott hjá Sænska að tjá sig mér finnst hann skemtilegur penni :-)
býð góða nótt
Kveðja ÞH
2012-03-02 00:06:57
valdur Bara að gefu tilefni: Það verða ekki til meiri verðmæti í hagkerfinu en sem nemur söluvirði lambsskrokksins. Af þeirri upphæð verður að greiða allt annað sem tengist framleiðslu lambaketsins hvort sem það er kennsla barna bóndans eða olían sem fer til að framleiða áburðinn sem borinn er á túnið sem móðir lambsins bítur. Verðmæti verða ekki til við að menn rétta á milli sín ávísanir, peningaseðla eða debetkort. Þessu eiga margir erfitt með að trúa en hafa rekið sig á að undanförnu. 2012-03-02 09:23:57
maggragg Væri gaman að sjá hvaða skoðun fólk hefur á þessum málum. 2012-03-02 11:23:36
Sænski Sælir,

Brezhnev; \"Þið eruð nú meiri andskotans jólasveinarnir.\" :) Þá veit ég um eitt sem þú og konan mín eruð samála um :)

Gisminn \"Og það er bara gott hjá Sænska að tjá sig mér finnst hann skemtilegur penni\" ég þakka kærlega fyrir. Ég var í gærkveldi að velta fyrir mér að skrifa \"að kindin hefði 4 lappir\" í stað \"Á skrokknum eru 4 læri,\" ,sennilega hefði það orðið skemmtilegra þann veginn þó það hefði orðið aðeins barnalegra.

Valdur \"Það verða ekki til meiri verðmæti í hagkerfinu en sem nemur söluvirði lambsskrokksins\". Valdur minn kæri, ef þú lætur þér reiðina renna (mér sýnist svo) að þá sérðu að ég er ekki beint að fara illa með þig(ennþá) og forðast það í lengstu lög. En ef þú vilt að ég taki þetta byggt á því hvað lambið skilar eingöngu í sláturhúsi/verslunum og ullarvinnslu þá er það ekki mikið mál. \"Lambið skilar því ca. 15000 krónum.\" come on. Ég tók í síðasta nóg til að leiðrétta þig \"Þú segir 20.000 kr, gæran ein og sér er seld fyrir 7.000-8.000 kr. Þannig að það fari ekkert á milli mála, þá er ég að tala um þau verðmæti sem lambið/kindin skapar í heild eða virðisauka.\"-ég . Þannig að gæran ein og sér er helmingurinn af því sem lambið skilar? Minnir að ég hafi séð læri sem hafi náð þessari krónutölu. Ég held samt Valdur að þú hafir einhvern tímann haft rétt fyrir þér, að kindin/lambið hafi ekki skilað \"nema\" 15.000 kr, myndi halda að það hafi verið í kringum það 1920 eða svo. En síðan þá hefur verðbólgan hækkað bæði laun og verðlag.

Valdur, það er spurning um að vita hvenær maður á að draga sig til baka, því ekki vil ég gera alveg útaf við þig
2012-03-02 15:43:12
valdur Ég þakka hlýjar hugsanir og góð orð í minn garð. Nú er það svo að viðmiðunarverð til bænda á lambakjöti skv. verðskrá frá SS var í allrahæsta flokki haustið 2011 kr. 617. (Sjá http://www.ss.is/baendur/afurdaverd/?ew_news_onlyarea=&ew_news_onlyposition=11&cat_id=82213&ew_11_a_id=310965) Mér telst því til að 15 kg lamb skili bóndanum 9255 krónum fyrir kjötið og eru þá lærin meðtalin hvort sem þau eru tvö eða fjögur. Þetta verð var það allrahæsta og megnið af lambakjötsinnlegginu var á mun lægra verði. Nú má svosem vera að gæran skili framleiðandanum 7-8 þúsund krónum. Sé svo verða þetta eitthvað á milli fimmtán og tuttugu þúsund sem hann fær fyrir lambið. Þótt kjötið út úr búð kosti mun meira er sá munur ekki innspýting í hagkerfið því þar er ekkert framleitt, bara rétt á milli og þótt kjötið af þessu lambi færi í vargakjafta er nóg til af öðru kjöti sem neytandinn greiðir fyrir með bros á vör. Ef kjötskortur væri í landinu mætti kannski reikna dæmið öðruvísi en nú er ekki svo og mörg önnur kjötframleiðsla peningalega hagkvæmari.
Svo er það misskilningur að ég sé eitthvað reiður. Ég er fylgjandi refaveiðum. Mín þátttaka í þessari umræðu snerist ekki um að sýna fram á að ekki bæri að skjóta refi. Hún snerist um að koma því á framfæri að rök fyrir refaveiðum þurfa að vera frambærileg. Það að reikna dautt lamb á hól, sem enginn veit svosem hvort tófan drap eða fann dautt, á 300000 krónur og að eitt tófupar valdi þjóðfélaginu tjóni sem nemur 21000000 krónum er í besta falli broslegt. Og þegar málstaður er orðinn broslegur minnkar fylgið venjulega í réttu hlutfalli.
Svo nenni ég ekki að kíta um þetta meira. Við erum báðir búnir að koma okkar málstað á framfæri. Ef þig langar til að sýna fram á það að lambsverðið sé 300000 skaltu gera það. Takist þér það með skynsamlegum rökum á ég von á því að tiltölulega fáir mæli lambakjötsframleiðslu bót í framtíðinni. Ætli yrðu ekki bara allmargir fylgjandi innflutningi á lambakjöti t.d. frá Nýja-Sjálandi.
2012-03-02 17:16:51
Sænski Sæll Valdur, við eru ekki að tala um sama hlutinn.

\\\"þótt kjötið af þessu lambi færi í vargakjafta er nóg til af öðru kjöti sem neytandinn greiðir fyrir með bros á vör. Ef kjötskortur væri í landinu mætti kannski reikna dæmið öðruvísi \\\" Það kjöt sem tófan tekur er sennilega verðmætara er flest þar sem það(eða annað í þess stað) hefði farið í útflutning, enda eftirspurnin meiri en framboðið erlendis.

\\\" Mér telst því til að 15 kg lamb skili bóndanum 9255 krónum fyrir kjötið og eru þá lærin meðtalin hvort sem þau eru tvö eða fjögur. Þetta verð var það allrahæsta og megnið af lambakjötsinnlegginu var á mun lægra verði.\\\"
.
Mér sýnist þú vera að tala um það sem bóndinn fær en ég er að tala um það sem kindin skilar af sér. Athugaðu að þú sagðir að kindin skilaði ekki nema 15.000+ gæran 7.000-8.000

Segum sem svo að meðal:
gæra 7.000-8.000
lærið/bógurinn stk 6.000 kr er samtals 24.000 (=31.000-32.000)
Hryggur Meðalþyngd 1700 g *1500-1900=2550-3230 (33.550-35.230)
Öxl 13 GBP/2.600 kr (36.150-37.830)
Lendur úrbeinað 14.25pund per kg(1kg?)= 2.860 (36.410-38.090)
Rif (1.5kg) 85$(US dollarar) =10.800 (47.210-48.900)
Síða 4,59 per lb(1 kg á þyngd?) 10,10$= 1.300 (48.500-50.200)
Seigum að \\\"verri matur\\\" dýrsinn sem endar á afaríkumarkaði skili 3.000 kr (til að fá tölu) (51.500-53.200)
og hakk sé svo restin um 5 kg héðan (og þaðan sem svo er drýgt/bætt um 40%)(kjötið er selt utan bónus) 1.200 kg =6.000 (57.500-59.200)
Segjum að meðal kindin skili ull sem samsvarar 2 lopapeysum en þær eru á bilinu 15.000-30.000(segjum 15 og 30) = 45.000 (102.000-104.200), ef bætt/drýgt um 40% 2.500 (kanski, veit ekki) (106.800). Mér hefur verið sagt að afganga megi nýta við framleiðslu bio-disel. Segjum að við fáum 10 lítra * 260 =2600 (109.400). Þá er þetta komið sem þú varst að tala um en það er þá rúmlega 7 sinnum meira en þú varst að tala um.

Ef við förum yfir í það sem ég var að tala um;
sparnaður á erlendum gjaldeiri og útflutningur/framleiðsla á gjaldeiri. Hvers virði er það? 20% að heild (131.280)
Kindin getur framleitt aðrar kindur hvaða reikniformúlu á ég að nota þar(meðaltal)? á Íslandi eru um 500.000 líf fé sem skapar 500.000 sláturfé= 131.280 (262.560)
Hlutur bóndans er 7.000 -8.000. (270.560)
Skatttekur sem bóndinn framleiðir(deilt á fjölda fjár rétt fyrir slátrun)? Varst þú ekki bóndi Valdur? Þú getur þá klárað fyrir mig

Valdur, ég held að annað hjá þér hafi fallið um sjálft sig, ég hef þrisvar bennt þér á hvernig kynni að fara. Hér að neðan eru tilvísannir í verð. Það sem Íslendingar taka almennt ekki, fann ég verð annarstaðar frá. Ég væri ansi Kindalegur ef ég hefði tekinn svona, það er nokkuð ljóst.

http://www.ss.is/vorur/kjotvorur/?ew_0_cat_id=82196&ew_0_p_id=4BAC9440-0736-4AE5-BEF7-08DF30983D65
http://www.rafis.is/frettir-2012/1243-verdhkoennun-asi
http://www.mysupermarket.co.uk/#/tesco-price-comparison/fresh_meat/tesco_deli_counter_boneless_lamb_shoulder_approx_800g.html
http://www.traditionallyrearedmeat.co.uk/lamb.php
http://www.thefind.com/food/info-lamb-ribs
http://mizzoumeat.missouri.edu/lamb.php
http://www.litlubudirnar.is/en/mos/viewProductGroup/26/
2012-03-02 22:04:57
valdur Æi, ég nenni þessu ekki. Þó langar mig til að spyrja: Við vorum að tala um lambið á hólnum, var það ekki? Þú sagðir orðrétt: „Ef við göngum út frá því að hver kind sé um 300.000 kr virði (það sem bóndinn fær, slátrarinn, versluninn, ríkið, sveitafélögin, verkamaðurinn, ullariðnaðurinn svo fáir séu nemdir) þá er hrein tap af 70 lömbum á einum hól 21.000.000 kr.“ Hér er talað um lambið á hólnum og hversu mikils virði það er. Þú gefur þér að eftir eina kind komi ca. 300000 á ævi hennar. Það má vel vera. En, allt í einu er ævivirði fullorðinnar ær orðið virði eins haustlambs. Þú sagðir þetta sjálfur. „...hrein tap af 70 lömbum á einum hól 21.000.000 kr.“ Hér ertu að tala um haustlamb. Þú ert ekki að tala um á sem lógað er 6 eða 7 vetra.
Og útreikningarnir hjá þér eru skondnir. Lamb gefur ekki af sér ull til lopapeisugerðar. Bíódísel er ekki framleitt á Íslandi, amk. ekki úr lambaafurðum. Afar hæpið er að reikna drýgingu á hakki sem íslenska landbúnaðarafurð, svo ekki sé meira sagt. Verð á lambakjöti í útlöndum skilar sér ekki allt í íslenskt þjóðarbú, skilaverð af útflutningi er talsvert lægra en til innanlandsnota. Og svo framvegis. Gjaldeyrir. Jamm. Með hverju er áburðurinn greiddur sem allur er innfluttur? Olía? Vélar? Plast til heyskapar? Og inni í útreikningunum hjá þér eru engin útgjöld. Kostar virkilega ekkert að framleiða lambakjöt?
Það varst þú sem talaðir um lambið = þrjúhundruðþúsundkall. Framhjá því kemstu ekki.
Mér líður bara þokkalega með mína frammistöðu, takk.
2012-03-02 23:26:13
Sænski Sæll valdur, það er gott að þú sért ánægður með þína framistöðu.
\\\\\\\"Með hverju er áburðurinn greiddur sem allur er innfluttur? Olía? Vélar? Plast til heyskapar? Og inni í útreikningunum hjá þér eru engin útgjöld. Kostar virkilega ekkert að framleiða lambakjöt?\\\\\\\" Hér erum við að ræða um kindina; hvort sem hún er lamb, ær, eða hrútur og það tap sem verður vegna tófunnar. Ekki kosnað vegna framleiðslu, þar skaustu út af vellinum.

\\\\\\\"Verð á lambakjöti í útlöndum skilar sér ekki allt í íslenskt þjóðarbú, skilaverð af útflutningi er talsvert lægra en til innanlandsnota.\\\\\\\" -Valdur \\\\\\\"Ef við göngum út frá því að hver kind sé um 300.000 kr virði (það sem bóndinn fær, slátrarinn, versluninn, ríkið, sveitafélögin, verkamaðurinn, ullariðnaðurinn svo fáir séu nemdir) \\\\\\\" -ég; er það ekki verslun þarna elendis sem hirðir hluta af gríðanum? Ég sagði aldrei neitt um að verslunin yrði að vera á Íslandi

\\\\\\\"Afar hæpið er að reikna drýgingu á hakki sem íslenska landbúnaðarafurð\\\\\\\" að hvaða leiti? Þegar bætt er í hakkið þá fjölgar kílóunum.

\\\\\\\"Bíódísel er ekki framleitt á Íslandi, amk. ekki úr lambaafurðum.\\\\\\\" það er nú búið að vera að tala um það amk að fara að gera það.

\\\\\\\"Lamb gefur ekki af sér ull til lopapeisugerðar.\\\\\\\" gott hjá þér, reyndar er ég að tala um að meðaltali en samt rétt hjá þér en það er engin leið að segja til um það hvað lambið sem tófan tekur kemur til með að gera fyrir okkur. Það eru enn nokkrir aðilar sem ég skildi viljandi eftir en það er ríki, sveitafélög og verkafólk í iðnaðinum.

\\\\\\\"Það varst þú sem talaðir um lambið = þrjúhundruðþúsundkall. Framhjá því kemstu ekki.\\\\\\\" Ég held að ég sé búinn að sýna fram á að hann sé þarna og jafnvel gott betur, en hvar er \\\\\\\"Lambið skilar því ca. 15000 krónum\\\\\\\", ertu nokkuð að laumast þar framhjá?
2012-03-03 09:35:40
stelkur Það er verðugt verkefni að menn geri sér grein fyrir tjóni. Þetta eru orðnar nokkuð flóknar vangaveltur hjá ykkur um forsendur. En það þarf auðvitað að fara í gegnum þetta á einhverju stigi. En þangað til það er gert sting ég upp á að það megi deila fjölda þess sem slátrað er á meðalbúi á hverju hausti upp í beingreiðslurnar sem fara á meðalbú. Þá ætti amk að fást gróft mat á hversu mikið ríkið metur meðalhausinn og kostnaðinn við að framleiða hann á. Greiðsla á ærgildi virðist nú vera kr. 6.348,- (http://www.mast.is/upplysingar/baendur/beingreidslur). Ærgildi er auðvitað ekki það sama og fjöldi sem fer í sláturhús en þarna er samt væntanlega sterkt samband á milli sem ég þekki ekki. Hvað segið þið um þetta? Geri mér grein fyrir að mörgum á eftir að þykja þetta undirmat en þetta er samt reiknað út og er það sem er samþykkt af ríkinu. Hugsanlegar bætur hljóta að vera í einhverju samhengi við slíkt verðmætamat.

Og svo þarf auðvitað einhvern tímann að vita hvað tófan tekur mikið. Það sem finnst á grenjum er hámarksmat. Sumt af því hefur drepist sjálft eða hefði drepist sjálft. Rándýr drepa jú helst ýmis konar aumingja. T.d. var tíðni lamba á grenjum meiri þar sem fallþungi var lægri þegar Páll Hersteinsson skoðaði það einhvern tímann. Það gefur ákveðna vísbendingu.

St.
2012-03-03 10:36:13
valdur Jú! Ég sé ljósið! Sérstaklega voru það rökin um að af einu fimmtán kílóa lambi kæmu fimm kíló af hakki sem sannfærðu mig. -Þetta er fyllilega eðlilegt miðað við að af þessum fimmtán kílóum eru sennilega sex til sjö kíló bein.- Og að úr ullinni af einu lambi væri hægt að prjóna tvær lopapeisur. Drepist lamb yfir sumarið verður verðmætatap sem nemur 300000 krónum, það er alveg ljóst. Og vitaskuld gildir það þá um öll lömb sem yfir sumarið drepast, ekki bara þau sem fara í tófukjaft. Þannig greiða tryggingafélögin 300000 krónur fyrir hvert lamb sem verður undir bíl. Er það ekki annars? Og bjargráðasjóður greiðir 300000 krónur fyrir hvert lamb sem drepst af völdum náttúruhamfara, svosem eldgosa. Er það ekki alveg örugglega?
Vitaskuld er þetta svona. Og þó. Eða erum við Sænski kannski einu mennirnir sem höfum gert okkur grein fyrir þessu. Einhvern veginn minnir mig að tryggingabætur fyrir hvert lamb séu ekki af þessari stærðargráðu. Og Bjargráðasjóður hafi ekki séð ljósið. Ekki ennþá. En að því hlýtur að koma.
Kæri Sænski: Viltu senda þessa útreikninga til tryggingafélaganna, Búnaðarfélags Íslands, bjargráðasjóðs, Alþingis, veiðistjóra og annarra þeirra sem með sannanlegt tjón vegna ótímabærs lambadauða hafa að gera. Og sérstaklega til skattyfirvalda því ekki er viðunandi að menn komist upp með svona svívirðileg undanskot eins og að meta lambið til eignar á sexþúsund krónur í skattframtali. Og þegar svona sannfærandi tölur og rök koma verður þess ekki langt að bíða að helvítis tófan fái það sem hún á skilið. Og þó fyrr hefði verið.
Vertu svo kært kvaddur með innilegri þökk fyrir að leiða mig frá villu míns vegar;
Þorvaldur S
2012-03-03 11:50:04
skepnan Valdur, af hverju segir þú að lamb gefi ekki af sér ull til lopapeysugerðar?
Verðmætasta ullin er lambaullin.
Þetta er tekið af vef Ístex sem að tekur við ull og gerir eithvað gott úr henni :-)
# Best er að flokka féð áður en rúið er, þannig að lömb séu sér og mislitt og hvítt fé aðskilið. Auk þess
getur verið hentugt að flokka hvíta féð í tvennt, þ.e. vel hvítt fé með gallalitla ull sem ætti að flokkast í
H-1 annars vegar og hvítt fé með lakari ull hins vegar þ.e. fé með gula ull, gróft tog eða aðra minni
háttar galla en sú ull ætti að flokkast H-2.
 Hvíta féð á alltaf að rýja fyrst! Þannig er komið í veg fyrir að hvít ull mengist af dökkum hárum.
Réttast er að byrja á hvítum lömbum og taka síðan hvítar ær en allt mislitt fé á eftir. #
En þú hlítur að vera að tala um öðruvísi lömb en þau sem Sænski talar um :-)

Með kjærri kveðju og bugti og beygingum Keli
P.S. Ég hef ofboðslega gaman af öllum þessum reikningskúnstum, endilega haldiði því áfram ;-)
2012-03-03 13:27:10
valdur Einfaldir menn sem ekki hafa séð ljósið myndu segja: „Vegna þess einfaldlega að sláturlömb eru ekki almennt rúin áður en þeim er lógað. Þau lömb sem nefnd eru í textanum sem rúin lömb eru líflömbin.“
En af því ég er frelsaður veit ég að úr ullinni af hverju lambi sem helvítis tófan drepur ekki heldur er lógað í slagteríi og étið sem lærissneiðar á jólunum koma tvær lopapeisur.
2012-03-03 14:40:05
skepnan Kæri Valdur, af hverju rúðir þú ekki lömbin áður en þú sendir þau í sláturhúsið til þess að hámarka afkomuna????
Ekki nema von að þetta hafi ekki gengið upp hjá yður.
Það er nefnilega betra að láta sláturfélögin hirða allan gróðan, að sjálfsögðu.
Vonandi kennir þú ekki hagfræði kjæri Þorvaldur.

kveðja keli
2012-03-03 20:25:11
valdur Það var vitaskuld til að hámarka afkomu þjóðarbúsins. Ef ég hefði fengið þessa penínga hefði ég kannski eytt þeim í kvenfólk eða brennivín eða jafnvel einhvern óþarfa, en úr því vinir mínir hjá Loðskinni fengu gærurnar óafrakaðar náðist margumtalaður sjöþúsundkall fyrir þær, sem hinir vitru stjórnmálamenn vörðu til þjóðþrifamála, rétt eins og síðastliðið haust en þá átti ég alloft leið framhjá Loðskinni og aldrei sá ég afrakaða gæru og voru þær þó þúsundum saman til viðrunar úti undir vegg. Bendir þetta til að bændastéttin almennt þekki sinn vitjunartíma og búi sig undir þá dýrðardaga að öllum, nema skattayfirvöldum, sé ljóst hversu dýrmætt lambið á hólnum er. 2012-03-03 21:11:20
HaraldurRingvason Loðskinn selur það sem þeir kalla \"skrautskinn úr íslenskri lambsgæru\" á heilar 49 evrur. (sjá lodskinn.is)

Það fást engar lopapeysur úr þessari afurð...
2012-03-03 22:38:55
Sænski Sælir, Stelkur; \"En þangað til það er gert sting ég upp á að það megi deila fjölda þess sem slátrað er á meðalbúi á hverju hausti upp í beingreiðslurnar sem fara á meðalbú. Þá ætti amk að fást gróft mat á hversu mikið ríkið metur meðalhausinn og kostnaðinn við að framleiða hann á.\" Þetta er hugmynd svo sem, en ég myndi halda að sniðugra væri ef ríkið fyndi sitt verðmat per kind út frá því hvað hún skapar miklar skatttekjur, en það ætti ekki að vera flókið, bara svolítil vinna. Sauðfjárslátrun er haldið aðskildu í sláturhúsinu(SAH til viðmiðunar) þannig að í raun er bara spurning; 1. hvað allir starfsemm í sauðfjárslátrun borga í skatt, 2h hvað sauðfjárbúin borga í skatt, 3. hvað ullariðnaðurinn(sútun, ullarþvottur, litun og vinnsla skilar) og 4. vaskinn af afurðunum, bæði kjöt og ullar. svo deilirðu þessu með því fé sem er á lífi rétt fyrir sláturtíð og þá ertu komin með þá X tölu sem féð er virði ríkisins. Þá er bara að finna út hvað tófan tekur og margfalda með X og þá færðu tap ríkisins vegna tófu í fé.

Haraldur, \"Loðskinn selur það sem þeir kalla \\\"skrautskinn úr íslenskri lambsgæru\\\" á heilar 49 evrur\" /8.190kr. Ég þakka þetta, hér hefurðu sýnt fram á að jafnvel meira fæst fyrir gæruna en ég mat.
\"Það fást engar lopapeysur úr þessari afurð\" Þar sem ég þekki til er fé rúið tvisvar á ári en ég miðaði við aðeins einu sinni, ástæðan er sú að á íslandi var 2010 480.000 líffé en sláturfé var rétt undir 500.000. Þar sem ekki er vitað hvort viðkomandi rolla hefði orðið líf eða slátur tel ég réttast að taka meðaltal og það sést í gegnum þræðina.

Valdur, þegar vörnin er engin er sókn eini leikur.
\"Og sérstaklega til skattyfirvalda því ekki er viðunandi að menn komist upp með svona svívirðileg undanskot eins og að meta lambið til eignar á sexþúsund krónur í skattframtali. \" Ég var ekki að tala um það hvað bóndinn fær fyrir sinn hlut, heldur hvað kindin skilar sláturhúsinu, verslunum, ríki(og sveitarfélögum), ullariðnaðinum verkamönnum/starfsfólks sem kemur að þessum málum ásamt bóndanum.
\"Og vitaskuld gildir það þá um öll lömb sem yfir sumarið drepast, ekki bara þau sem fara í tófukjaft.\" það er ekki rétt,(sjá færslu 20) \"Ef við göngum út frá (479.841*2.2)+479.841= X(1.535.491) ; ef tófan drepur 70% af 15% af X þá er \" ég miða við að tófan taki 70%, ekki 100%.

En Valdur, þú átt eftur að svar þessu; 01-03-2012 kl: 17:40:18(færsla 33); \"Það skiptir engu máli hvað menn rétta þúsundkallana oft á milli sín; það verða ekki til neitt meiri verðmæti. -Ég hélt að þetta þyrfti ekki að segja mönnum sem upplifðu bóluna og hrunið.- Lambið skilar því ca. 15000 krónum.\" Þú átt enn eftir að færa rök fyrir því hvernig verðmætasköpun lambsinnis/kindarinnar helst undir 15.000 kr. Annars eru viðskifti með fé ekki það sama og viðskifti með pappír, því hér verður bæði til matur og fatnaður
2012-03-04 09:38:42
valdur Ágæti Sænski! Og ég sem hélt að við værum orðnir sammála. Gaman að sjá að við fengum rök frá manninum sem vissi hversu margt loðgæran kostar. Samt gæti vafist fyrir okkur að prjóna tvær lopapeisur úr ullinni af gærunni sem var seld með ullinni á til útlanda.
En nú skal ég taka dæmi úr bransa sem ég þekki til í líka; bókaútgáfu. Og gefum okkur að bók sé seld á 4000 krónur sem ekki er óraunhæft verð á bók. Efnið í bókina kostar 500 krónur og er þá allt meðtalið, pappír, prentun og plöstun. Nú dettur ein bókanna í drullupoll og verður ónýt. Hvert er þá tjón útgefandans? Hvort er það 4000 krónur eða 500 krónur? Svarið er: Sé þetta síðasta eintakið, og önnur ekki fáanleg, er tjónið 4000 krónur. Séu hins vegar til fleiri eintök er tjónið 500 krónur því þá selst bara annað eintak í staðinn sem annars hefði ekki selst og legið á lager og að lokum verið hent. Af bókum er yfirleitt alltaf prentað svo ríflega að afgangur verður eins og sést á hinum stórkostlegu bókaútsölum sem dynja á á hverju ári og oft á ári.
Sama máli gegnir um kjöt. Íslendingar framleiða meira kjöt en þeir geta étið eins og sést á algengum kjötútsölum og útflutningi sem hafa skilað tæpum gróða þótt betra sé svo sem að hálfgefa útlendingum kjötið en henda því. Aldrei seljast allar lopapeisur sem prjónaðar eru; gærurnar hjá Loðskinni virðast óþrjótandi og svo framvegis. Við vorum búnir að sýna fram á að innkoma bóndans af 15 kílóa lambi var 9225 krónur í besta falli og gæran kostaði 7000-8000 krónur. Samtals 17225 í hafi lambinu verið slátrað síðustu vikuna í ágúst en annars lægra. Þetta er tjón þjóðfélagsins ef lambið drepst og skilar sér ekki í sláturhús. -Reyndar mætti svosem rökstyðja að það sé enn lægra vegna þess að langlíklegast er að lambið sé tvílembingur og falli það frá verður systkini þess stærra en annars hefði orðið og skilar því hærra verði.- Tjónið er ekki hærra vegna þess að við það að þetta lamb skilar sér ekki selst annað lamb, nú eða grís eða hænuungi, sem annars hefði ekki selst, farið í geymslu, hlaðið á sig geymslukostnaði, vöxtum og að lokum förgunarkostnaði. Væri framleitt nákvæmlega það magn á landinu sem ætist, prjónaðist úr, ynnist og svo framvegis mætti reikna dæmið á annan veg. En nú er ekki svo. Það er til nóg af kjöti og lopapeisum, og meira en það, þótt helvítis tófan finni nokkur dauð lömb og nýti þau og jafnvel þótt hún kræki sér í nokkur af sínu alþekkta svívirðilega innræti. Íslendingar torga ekki öllu lambakjötinu sem framleitt er. Það myndi engu breyta þótt öll lömbin sem misfarast yfir sumarið kæmu til nytja; lambakjötsneysla myndi ekki aukast og því yrði afgangurinn sem ekki selst þeim mun stærri. Það er sem sagt ekki skynsamleg hagfræði að verðleggja óunnið hráefni sem nóg er til af á sama prís og lokaverð fullunninnar vöru. Þar með mætti halda því fram að efnið sem fer til að smíða bíl ætti að reikna á sama verði og bílinn kominn á götuna. Væri þá skaðinn sá sami hvort sem efnið færi milli skips og bryggju eða bíllinn í heilu lagi.
Þetta með að rétta á milli sín peninga. Til er saga sem lýsir svoleiðis í hnotskurn. Hóteleigandi nokkur fékk pöntun frá viðskiptavini, úr höfuðborginni, sem ætlaði að dvelja hjá honum yfir helgi og greiddi fyrirfram 20000 krónur sem hann sendi í pósti. Nú var vertinn kominn með 20000 kallinn og notaði hann til að greiða kjötkaupmanninum. Sá greiddi reikninginn frá píparanum sem var ungur og sprækur og varði fénu til að gera upp það sem hann skuldaði gleðikonunni í plássinu. Hún varð glöð við því nú gat hún sléttað reikninginn á barnum á hótelinu. Og þannig var peningurinn kominn til hóteleigandans aftur og þar með var veltan af þessum eina kúnna komin í 100000 kall. -Hefðu nú komið fleiri milliliðir hefði meintur gróði samfélagsins væntanlega orðið þeim mun hærri.- En þegar peningurinn var kominn í kassann hjá vertinum hringdi höfuðborgarbúinn. Kærastan hafði sagt honum upp og hann var hættur við helgarferðina. Vertinn vottaði honum samúð sína, tók seðlana upp úr kassanum, setti þá í umslag og sendi honum í pósti.
Voru nú ekki allir ánægðir og gátu dansað skuldlausir? Getur svona dæmi gengið upp? Margur hélt að svo væri enda hefur hagvöxtur í plássinu aukist verulega.
Lifðu svo heill kæri Sænski. Alveg er ég viss um að fljótlega losnar staða efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Hafðu það í huga.

PS. Smáviðbót. Þar sem ég vissi ekki hvert verð væri greitt fyrir gærur til bænda hef ég til þessa reiknað með margumtöluðum sjöþúsundkalli. En svo fór ég að leita. Þá kom í ljós að bændur fá ekki greidda krónu fyrir gærur sérstaklega, verð fyrir þær er innifalið í kjötverðinu. Sjá t.d. http://www.fjallalamb.is/?c=frettir&id=67&lid=&pid=&option= eða http://slaturfelagvopnfirdinga.is/index_files/Page1122.htm
Þær gærur sem til falla gengur svo afar illa að selja þannig að framboð á þeim er yfirdrifið og rennir enn stoðum undir kenningar mínar enda ljóst að skilaverð til bænda fyrir lambið er langt innan við 15000 kallinn. Og verð á hráefni sem meira en nóg er til af má aldrei reikna sem lokaverð fullunninnar vöru með öllum þjóðhagslegum ávinningi sem til kann að falla við fullvinnsluna. Komi einhver eining slíkrar vöru ekki til skila, t.d. lamb sem finnst dautt á greni, er einfaldlega tekin önnur eining, t.d. lamb sem kemur til slátrunar, og hún unnin.
Lifðu svo enn heill kæri Sænski.
2012-03-04 12:08:12
Sænski Sæll valdur, \\\"Þá kom í ljós að bændur fá ekki greidda krónu fyrir gærur sérstaklega, verð fyrir þær er innifalið í kjötverðinu....og rennir enn stoðum undir kenningar mínar enda ljóst að skilaverð til bænda fyrir lambið er langt innan við 15000 kallinn.\\\" Enda var ég ekki að tala um skilaverð til bænda, heldur það sem lambið skilar af sér, þú einn hefur verið að halda því fram og datt mér ekki í hug að leiðrétta þig, enda hef ég ekki haft undan. Síðast þegar ég athugaði þá fékk bóndinn bara um 7000kr á lambið og hef ég aldrei haldið öðru fram, ég þykist vita að gæran skili einhverstaðar í kringum 2000 krónum til bóndans og sláturhússins(samans)(vsk er innifalið) og þeir á króknum skila því svo að miklu leiti til Kínverja, austurevrópu og ferðamanna fyrir yfir 7000 kr.

Ekki veit ég hversu vel þú fylgist með fréttum en síðasta sumar var mikið rætt um væntanlegan kjötskort en hann stafaði af því annarsvegar að of mikið var selt erlendis og að það kom frábært grillveður þannig að hefja þurfti sláturtímann fyrr en venjulega þannig að ekki voru til \\\"kjötfjöll\\\" eftir síðasta sumar.

Mér fynnst það frábært að þú skildir fattað ölduáhrifin, ég benti á það áður en þú tókst það ekki í mál.

2012-03-05 12:17:22
valdur Kjötfjall eða ekki, það breytir ekki niðurstöðunni. Það kemur bara annað kjöt í staðinn. Og dæmið um ölduáhrifin var sett fram í kaldhæðni því það sýnir hvernig þetta virkar ekki. Það kemur nefnilega ekkert nýtt fjármagn inn í hagkerfið í plássinu og hóteleigandinn endar með því að borga reikninginn tvisvar.
Svo erum við þá búnir að koma okkar á framfæri. Ef þú heldur ennþá að\' lambshræið sé 300000 króna virði get ég ekkert frekar gert í því.
Lifðu heill
2012-03-05 13:03:51
Sænski Sæll valdur, þá hefur þetta verið mjög slæm kaldhæðni því það hjálpaði mér meira en það skaðaði.

\\\"Það kemur bara annað kjöt í staðinn. \\\", en ef það er skortur? Nú hafa nýsjálendingar dregið töluvert úr sinni framleiðslu undan farin ár samhliða fjölgun mannkyns
2012-03-06 12:20:21
valdur Nú erum við einir hérna eftir. Ég nenni þessu ekki lengur.
Í stuttu máli: Framleiðsluverð á hráefni, sem skilaverð til bónda á að endurspegla, hlýtur að vera það verð sem reiknað er með þegar hráefni tapast. Allar vangaveltur um hvað hægt hefði verið að gera úr hráefninu, með því að leggja í það ómælda vinnu til viðbótar, eru loftkastalar. Um þetta eru hagfræðingar sammála. Dæmið um hóteleigandann var búið til af hagfræðingi til að sýna hvers vegna bólan myndaðist og hlaut að springa að lokum. En vitaskuld sprakk bólan vegna þess að menn skildu ekki allir eðli bólumyndunar eða gildi dæmisins.
Sem sagt: Hræið á hólnum er, eins og þú viðurkennir sjálfur, innan við 15000 króna virði og ekki krónu meir. Það er staðreynd. Um það þarf ekkert að deila. Og þessvegna er ég hættur.
2012-03-06 12:41:46
Sænski Sæll valdur

\\\"Nú dettur ein bókanna í drullupoll og verður ónýt. Hvert er þá tjón útgefandans? Hvort er það 4000 krónur eða 500 krónur? Svarið er: Sé þetta síðasta eintakið, og önnur ekki fáanleg, er tjónið 4000 krónur.\\\" Eins og þú hefur sjálfur sagt er verðmætið það sem kemur út úr því, í síðasta sumar höfðu sláturleyfishafarnir kaupendur að þrefaldri og því er þetta sem þú varst að láta frá þér(\\\"Sem sagt: Hræið á hólnum er, eins og þú viðurkennir sjálfur, innan við 15000 króna virði og ekki krónu meir.\\\") í besta falli bull, reikna á tapið í heild sinni, og því stendur fullyrðingin mín um 300.000 enn. Eftir á grunar mig að hú ætti jafnvel að vera enn hærri þar sem ég hafði aldrei reiknað allt inn og alltaf var miðast við lægsta eða meðalverð.

Hin svokallaða kaldhæðni hjá þér er ekki dæmi um bóluna. Bólan kom til vegna þess að fólk A fjöldi fólks borgaði meira fyrir húsin sín en það átti að gera, B þetta sama fólkskuldsetti sig um of og lifði um efni fram og hafði ekkert til vara ef illa færi. Það hvernig ölduáhrifin virka hefur ekkert með bóluna að gera, verðum á fasegnum var haldið uppi af fasteignasölum sem töluðu húsnæðisverðið hærra en innistæða var til og með kaupendur með of greiðan aðgang að lánsfé hélst það uppi. Þegar fólk gat ekki lengur keift á síhækkandi fasteignaverði vegna skorts á lánsfé sprakk sú ósjálfbæra staða sem stemmt hafði í til margra ára.

\\\"Og þessvegna er ég hættur.\\\" af hverju kemur þá með svona, þú ert bógstaflega að biðja um að skotið sé á þig. En það er nokkuð ljóst að við verðum ekki samála um annað en að vera ósamála
2012-03-06 16:19:11
Bunkinn Ég byrjaði að lesa þennan þráð með áhuga en hef nú eiginlega ekki hugmynd hvers vegna ég las hann allan þar sem ég veit varla hver ég sjálfur er eftir þessa lesningu :)

Um hvað voru menn annars að ræða? Hvar er ég? hvað er að gerast? Hringsnýst allt hjá ykkur líka?

Held ég sé farinn í bólið, góða skemmtun

Bunkinn :)
2012-03-11 21:55:56