Fyrirspurn

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
plaffmundur Er einhver hér sem veit eitthvað um skotsvæðið/félagið á akranesi? Vantar að vita eitthvað,því það eru menn að spá,vegna þess að gott er að geta plaffað nokkrar leirdúfur og hafa gaman af félagsskapnum. Svo er annað mál,er hvergi hægt að æfa riffilskotfimi nema í Álfsnesi? Einhver sem veit eitthvað um þessi mál? 2012-07-14 11:50:37
plaffmundur Þetta fór óvart 2x sem það átti ekki að gera. 2012-07-14 11:52:20
dgs http://www.ia.is/vefiradildarfelog/skotfimi/

Getur skotið úr rifli hjá Skotdeild Keflavíkur, SR og SFS (hér á suðvesturhorninu)

http://www.keflavik.is/skot/
http://www.sr.is/
http://www.skot-sfs.is/
2012-07-14 12:33:45
byssur info það er víst ekki mikið um riffilvelli nálægt höfuðborginni.. það er völlur SR á Álfsnesi, völlur skotfélags Keflavíkur við Hafnir og svo er 900m völlur hjá skotfélaginu Grundarfirði, en ef þú vilt skjóta á lengra færi en 200m þar þá verður þú að taka skotmörkin með þér, ekki bara skífuna heldur battann og allt sem honum fylgir þar sem bara er búið að setja upp batta á 100 og 200m. 2012-07-14 13:09:39
plaffmundur Semsagt þarf að fara á álfsnesið....styðst þangað fyrir mig. Vantar meira af góðum riffilsvæðum. Flott að fá þessar upplýsingar :) 2012-07-14 13:23:56
maggragg Erum með 500 metra braut á Skotsvæði Skotfélagsins Skyttur í Rangárvallarsýslu. Skotsvæðið er á Geitasandi, sem er á milli Hellu og Hvolsvallar. Battinn á 500 metrunum er reyndar ekki kominn upp en 100, 150 og 200 metrarnir eru það. 2012-07-14 18:51:18