Á refaslóðum

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
Herbert Sælir.
Það muna sjálfsagt einhverjir eftir því þegar Davíð þór sagði frá því hér að hann hyggðist gefa bókina á refaslóðum eftir Theódór Gunnlaugsson út.
Einhverjir sem höfðu áhuga á að eignast bókina settu sig á lista hjá honum.
Þessi listi á að vera til en eftilvill hafa aðstæður manna breyst síðan þá .
Það varð að samkomulagi að Bjarmaland tæki við verkefninu og kláraði það. En hvað um það bókin er komin út og og verður send Öllum félögum í Bjarmalandi / félagi atvinnumanna við refa og minkaveiðar.
hafi einhverjir aðrir áhuga á að eignast þessa bók sem hefur verið ófáanleg um margra ára skeið, þá geta viðkomandi sent póst á augastadir@emax.is eða einfaldlega hringt í síma 8925052. Upplag er ekki stórt og óvíst hvort það verður um aukningu að ræða, fer að sjálfsögðu eftir viðtökum.
Bókin. bókin er 385 síður og að þessu sinni í vönduðu bandi, en að öðru leiti óbreytt. verð er kr 5000.
kv snorri.
2012-07-14 15:53:06
karig Þetta eru góðar fréttir, ég er með póstlista yfir öll bókasöfn á landinu, það væri kannski rétt að senda þeim línu? Kv, Kári. 2012-07-15 09:50:43
sækópat Gott framtak þetta, löngu tímabært.

Kv. Stefán Jökull.
2012-07-15 18:09:52