Nýja Spjallborðið > Gamla Spjallborðið > Almennt um veiði > tvíhleypa sem hleypir af báðum í einu

tvíhleypa sem hleypir af báðum í einu

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
Bettinsoli Tvíhleypan mín á það til að hleypa af báðum skotunum nánast í einu án þess að ég taki tvisvar í gikkinn, gerist samt ekki á sama tíma en innan við sekúndu samt. Það tekur ansi langan tíma að fá kíkt á hana í umboðinu skildist mér. Byssan er skotin um 1500 skotum í allt, nánast allt 24 gramma leirdúfuskot. Er þetta eitthvað sem er alþekkt og auðvelt að laga eða þarf specialista í þetta? 2012-07-14 23:13:14
gunnso Ég lenti einu sinni í þessu með mína.

Öryggið er notað til að velja hvoru hlaupinu hún hleypir fyrst af. Ertu búinn að skoða hvernig það rennur fram þegar þú tekur það af? Ef að það rennur fram til vinstri hleypir hún (að mig minnir) fyrst af efra hlaupinu. Ef að það rennur fram til hægri hleypir hún fyrst af því neðra. Þegar ég lenti í þessu vildi svo vel til að Jói V. var á svæðinu og hann byrjaði á að skoða þetta - bað mig svo að renna einum pakka í gegn og láta sig vita ef vandamálið væri enn til staðar. Ég hef ekki lent í þessu síðan þá og það var bara í þetta eina skipti.

Hvernig byssa er þetta sem þú ert með?

Mbk.
Kristinn
2012-07-14 23:42:16
gunnso Skjóta hlaupin ekki samtímis hjá þér?
Líður stund á milli?

Mbk.
Kristinn
2012-07-14 23:46:28
Bettinsoli Bettinsoli silver lite,
og það er rétt \"örskotsstund\" sem líður á milli, meira að það finnist en heyrist ;).
2012-07-15 00:02:52
aflabrestur Sæll.
Hefur þú tekið skeftið af og athugað hvort það sé geimslufeiti í lásverkinu?
Rússarnir eru þekktir fyrir þetta þekki það ekki með þessar \"fínni\" byssur, en ég mundi opna þetta og þrífa í drasl með fituhreinsi og smyrja svo létt með góðri þunnri olíu oftar en ekki er þetta gömul hörð feiti eða skítur sem er orsökin.
Var með Toz u/y í vor sem var farinn að dobbla eða bara alls ekki að skjóta, við skoðun hef ég aldrei sé skítugra láshús enda skotinn 12-13 þús skotum eftir góð þrif var hún eins og ný.
kv.
Jón
2012-07-15 12:23:54
Bettinsoli Er skeptinu þá fest skrúfu sem gengur aftur úr láshúsinu? (og farið í hana aftan á skeptinu?). 2012-07-15 17:54:36
Silent boltinn gengur frá lás og aftur með skepti. Losar hann og þá áttu að getað rennt skeptinu af og þá þrifið lásinn vel. 2012-07-15 18:57:34
sverrir Sælir er með eina Bettinsoli falleg byssa búinn að eiga hana í mörg ár hún er best geymd inn í skáp okkar helstu viðgerðamenn hafa reynt við hana nokkrum sinnum, hún er búinn að pluma sig vel inni í skáp. gangi þér vel með þína!!

kv. Sverrir
2012-07-15 19:53:20
Bettinsoli hvað var/er að henni? 2012-07-15 19:58:36
Asgrimur Þá er þetta svokölluð ofur-haglabyssa, eða \"super-shotgun.\"

Mynd: http://i.ytimg.com/vi/zklCgU4Qjaw/0.jpg

Augljóslega mikill gæða-gripur.
2012-07-15 21:31:07
skjóttu gerðist tvisvar hja mer með gömlu tvihleypuna,sló alveg svakalega, sendi hana til Agnars byssusmiðs og fékk hana eins og nyja til baka

kv jakob sem hefur veitt með tvíhleypum siðan hann gat haldið á þeim :)
2012-07-16 00:26:13
joddi Hvaða skot varstu að nota? 2012-07-16 12:33:40
sverrir Sælir ég veit ekki hvað er að þessari byssu fyrir mörgum árum til Agnars hann tók svert fyrir, svo fór hún annað þá kom í ljós að Aggi hefði slátrað henni að innan svo ég varð að kaupa allt nýtt inn í hana, En samt er helvítið ekkert að virka =0)

Sverrir
2012-07-18 12:21:28