Föndur - 870 í camo

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
Iceval Sælir skotbræður og -systur.
Sá nokkra þræði hérna um hvernig á að felulita byssurnar sínar..
T.d; http://hlad.is/forums/comments.php?forumid=2&threadid=197786

...svo ég snaraðist í Byko, fjárfesti í Krylon sandlit og grænum. Hér er Berta mín komin með smá maskara og púður...

Endilega setjið inn myndir af bílskúrsverkefnunum ykkar, felubyrgum og byssum eða af hvaðeina sem þið eruð að dunda ykkur við.
2012-07-15 10:11:35
dgs Helvíti flott. 2012-07-15 10:32:36
bjossi Nu er mikil hætta a að tina byssunni i moanum!!! er þetta plast/ tre skapti.kv jon 2012-07-15 12:07:06
dgs þar sem myndin nýtur sín ekki svona lítil
2012-07-15 20:07:09
Iceval DGS; Takk fyrir þetta með myndina.

Jón; þetta er plastskepti.

Tók byssuna alla í sundur, teipaði yfir \"útskurðina,\" heilsprautaði með ljósa litnum. Setti svo fullt af greinum og stráum yfir (þarf mikið meira en maður heldur í fyrstu..) og spreyjaði svo með grænu frá öllum hliðum.

Kv. Valdi
2012-07-15 21:47:10
plaffmundur Hvað þarf mikið af efnum í að gera þetta? og hvað kosta efnin?
2012-07-16 06:57:39
Iceval Brúsinn af Krylon er ca 1700 kall í BYKO. Kláraði ca. 1 og hálfan brúsa af hvorum lit á Peltor heyrnarhlífar, þessa byssu og aðra sömu gerðar. Sleppur með 3.400kr á eina byssu (og æfingastykki ef maður er ekki vanur spreyari.) Athugaðu að ég notaði bara 2 liti í þessa.

Kv. Valdi
2012-07-16 08:09:14
dgs Þegar ég tók 3 byssur hjá mér þá fór ég með í heildina rétt rúmlega 2 heila brúsa (1 heill og 2 hálfir)

Bætt við: ég notaði grænan sem grunn á tvær byssur og ljósbrúnann (sand) á eina.
Græni kláraðist alveg, brúnn er svona 2/3 eftir og sand er ca. 1/3 eftir.

Fyndna með þetta er síðan að þetta er eins og að kaupa nýjan bíl eða fá sér nýtt parkett, maður sér allt mar og annað sem kemur eftir að maður er búinn að mála.

-Dúi
2012-07-16 18:19:05