Nýja Spjallborðið > Gamla Spjallborðið > Almennt um veiði > Fyrsti tarfurinn sem felldur er 2012

Fyrsti tarfurinn sem felldur er 2012

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
Tarfur 243 Daði Lange Friðriksson felldi fyrsta tarfinn á veiðitímanum 2012. Hann var skotinn á 50 metra færi með Sako 85, 6,5x55, með 120 gr. kúlu.
Tarfurinn var felldur á svæði 6 og leiðsögumaður með veiðunum var Eiður Gísli Guðmundsson.
Með Daða á myndinni er Friðrik Lange faðir hans.
2012-07-15 16:44:25
byssur info fallegur tarfur, en svakalega stutt færi... svona eins og að fara á veiðar í Húsdýragarðinum :P 2012-07-15 17:28:08
AndriFreyr Til hamingju með tarfinn. 2012-07-15 17:40:04
JGK hvað þurfti að skjóta dýrið oft til að fella það? 2012-07-15 17:46:34
jon_m Til hamingju með þetta báðir tveir

Ég vona að það sé í lagi að ég deili henni á síðunni minni, alltaf gaman að flottum myndum og góðum sögum.
http://www.facebook.com/hreindyr

Jón M
Fossárdal
2012-07-15 17:53:39
sækópat Til hamingju með tarfinn.

Kv. Stefán Jökull
2012-07-15 18:07:32
Tarfur 243 Það þurti nú bara 1 skot
tarfurin vóg 100 kg
2012-07-15 18:28:01
maveric Dæginn

Til lukku með þetta. Hef sjálfur notast við sömu stærð á kúlu í minn 6,5 55 með ágætis árangri.

KV M
2012-07-15 19:55:58
deadlydecoys Hvaða kúlugrerð 120 bt eða ? 2012-07-15 21:00:33
Haglari Voða finnst mér innleg frá tveimur mönnum hérna fyrir ofan ósmekkleg

Þetta er flottur tarfur og óska ég veiðimanni til hamingju. Veiðar eiga að snúast um að fella dýrið á sem mannúðlegastan máta sama hvað færið er langt eða stutt. Það að ná að fella dýrið í einu skoti er eins og best verður kosið.

Sömuleiðis óska ég veiðimönnum sem eru að halda á veiðar þessa dagana góðs gengis. Endilega deilið myndum ef þið getið og veiðisögur eru alltaf skemmtilegar.

Kv.
Óskar Andri
www.oskarandri.com
2012-07-15 21:07:01
byssur info Voðalega hefurðu lítið álit á sportveiði Óskar Andri.. þegar borgað eru 300þ fyrir 50kg af kjöti þá verður maður að fá eitthvað meira útúr veiðinni en að labba að dýrinu og aflífa það.. þá er alveg eins hægt að kaupa kjötið í Hagkaup...

það er lítið mál að fella hreindýr á mannúðlegan máta á 3-400m án nokkurra vandamála.. nánast allir sem skjóta 500+ skotum á ári fara létt með það.
2012-07-15 21:18:37
gummia til hamingju með tarfinn 2012-07-15 21:19:18
Haglari byssur info

viltu vinsamlegast benda mér á það hvar í innlegginu mínu sagði ég skoðun mína á sportveiði?

Kv.
Óskar Andri
2012-07-15 21:28:00
Mighty mouse Kæri byssur info

Farðu nú að stanga úr tönnum þér rassgarnarenda merarinnar sem þú ert að éta.

Fýluna leggur hér yfir alla, þegar þú onar munnin hér á vefnum.

Mighty
2012-07-15 21:37:12
Klaufi Sælir og takk fyrir þetta
Jú færið var stutt en það er ástæða fyrir því.
Keyrt var og gengið upp í og kostaði það talsverðann svita. Tarfarnir sáust neðan frá dalbotni. Þegar við komum loksins upp þá höfðu þeir gengið suður með brúninni og þegar við vorum efst í skarðinu þá sjáum við hvar þeir koma röltandi beint á móti okkur. 14 st. 5-6 fallegir tarfar en svo skuddar með.
þeir koma röltandi á móti okkur. Svo þegar þeir koma í svona 50-80 m færi þá stoppa þeir og fara að snudda og bíða. Svo var skotið, það má segja að þarna hafi bráðin komið til veiðimannsins en ekki öfugt. Eitt skot dugði.

Málið er að það er ekki eingöngu að fella dýrið sem er skemmtilegt, mun skemmtilegra er að leita, finna dýr, berjast með það niður, ganga og vera í góðu veðri, fallegu landslagi og í góðum félagsskap. Ef ég vil finna spennu á veiðum þá fer ég á refaveiðar. Þær eru krefjandi.

Að lokum vil ég þakka Eiði Gísla fyrir frábæra leiðsögn, skemmtilegan og ógleymanlegan dag (nótt). Frábær í alla staði og ég hvet alla sem vantar leiðsögn að hafa samband við hann. Hann er fær á sínu sviði enda er árangurinn eftir því í þetta skiptið þó óneitanlega hafi verið smá heppni sem fylgdi með. Gaman að geta þess að spaðinn framan á tarfinum var 42 cm á hæð.

Þeir veiðimenn sem eiga eftir að fella óska ég góðs gengis
Kv Daði Lange
2012-07-15 21:47:04
byssur info það var gott að þú fékkst smá ævintýri útúr þessu, alveg nauðsynlegt að fá góða útivist í góðum félagskap, Því ekki fær maður mikið útúr því að kreista gikkinn í sekúndu.... 2012-07-15 21:51:41
Sauer202
Sæll Daði

Til hamingju með tarfinn magnað hjá þér að komast í svona gott færi,
hvaða kúlugerð varstu með.
2012-07-15 21:54:53
Veiðinn Til hamingju með þetta, vel að verki staðið.

Vegna fullyrðinga að ofan er rétt að benda á að ábyrgir veiðimenn leika sér ekki að bráðinni og allt annað að skjóta pappaspjald á mörg hundruð metra færi en lifandi dýr sem getur hreyft sig án nokkurs fyrirvara með, líkurnar á ömurlegum afleiðingum aukast mikið eftir því sem færið lengist.
2012-07-15 21:59:20
KRA Glymur hæst í tómri tunnu..og það á sannarlega við í þessu sambandi við byssurinfo.
Sennilega aldrei geta fellt eitt eða neitt sjálfur.
2012-07-15 22:48:15
BC Til hamingju með myndarlegan tarf og að komast í svona gott færi. Vona að fleiri munu deila myndum og sögum hér.
PS.
Spurning hvort ekki sé tímabært að stofna nýjan flokk hér á Hlað-vefnum fyrir þá sem vilja og þurfa að eiga í deilum. Þá þurfa þessi leiðindi ekki að skemma annars skemmtilega þræði.
Kv.
BC
2012-07-15 23:28:47
plaffmundur Þetta er gaman að sjá,góð mynd af ykkur með bráðina. Svo hafið þið haft góðan gæd með ykkur,hann Eið :) 2012-07-16 00:36:16
bmgeisli til hamingju með tarfinn

flott mynd

magnað hvað byssuinfo er bitur gaur hann þarf að fá sér eitthvað við þessari minnimátar kennd .
2012-07-16 08:04:59
25-08AI
\"Voða finnst mér innleg frá tveimur mönnum hérna fyrir ofan ósmekkleg

Þetta er flottur tarfur og óska ég veiðimanni til hamingju. Veiðar eiga að snúast um að fella dýrið á sem mannúðlegastan máta sama hvað færið er langt eða stutt. Það að ná að fella dýrið í einu skoti er eins og best verður kosið. Óskar Andri. \"

Þessu er ég algerlega sammála.


\"Málið er að það er ekki eingöngu að fella dýrið sem er skemmtilegt, mun skemmtilegra er að leita, finna dýr, berjast með það niður, ganga og vera í góðu veðri, fallegu landslagi og í góðum félagsskap. Daði Lange \"


Þetta er nákvæmlega það sem hreindýraveiði gengur út á og þeir sem halda öðru fram ættu að snúa sér að einhverju öðru.

Bergur Arthursson


2012-07-16 10:10:42
Silfurrefurinn Þegar kemur að því að telja kílóin af kjöti á diskinn er spurt hversu vel dýrið var skotið en ekki af hve mörgum metrum. Svona umræða er fáránleg. Það eru til svæði þar sem menn geta skotið á tíkall af hundruðum metra og til þess eru þau.

p.s einu skiptin sem ég hef bakkað til að vera í lengra færi er á rjúpu, þar getur maður lent í því að skjóta sér rjúpusúpu ef færið er of stutt :)
2012-07-16 10:46:16
Benni Víðast hvar í heiminum telst það veiðimanni til hróss að komast sem næst bráðinni og er merki um góðann veiðimann og leiðsögumann.
Að ná fallegum tarfi á 50 metra færi er bara magnað og óska ég ykkur til hamingju með veiðina.

2012-07-16 12:49:52
Benni H hahahahaha, þú hefur þó hitt hann á þessum 50m, það telst nú gott :)
Þetta er samt mjög fallegur tarfur. Til hamingju.
Þú heyrir í mig við tækifæri, fleiri tófur fallnar og fleiri fréttir

Kv
Benni Auðnum
2012-07-16 18:47:48
Jóhannes Héðinsson Flottir feðgar!

Þið munið svo bara næst að smala dýrunum lengra í burtu svo kjánunum á Hlað vefnum finnist þið vera meiri hetjur að taka dýrið á lengra færi. - eða sleppið því.
2012-07-16 22:21:51
Pro-fin Mæli sterklega með honum Eiði Gísla sem gæd, hef farið nokkrum sinnum á hreindýr og var hann yfirburða besti gædinn sem ég hef haft.

Náðum dýrinu örugglega og skellti Eiður því á herðar sér og hélt á því í bílinn.

Alvöru maður á ferð sem þekkir svæðið og dýrin vel.

Kv. Víðir Jónsson
2012-07-16 23:00:01
glámur Það er lítið mál að fella hreindýr á 300 -400 metrum fullyrðir einn, sem skrifar hér að framan. Menn eru góðir með sig. Honum fannst greinilega færið full stutt fyrir sig og aðra ámóta snillinga. En hvað hefði þessi mikla skytta gert, ef hann hefði sjálfur lent í að fá slíkt færi á stórum tarfi? Sennilega gengið 300 -400 metra í burtu til að fá færi við sitt hæfi. Mér finnst alveg óþarfi að hæðast að mönnum, sem gengur vel á veiðum og benda þeim á að fara heldur í húsdýragarðinn. Ef til vill á þetta að vera grín. En ég óska veiðimanninum til hamingju með að fella fyrsta tarfinn á tímabilinu, og það engan smá tudda. En samkvæmt niðurstöðum úr skotprófinu eru margir, sem verða að láta sér linda að vera ekki í hópi þessara 400 metra snillinga.
Mbk. Gl.
2012-07-17 14:31:17
Stavros Milos Já flottur tarfur og snyrtilega gert. Dálítið súr vínber fyrir marga af bekk-pressu skyttunum. 2012-07-17 15:10:39
byssur info éf hefði sennilega neyðst til að labba lengra í burtu ef tarfurinn væri 50 metra frá mér.. held að sjónaukinn hjá mér nái varla að fókusa á svo stuttu færi og stækkunin of mikil þannig að ég sæi bara lítin hluta af dýrinu í einu...

fyrir utan kjötskemdirnar sem verða þegar dýrið lendir fyrir 230gn kúlu úr .300 win mag... vill að kúlan sé aðeins farin að hægja á sér þegar hún lendir í dýrinu....
2012-07-17 18:01:08
valdur Alveg er það ótrúleg andskotans forsmán að til séu menn, og halda að þeir séu veiðimenn, sem telja að lifandi verur séu skotskífur. 2012-07-17 19:41:49
gunnso \"Alveg er það ótrúleg andskotans forsmán að til séu menn, og halda að þeir séu veiðimenn, sem telja að lifandi verur séu skotskífur.\"

Ég er sammála þessu. Þessi maður sem glymur í hér á þessum þræði hefur áunnið sér mikla skömm í stað virðingar.

Mbk.
Kristinn
2012-07-17 22:17:43
gunnso Fallegur tarfur!

Mbk.
Kristinn
2012-07-17 22:18:11
eoe877 Til hamingju með fallegan tarf!

Kv Eyþór
2012-07-18 12:09:49
byssur info merkilegt að það séu sömu mennirnir sem eru að væla yfir skotprófunum sem eru að væla hérna... sennilega sömu aularnir sem eru að falla á skotprófunum og gætu ekki hitt hreindýrið á 5 metra færi þó það væri bundið..

við hinir sem getum tekið þetta skotpróf án nokkurra vandamála á færum frá 50-500m með sömu skífustærð viljum að sjálfsögðu hafa veiðina krefjandi, að skjóta dýr með riffli á 50m er ekki veiðiskapur í mínum augum heldur slátrun, öðru máli gengdi ef þetta væri skotið með boga og örvum, þá væri þetta spennandi veiðifæri.
2012-07-18 21:27:24
Hafst1 Er það meiri \"veiðiskapur\" að skjóta dýrið á 500 metrum en 50? Er ekki í lagi? Er þá rjúpnaveiði ekki veiði? Þar eru nú metrarnir bara taldir í tugum en ekki hundruðum og snýst um að komast að fuglinum án þess að styggja hann.

Ég hef aldrei farið á hreindýraveiðar, en finnst það einhvernveginn að mesta sportið við þetta væri að leika á dýrin og komast nálægt þeim. Þarna tókst það all svakalega. Get rétt ýmindað mér adrenalinið við að liggja 50m frá hjörð og reyna að hafa það hljótt um sig svo þau styggist ekki.
2012-07-18 21:45:33
gunnso Var opið lengur í mjólkurbúðinni í Mjódd í dag og var eitthvað tilboð í gangi sem fellabúinn gat ekki staðist? A.m.k. getur ekki verið að ódrukkinn einstaklingur hafi látið frá sér slíka óverjandi vitleysu um veiðiskap á þessu fína spjallborði. Það hlýtur að koma tilkynning í öllum betri fjölmiðlum á næstunni þar sem viðkomandi lýsir orð sín dauð og ómerk sökum ölvunar.

Mbk.
Kristinn
2012-07-18 22:20:38
25-08AI Hvað hefur þú veitt mörg hreindýr Byssur info ?

Að gefnu tilefni vil ég áminna þig um sannsögli því þetta er hægt að staðfesta hjá umhverfisstofnun.

Eins og fram kemur hér hjá öðrum þá er augljóslega meiri veiðiskapur að komast að hreindýri í 50 metra fjarlægð heldur en 500 metra. Vera má að erfiðara sé að skjóta hreindýr á 500 metrum heldur en 50 metrum en ef þetta er spurning um að sýna og sanna hvað menn eru góðar skyttur þá vil ég benda á það að til þess eru skotmót haldin. Þar eru meira að segja fleiri en einn til frásagnar sem geta staðfest árangurinn.


Bergur Arthursson
2012-07-19 08:56:23
byssur info ekki veit ég hvernig þú ætlar að staðfesta hversu mörg dýr ég hef skotið hjá umhverfisstofnun.. aldrei hef ég séð starfsmann frá þeim fastann við þau hreindýr sem ég hef skotið !

ég skaut mitt fyrsta dýr 1980 og nokkur árin þar á eftir, var ekki nema 8 ára þegar ég skaut mitt fyrsta dýr, það var ekki skráð há UST frekar en önnur dýr sem ég hef skotið, en UST var ekki byrjuð að skipta sér svona mikið af hreindýraveiðum á þeim tíma sem ég var að veiða, á þeim tíma áttu bændur á austurlandi rétt á að skjóta dýr ef hreindýrin gengu um þeirra land og nýttu það til beitar.

hef líka skotið seli í tugatali, síðast fyrir nokkrum dögum síðan og þá tók ég nokkra, lengsta færið 540m mælt með Zeiss rangefinder.

aldrei hef ég þurft að skjóta skoti 2 á sama dýrið, þau hafa öll fallið í fyrsta skoti.
2012-07-19 21:32:59
Mighty mouse Sæll byssur info og til hamingju.

Þú átt án efa metið hér á Hlaðvefnum................

.......í monti og sjálfshóli.

Mighty
2012-07-19 21:40:31
byssur info ef eitthvað á að gera þá á að gera það vel, sama hvað það er.

menn sem eru hálfdrættingar í veiði og nenna ekki að æfa sig eiga bara að sleppa því að veiða, á bakvið hverja veiðiferð eiga að liggja að lágmarki 500 skot a æfingum sem hittu í mark, ég er langt yfir því marki.
2012-07-19 21:44:07
Hafst1 \"ef eitthvað á að gera þá á að gera það vel, sama hvað það er.\"

ljosmyndakeppni.is
Avg vote recived: 4.6135

Ok Daníel. Vel gert.
2012-07-19 23:30:53
rjupur. Jæja, ég held að Danni Sig sé búninn að sýna það að ef að hann er með veiðileyfi þá á að taka það af honum.
Menn eins og hann eiga bara að skjóta á pappa ??? og það er jafnvel spurning hvort að hann eigi að vera með byssuleyfi hann er allavega búinn að sýna það hér að hann er stórskemdur
2012-07-19 23:37:47
Benchrest Forever Ágæti Daði Lange Friðriksson.

Ég er ekki hreyndýra veiðimaður, en ég er lax veiðimaður
og veit þess vegna að fyrsta veiðin er sérstök!
Og að hafa pabba sinn með..algjör forréttindi!
Til hamingju með glæstan feng ágætu feðgar.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
P.s. Ekki láta undarlega pósta frá einum aðila skemma
fyrir ykkur feðgum ánægulegar stundir.
Til þess er lífið allt of stutt
2012-07-20 00:59:26
25-08AI Og ég sem hélt að Munchausen yrði ekki toppaður sem lygari. 2012-07-20 01:06:45
byssur info þið eruð nú meiri bjálfarnir, spurning um að þið skiluðuð inn byssuleyfunum ykkar ef þið kallið það veiði að labba að belju og skjóta hana...

hreindýr eru ekkert annað en kúastofn, utan veiðitíma er lítið mál að labba mjög nálægt hreindýrahjörðum og sjást þau oft heima á hlaði á mörgum sveitabæjum. að skjóta dýr á 50m og halda að það sé eitthvað afrek að komast svona nálægt sýnir það einfaldlega að viðkomandi er ekki alinn upp í sveit.

ef veiðimaður getur ekki fellt dýr á allt að 500m með nokkurri vissu þá ætti að svipta þann veiðimann leyfinu til að skjóta á dýrin og senda hann á skotsvæðin til æfinga.

og Bergur halt þú þig bara við flöskuna og láttu lyklaborðið vera, þú ert búinn að lýsa því yfir að þú getir ekki tjáð þig hér nema vera fullur, kannski þú ættir að skella þér í meðferð eða skila inn byssuleyfinu, því vín og byssur fara ekki saman eins og þú veist best sjálfur...
2012-07-20 08:42:13
25-08AI Enn ein lygin hjá þér Daníel en það kemur svo sem engum á óvart.

Ég sagði að enginn heilvita maður segði slíkar upplognar frægðarsögur af sjálfum sér eins og þú nema með áfengi um hönd við varðeldinn í veiðiferðum þegar sögur flæða lipurt.

Eða var þetta ef til vill ekki lygi hjá þér heldur greindarskortur sem var þess valdandi að þú skildir ekki það sem sagt var.

Hvort sem er þá er niðurstaðan sú sama og margir hér inni hafa komist að en það er að þú ert alvarlega og varanlega skemmdur.

Með þessum orðum lýkur mínum svörum eða afskiptum af þér hvort sem er hér eða annars staðar. Þín skrif hér og þú sjálfur ert á það lágu plani að þú ert ekki svara verður.


Bergur Arthursson
2012-07-20 09:51:03
byssur info það var kominn tími til að þú hættir að væla í mér, maður sem er svo léleg skytta að þú hittir varla blaðið á 100m og dregur þig úr keppni afþví að þú þorir ekki að keppa við þá sem mæta á skotsvæðið og æfa sig en leyfir þér samt að rífa kjaft við alla og væna þá um lygar því þeir geta eitthvað semþú ert ófær um.. hvort sem það er sökum áfengis eða bara hæfileikaleysis....

þó að þú sért léleg skytta þá áttu ekki að væna aðra um að vera það, ég tel mig enga súper skyttu en ég æfi mig vel og hitti því vel þau skipti sem ég tek í gikkinn, ég tek ekki í gikkinn nema vera nokkuð öruggur á því að hitta og því gengur mér vel í veiði

og ég hef ekki verið með neinar hetjusögur, bara einfaldar staðreyndir um veiðar og yfirleitt eru nóg af vitnum sem geta staðfest þær.
2012-07-20 11:06:20
byssur info Hafs1. hvað heldur þú að einkunn á ljósmyndakeppni hafi að segja um ljósmyndahæfileika mína ? þessi einkunn er byggð á nokkrum keppnum sem ég tók þátt í á meðan ég var að byrja að taka myndir..

og meðaleinkunn allra notenda er undir 4.0 svo ég er vel yfir meðaltalinu...
hér er td. mynd eftir mig sem hefur hlotið nokkur verðlaun erlendis ásamt því að hafa verið keypt af mér fyrir mjög stóra upphæð.

mun meira lýsandi fyrir það sem ég er að gera í ljósmyndun...

2012-07-20 11:25:46
Krusty Flottur tarfur og flott skotinn Daði!

Daníel annað eins kjafta bull hefur ekki sést á opnum vettvangi, þú er greinilega haldinn stórmennsku og minnimáttakennd á háu stígi og þarft hjálp!
2012-07-20 12:19:16
byssur info hvernig er það hægt ? stórmennskan og minnimáttarkenndin eru sitthvor endinn á sjálfsálitsskalanum... hingaðtil hafa menn verið á öðrum hvorum endanum eða þar á milli en ekki báðum...

þeir sem skjóta minna en 5000 skotum úr riffli á ári geta sleppt því að tjá sig, þið vitið ekki hvað það er að kunna að skjóta....
2012-07-20 12:34:56
valdur Þessi umræða snýst ekki um skotfimi eða hvort menn geta hitt á þessu færinu eða hinu eða hvort þeir hafa skotið 4987 skotum á sl. ári. Hún snýst um siðferðið sem birtist í því að vilja skjóta á lifandi dýr á sem lengstu færi til að fá smá spennu í skotið; hitti ég vel og felli dýrið eða hitti ég ekki og slasa það? Flestir hugsandi menn hafa óbeit á slíku siðferði, sem betur fer, en til eru þeir sem telja að enginn í veröldinni hafi tilfinningar nema þeir sjálfir.
Slíkir láta sér í léttu rúmi liggja þjáningar annarra og álíta að samlíðun stafi af aumingjaskap. Verður þannig hver að fljúga eins og hann er fiðraður.
2012-07-20 16:54:49
Hafst1 Daníel. Þú sagðir sjálfur \"ef eitthvað á að gera þá á að gera það vel, sama hvað það er.\"

Meðaltal síðasta árs á ljósmyndakeppni hjá þér er 3,931 sem er þá undir meðaltali síðunnar.

Það geta allir asnar náð góðu skoti í ljósmyndun. Meira að segja ég með 70 þús króna myndavél hef selt mynd.
2012-07-20 18:03:55
byssur info hvað ertu að velta þér uppúr ljósmyndakeppni.. Þessi vefur snýst um skotfimi og veiðar, vældu á ljósmyndakeppni ef þú hefur svona mikla þörf fyrir því... fyrir utan það að ljósmyndakeppni.is er ekki nothæfur mælikvarði þar sem þetta er áhugamanna vefur en ekki vefur listmenntaðs fólks sem kann að meta ljósmyndir. svona eins og garðyrkjumaður sé fenginn til að meta kökuskreytingar í keppni...


og Valdur þetta er akkúrat munurinn á þeim sem æfa sig og þeim sem gera það ekki.. ég veit þegar ég tek í gikkinn að dýrið fellur einfaldlega afþví að ég hef tekið nákvæmlega sama skotið 100x áður, hinsvegar lenda þeir sem ekki æfa sig í því að hafa ekki skotið í þeim aðstæðum sem þeir eru í við veiðar, td. meiri hliðarvindur en þeir hafa áður skotið í, snjókoma eða eitthvað annað sem þeir kunna ekki að reikna með þegar miðað er á dýrið.

með því að skjóta 1-200 skotum á viku allar vikur ársins þá er maður nokkuð vanur öllum þeim veðrum sem komið geta og búinn að læra að reikna með því, og því hittir maður á réttan stað og fellir dýrið.

og vegna þess að ég æfi mig allt árið þá finst mér orðið allt of auðvelt að skjóta á 100-300m og finst það ekki skemmtilegt færi á veiðum nema bráðin sé því minni.. minkar oþh. og þegar dýrin eru á stærð við belju þá vill ég lágmark 300m...
2012-07-20 18:14:26
valdur „..ég veit þegar ég tek í gikkinn að dýrið fellur einfaldlega afþví að ég hef tekið nákvæmlega sama skotið 100x áður,...“
Því miður er þetta misskilningur. Þú hefur ekki hugmynd um það fremur en nokkur annar. Grundvallarmunurinn á dýri og skotskífu er sá að dýrið getur hreyft sig frá því tekið er í gikkinn og þar til kúlan kemur þangað sem það er, eða var. Um þetta eru svo mörg dæmi að það þarf ekki einu sinni að rífast um það og skiptir engu hversu góð skyttan er. Þetta mál snýst um siðferði en ekki skotfimi.
Svo má vitaskuld spyrja: Telji skyttan sig óskeikula hvers vegna þarf hún þá langa færið? Er það ekki jafn öruggt og það stutta? Hefur þá einhvern tilgang að teygja úr því? Fyrir hinn óskeikula er væntanlega 600+ jafn dauflegt og 50 metrarnir. Er ekki tilfellið að það að vilja skjóta á 300 metrum hið minnsta kemur með smá spennu inn í dæmið? Og sú spenna hlýtur að stafa af því að inn læðist möguleiki á að hitta illa eða ekki með hættu á að valda ónauðsynlegum þjáningum? Maður sem veit að dýrið fellur getur ekki fundið til aukinnar veiðigleði verði færið lengra? Eða hvað?
2012-07-20 19:22:02
byssur info þegar þú ert að skjóta á undir 300m þá þarftu ekkert að spá í veðri og vindum, þú hefur ca 20cm svæði sem þú þarft að hitta og það er ekki mikið mál fyrir þá sem kunna að skjóta, þó það sé hávaða rok þá færist kúlan ekki útfyrir þessa 20cm, það er hinsvegar nauðsynlegt að fara að spá í þessum hlutum á lengra færi, ef maður veit hvað maður er að gera þá hittir maður alveg jafn vel á 500m og óvanur maður gerir á 100m.

fyrir mér snýst veiðin ekki bara um að fella dýrið heldur um allar pælingarnar í kringum skotið sjálft, kúluferilinn, vindinn, hvort verið sé að skjóta upp eða niður brekku, áhrif hitastigsins á hleðsluna ofl.

þetta er eins og fyrir stærðfræðinga.. af hverju ættu þeir að nenna að reikna 2+2 dæmi ef þeir geta fengið dæmi með 10 liðum sem gera meiri kröfur til þeirra ? jafn færir að reikna bæði dæmin og útkoman alltaf rétt en skemmtunun er bara miklu meiri þegar nota þarf hausinn en ekki bara puttann...
2012-07-20 21:27:58
Benchrest Forever Ágæti Daníel Sigurðsson.

Mér finnst þú tala full digurbarkalega.. svo vægt sé til orða tekið!
Vissir þú að Bergur Arthursson hefur náð bestum árangri
allra BR skotmanna á Íslandi frá upphafi?
Hann hefur bæði skotið minnstu staka grúppu í alvöru
keppni (bakkerar í notkun) 0.091 og minnsta agg. um .1800!!!!!
Þetta agg. myndi færa Bergi sigur í 85 - 90% allra móta
í heiminum í dag. Þetta er bara staðreynd sem auðvelt er
að sannreyna með lestri á netinu.
Hvað fær þig að vera með þessar dylgjur í garð Íslandsmeistara í skotfimi?
Það er virðingarvert að þú sért að æfa þig...æfingin skapar jú meistaran.
En þú átt langt í land að nálgast getu Bergs Arturssonar!
Þú þekkir ekkert til okkar Valdimars, Bergs eða mín.
Þegar við vorum yngri menn skutum við tug þúsundum skota.......
ár eftir... ár eftir....ár eftir...ár.....úr hinum ólíkustu kalíberum.
Að læra að skjóta er svolítið eins og að læra að hjóla...sumir ná þessu
aðrir ekkki. Ég er alls ekki að tala um þig Daníel í þessu sambandi,
heldur almennt.
Þú þarft að læra að temja þér hógværð og að bera virðingu fyriri mönnum sem
standa þér langt um fram í getu...í þessu tilfelli í skotfimi.
Ef þú gerir það gætirðu jafnvel eignast vini sem væru til í að leiðbeina þér.
Þetta andrúm sem þú skapar með þessum póstum þínum er ekki að hjálpa
þér nokkurn skapaðan hlut.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
Sem er að gæta tveggja lítilla demanta, ups!!
nú er önnur þeirra vöknuð og pelinn óklár!!!
P.s. Daníel, mér finnst myndin þín vera listaverk! Mjög falleg.


2012-07-21 00:53:02
stan Daníel, þú gortar þig af því að hafa aldrei þurft fleiri en eitt skot til að fella dýr. Þetta á vafalítið við um marga hreindýraveiðimenn á Íslandi en segir manni lítið annað en að þeir hafi skotið fá dýr. Það er bara þannig að að sá sem hefur ekki klikkað á skoti hefur einfaldlega ekki skotið mörg dýr. Það klikka allir einhvern tímann, sama hversu góðir þeir telja sig vera. 2012-07-21 01:11:57
byssur info Sæll Magnús

Vera má að Bergur hafi verið góður í eina tíð, en ég hef bara ekki séð það síðasta árið sem ég hef verið að skjóta hjá SR.
Hvað varðar að eignast vini í sportinu þá er það alltaf gott, en sem betur fer velur maður sér vini..
Virðing er áunnin, ég ber ekki virðingu fyrir fólki sem á hana ekki skilið, ég kem vel fram við alla við fyrstu kynni, ef sú framkoma er ekki gagnkvæm þá verður það ekki endurtekið, og að ég fari að bera virðingu fyrir einhverjum bara afþví að viðkomandi á að vera góður í að skjóta í mark þá virkar það ekki svoleiðis.. ef persónan er rotin og viðbjóðsleg í framkomu í minn garð þá skiptir engu hversu vel viðkomandi gat skotið fyrir 30 árum síðan, viðkomandi mun aldrei ávinna sér mína virðingu.

Þegar menn rengja allt sem ég segi og væna mig um lygar þá er ekki von á góðu frá mér, ég hef alltaf lagt mig fram um að gera vel í öllu sem ég geri og heiðarleiki hefur alltaf verið í fyrirrúmi hjá mér.

ég hef aldrei sett heimsmet í skotfimi, en ég er ekki að rengja þau heimsmet sem sett hafa verið og væni ekki heimsmeistarana um að vera að ljúga því að þeir hafi sett sín met, ekki frekar en að ég rengi það að Bergur eigi að hafa verið sá besti á Íslandi í Benchrest..

en met eru til að fella þau, það mun koma sá tími að ég felli metin hans Bergs, hvenær það verður er óvíst en ég reikna með innan 3-4 ára....
spurning hvernig framkoman í minn garð verður þá ???
2012-07-21 09:47:58
Mighty mouse Hátt hreykir heimskur sér.

Mighty. ;-)
2012-07-21 11:33:55
byssur info og þú virðist heimskastur af öllum mýsla... þorir ekki einusinni að koma fram undir nafni.. þvílíkur aumingjaskapur.. hefur örugglega verið sá sem lagði alla í einelti í grunnskóla vegna eigin minnimáttarkenndar..... 2012-07-21 11:57:45
Kló Ef menn ætla að skjóta hreindyr á 500m+ verða þeir að geta skotið betur enn
29,9mm grúpu á 100 metrum

http://www.sti.is/Urslitmota/Bench%20Rest/SR%20%C3%81RAM%C3%93T%20RIFFILL%202011%20LOKASTA%C3%90A.pdf
2012-07-21 14:07:39
byssur info lítið mál að skjóta betur en 29mm grúppur, það var hvergi fáanleg rétta kúlan þegar þetta mót var haldið og því var ég að skjóta með kúlu sem hentaði ekki mínum riffli.

með réttri kúlu hef ég tekið .185\\\" grúppu á 200m úr þessum riffli.

hef einnig tekið 1.47\" grúppu á 500m
2012-07-21 14:18:06
Mighty mouse Hæst bylur í tómri tunnu.


Mighty . ;-) ....sem hélt að meistari Danni hitti allt með hverju sem er og léti ekki smámuni eins og einhverjar kúlur hefta sig. ;-)
2012-07-21 15:48:56
byssur info enda ekki lítið sem glymur í þér mýsla, það liggur við að maður þurfi eyrnahlífar þegar maður les innleggin frá þér....

ég ræð ekki miklu um það hverju rifillinn vill skjóta, prófaðu að skjóta 150gn kúlu úr .243 og sjáðu hvað gerist... nokkuð viss um að þú myndir ekki einusinni hitta battann...
2012-07-21 15:50:43
Mighty mouse Kæri Danni.

Það er gaman að heyra að innlegg mín ná til þín.

Svo er aftur spurning hvort þú skilur.....áður en skellur í tönnum.

Mighty :-)
2012-07-21 15:52:13
byssur info skil ekkert af því sem þú segir, enda legg ég mig ekki fram við að skilja teiknimyndapersónur...

komdu fram undir nafni eins og flestir aðrir hérna og þá getum við rætt málin !
2012-07-21 15:53:23
Mighty mouse Nú er fokið í flest skjól þegar ofurmennið skilur ekki eins enfaldar persónum og teiknimyndapersónur, sem þó eru skapaðar til að ungbörn skilji. :-)

Ertu nú að finna þér rök Danni til að flýja af hólmi?

Ekki hefur þú verið að skrifa hér undir nafni og iðulega læðst inn á spjallið aftur undir nýjum notendanöfnum eftir að hafa verið útilokaður vegna skorts á háttvísi þegar allir hafa verið búnir að fá upp í kok. ;-)

Mighty....sem treystir sér til að skjóta og hitta mjólkurfötu á 100 metra færi og geri Danni betur í raunheimum ef hann getur. ;-)

2012-07-21 16:02:12
Haglari byssur info

Á meðan að þú talar niður til þeirra sem fella dýr á öruggum færum og gerir lítið úr þeim af því að þér finnst afrekið þeirra svo lítið, þá ertu ekki að fara að vinna þér inn neina virðingu. Sama gildir þegar að þú talar niður til manna sem eru ekki jafn góðir og þú á skotvellinum. Með þessari framkomu vinnur þú þér ekki neina virðingu þótt að þú jafnir eða sláir út öll íslendsmet sem til eru í skotfimi.
Ég vona að þú áttir þig einn daginn á þessu. Ég vill þér ekkert illt, ég er bara ekki með nokkru móti sammála þínum sjónarmiðum á skotveiði/sportbeiði.

Kv.
Óskar Andri
www.oskarandri.com
2012-07-21 16:13:47
byssur info ég tala ekki niður til manna nema þeir hafi áunnið sér það fyrst með því að sýna mér vanvirðingu og dónaskap, það að mér fyndist 50 metra færi vera lítið hafði ekkert með veiðimanninn að gera, hann fékk þó dýr þetta árið sem er afrek útaf fyrir sig.. ég er nr.150 á biðlista...

ég hef skotið hjá SR í rúmt ár og aldrei hef ég lent í deilum við nokkurn mann á skotsvæðinu, ég hef meirasegja rætt við Magnús og Berg í mesta bróðerni og ekki var neinn fjandskap að sjá á þeim þar, þessi illindi virðast eingöngu bundin við þennan vef.

einnig hef ég hitt marga hérna og veitt með þeim, unnið fyrir marga og veitt mörgum góð ráð og fengið góð ráð frá mörgum góðum mönnum, aldrei hafa neinar deilur átt sér stað við þá einstaklinga, sumir þeirra koma samt fram hérna undir dulnefni og veit ég að sumir þeirra deila mikið á mig hérna en þykjast vera voða góðir þegar þeir hitta mig og halda að ég viti ekki hver er á bakvið dulnefnin...

2012-07-21 19:21:56
Benchrest Forever Ágæti Daníel Sigurðsson.

Hvar og hvenær hefi ég verið með illindi í þinn garð?
Eða í garð nokkurs manns eða konu hér á þessum
ágæta spjallvef?

Vertu svo vænn að benda mér á þau tilvik, því þá
vil ég endilega bæta þar um.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.
2012-07-21 21:22:14
byssur info þú hefur nú oftast verið ágætur Magnús, man helst eftir leiðindum frá þér kvöldið eftir SR mótið, man bara ekki í hvaða þræði það var til að vísa á það...

2012-07-22 00:56:27
Silent Ég er nú ekki vanur að blanda mér í þetta bull sem virðist verða í öllum þráðum sem dan sig tjáir sig á, en Danni þú segist ekki tala niður til manna sem sem hafa ekki áunnið sér það.
Ég man ekki til þess að Tarfur 243 eða Daði Lange Friðriksson hafi talað niður til þín hingað til. Og þú kemur með svona aula húmor koment á veiðina þeirra.
Ef menn hafa ekkért gott að segja um svona af hverju þá að vera að segja eitthvað vitandi að það verði heill haugur af leiðindum útaf því og skemmir allan þráðinn.

Kv Atli S
2012-07-22 11:11:38
byssur info það er eitt að koma með einhver aulahúmor eins og þú kallar það, allt annað að fylla þráðinn af leiðindum.. leiðindin koma frá ykkur en ekki mér, ef þið hefðuð ekki farið að setja útá mig og væna mig um lygar í þræðinum þá hefði ég aldrei þurft að svara aftur.. 2012-07-22 14:03:22
Silent Ef að menn vilja fá virðingu þá ættu þeir að koma framm af virðingu við aðra. Og hvað áttu við Ykkur, ég hef aldrei persónulega gert einhverja aðför að þér fyrr en núna því mér finnst þetta vera komið út fyrir öll eðlileg mörk.

Þér finnst ekki gaman þegar menn koma með aula húmor á þinn kostnað hvort sem er um breitingar á rifil eða skothæfileika, þar að ættir þú að sleppa því að gera slíkt skop á annara manna kostnað þar sem þú veist mæta vel hvað það mun hafa í för með sér eins og ofangreindur þráður sýnir.

Það er allt og sumt sem ég er að benda á.
2012-07-22 14:21:46
byssur info það eru nú fleirri að lesa þetta en þú, með ykkur átti ég við þá sem hafa verið að setja útá allt sem ég geri, ekkert persónulegt sem ég er að beina til þín sérstaklega Silent.

og ég get alveg tekið léttu gríni, en þegar ég er kallaður lygari, fáviti, skíthæll eða eitthvað álíka þá er enginn húmor þar á bakvið heldur einbeitt illkvittni og þessháttar innleggjum svara ég á sama hátt.


ég hef ekkert á móti léttu gríni og finst nauðsynlegt að hafa það með annað slagið, en svona illkvittni sem virðist ríkjandi hjá örfáum einstaklingum hérna er frekar leiðingjörn, ekki að það hafi nein áhrif á mig persónulega að vera kallaður fáviti... allir eiga rétt á sínu persónulega áliti en það er munur á að segja \"mér finst\" eða \"þú ert\" illkvittnar staðhæfingar eru lögbrot í dag, en að segja persónulegt álit og taka fram að það sé persónulegt álit er það hinsvegar ekki.. fyrr en það er orðið síendurtekið þá kallast það einelti og er lögbrot...

og menn sem lýsa yfir hvað þeir hugsa illa um náungann eru bara að lýsa sjálfum sér og engum öðrum..
2012-07-22 14:34:05
Krusty Hahaha.....Margur heldur mig sig! 2012-07-22 17:26:06
Kevin West Dansig, þegar þínir pislar eru lesnir þá virðast öll leiðindi og skítkast eiga upptök sýn hjá þér, þú ert að mínu áliti ótrúlega fljótfær og hörundsár og ættir endilega að sleppa því að segja hetjusögur af skotfimi, mæta frekar á mót og sýna kvað í þér býr, það hefurðu aðeins gert og við vitum það allir að þú ert afburðargóð skytta.
Sýndu þig meira á mótum, halltu haus, hættu að svara skítkasti(þá hættir það að sjálfu sér), skrifaðu um áhugamálið ekki sjálfan þig og taktu tilsögn, slepptu hrokanum því þannig hlýturðu virðingu annara skotmanna.
Það er gott að þú getur tekið gríni og það skásta sem ég hef séð frá þér hér er kveðskapur.
Reyndu nú að gleðjast með feðgunum sem þráðurinn fjallar um, slepptu öllum leiðindum og vertu einsog maður.
Mundu samt að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
2012-07-22 21:20:45