Nýja Spjallborðið > Gamla Spjallborðið > Almennt um veiði > Hvar kemst maður í Blý í dag?

Hvar kemst maður í Blý í dag?

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
Silent Sælir félagar. Þegar stórt er spurt þá virðist vera afar lítið um svör. Hvar getur maður keypt blý í dag? Búin að ath flesta járn/stál/ál innfluttnings aðila og hringrás. Allsstaðar gripið í tómt.

kv Atli S
2012-07-16 19:42:26
odinn_logi það var auglýst 60 kg af blý inna bland.is fyrir svona viku ef það hjálpar eithvað 2012-07-16 19:46:34
Siggi P Ég á slatta af blýi,hvað er borgað fyrir kílóið?
Kv Siggi P
2012-07-16 20:12:48
Silent Odin, það er því miður búið að taka það út. Takk samt.

Siggi, nú bara veit ég ekki hvernig þetta er verðsett þar sem ég hef ekki fundið nokkurn aðila til að selja mér það. Svo að þá er bara spurning um hvað þú vilt fyrir kg-ið.
2012-07-16 20:27:08
H-berg sæll. hefurðu athugað með dekkjaverkstæðin? þeir nota alltaf blý við að balansera dekk og eiga helling sem að er not. nei bara uppástunga.
annars þá bara netagerðir.
2012-07-16 21:07:05
cherokee Þú ættir að athuga á neta og nóta stöðvum 2012-07-16 21:12:42
creative prófaðu að auglýsa eftir gömlum rafgeimum gefins á blandinu og taktu blýið úr þeim

það hlýtur að vera einhver sem langara ekki að borga skilagjaldið fyrir þá
en í einum geimi er alveg haugur af blýi
2012-07-16 23:03:08
GunZo veit að dekkverk væri til í að selja :D

Dekkverk.is
2012-07-16 23:34:20
McKinstry Ekki er mælt með að nota rafgeymablý í kúlugerð. Líklegast vegna mengunnar gæti ég trúað. Annars hlýtur að vera hægt að sjóða óhreinindin úr blýinu hafi menn til þess réttu græjurnar. Krækt balanseringarlóð þykja hentugust jafnvel með hreinu blýi útí ef þörf er á mýkri kúlum. Eða Linotype til að herða þær (aukið Antimony innihald)

Síðast þegar ég keypti hreint blý í Hringrás í snemma í vor líklegast minnir mig að Kg hafi kostað ca: Kr. 375,- með VSK.

Þorsteinn Svavar McKinstry
2012-07-17 00:05:05