Nýja Spjallborðið > Gamla Spjallborðið > Almennt um veiði > Rjúpnaveiðar haustið 2007

Rjúpnaveiðar haustið 2007

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
Áki Ármann Jónsson Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, hefur ákveðið að rjúpnaveiðitímabilið í ár standi frá 1. til 30. nóvember. Mælt er með því að veiddir verði að hámarki 38.000 fuglar. Áfram mun ríkja sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum. Ákvörðunin byggir á mati Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli rjúpnastofnsins og mati Umhverfisstofnunar á heildarveiði árið 2006.

Umhverfisráðuneytið segir, að rjúpum fækki nú annað árið í röð frá síðasta uppsveifluskeiði, en það stóð aðeins yfir í tvö ár samanborið við fjögur til fimm ár í fyrri uppsveiflum rjúpnastofnsins. Að mati Náttúrufræðistofnunar er áætlaður varpstofn nú um 110.000 fuglar og er það fækkun um 70.000 fugla frá því í fyrra.

Við mat á veiðiþoli er miðað við að hlutföll unga í veiðistofni verði 79%, það sama og talningar sýndu síðsumars 2007. Stærð veiðistofns 2007 er metin um 440.000 fuglar og með því mælt að ekki verði veiddir fleiri en 38.000 fuglar í ár.

Ráðuneytið segir, að miðað við fyrri reynslu af rjúpnastofninum í niðursveiflum, muni rjúpum fækka næstu þrjú til fjögur árin og veiðiþol stofnsins minnka að sama skapi. Það sé því ljóst að takmarka þarf rjúpnaveiði enn frekar í ár en gert hafi verið á síðustu árum.

Í ákvörðun umhverfisráðherra felst eftirfarandi:

Veiðidagar verða alls 18 á tímabilinu 1. til 30. nóvember.
Veiðar verða heimilaðar fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga.
Sölubann gildir áfram á rjúpu og rjúpnaafurðum.
Áfram verður friðað fyrir veiði u.þ.b. 2.600 ferkílómetra svæði á Suðvesturlandi.
Veiðimenn verða sem fyrr hvattir til að stunda hófsamar og ábyrgar veiðar.
Virkt eftirlit verður með veiðunum á landi og úr lofti eftir því sem kostur er.
2007-09-12 15:38:22
wolf Líst vel á þetta. Svipað fyrirkomulag og í fyrra nema styttra tímabil ef ég man rétt. Maður hefur allavega nokkrar helgar til þess að ná í þessar örfáu rjúpur sem maður þarf. 2007-09-12 15:50:14
Win Gott að það sé komið á hreint að við fáum að skjóta rjúpur í ár. Þó er eitt sem hefði mátt gera betur til verndar rjúpunni þ.e.a.s. hafa aldrei tvo samlyggjandi veiðidaga, það er að mínu viti eina leiðin til að söðva margra daga magnveiði sem maður heyrir um á hverju hausti þrátt fyrir tilmæli um hófsama veiði.
Kv. Win
2007-09-12 15:56:19
naggrísinn Þessi tími ætti að duga flestum til að ná í jólasteikina, fer að vísu eftir veðri og vindum. Held að þetta sé ágætis millilending, þ.e. að stytta tímann ennfrekar en ekki banna veiðar með öllu.
Þrefalt húrra fyrir nýjum umhverfisráðherra:)

Kv. Oddur
2007-09-12 15:57:32
Musso Líst auðvita vel á þetta, en segi það nú enn og aftur, ef virkilega væri verið að vernda stofnin um leið og okkur er leyft að veiða í jólamatinn þá hefði átt að banna föstudaga - laugardaga og sunnudaga, jafnvel nóg að banna lau.-sunn.
Nú er bara að ná í restina sem uppá vantaði í fyrra (4-5 stk.) til að geta haft rjúpur á jólunum í ár.
Kveðja frá Musso; sem borðar bara rjúpur annaðhvert ár !
2007-09-12 16:16:34
RJ Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu. Þessi tími ætti að
duga flestum til að ná því sem þeir þurfa.

Tek undir þrefalt húrra fyrir Þórunni.

RJ
2007-09-12 17:22:42
thok Þakka fyrir mig, frábært að komast á smá rjúpu þótt tímabilið sé stutt.

kv. thok
2007-09-12 17:51:25
EinarO Glæsilegt!
Vona að veiðimen þakki fyrir sig með hófsamri veiði.

Kv.
Einar Oddur
2007-09-12 18:45:38
Hurðarbak Já .................

kv elli sem fór tvisvar í fyrra og fékk engan jólamat.......

Ps. Vonandi verður styttur veiðitími ekki til þess að fjöldinn verði fyrir voðaskoti
2007-09-12 19:04:45
Rebbi jr Sammála þessu að ekki ætti að leyfa tvo samliggjandi veiðidaga, annar hver dagur væri gott 2007-09-12 19:51:25
Hurðarbak Já Rebbi hinn ungi..... ég hefði viljað hafa það, föstugag, laugardag, og Sunnudag. og þá hafa þetta sem helgarveiði. Og hafa kannski frekar fimm helgar, þar sem ekki allir okkar fá sig lausa frá vinnu eins og brjálæðið er í dag. Og ef illa viðrar og hætta er á að menn fari sér að voða í veðurham, þá á að flauta þá helgi af og fresta leiknum. Þetta er einfalt þar sem það er vitað með 98% tilvika hvort veðurguðirnir æða af stað.

kv elli sem er bara ágætur í reikningi, þar til honum er lokað......: )

ps. Það styttist í fengitímann, arg......
2007-09-12 20:20:07
Haglari jájá...
Er alveg sáttur við þennan tíma.
En þessi stanslausa fækkun á rjúpunni skil ég ekki og hlýtur að vera áhyggjuefni. Fækkun upp á 70000 fugla frá því í fyrra???? það eru hérumbil 190 fuglar á dag yfir allt árið ??????

Kv.
Óskar Andri.... með smá áhyggjur...
2007-09-12 22:18:39
síldaraugað Sæll Óskar Andri, ég skal létta á áhyggjum þínum.

Það er alveg sama hversu mörg veiðikort við verslum og hversu miklir peningar fara í rannsóknir á rjúpunni, þessir menn vita ekki baun í sitt hólkvíða rassgat.



Skotveiðin sem slík er ekki að ganga frá þessum stofni frekar en öðrum heldur aukning vargs, að mínu mati.


Kv. Síldaraugað, ekki sáttur.
2007-09-12 22:47:55
ff Þökk sé ráðherra svo og öðrum sem að málinu hafa komið t.d. Skotvís.
FF
2007-09-13 10:11:48
síldaraugað Ekki skamma Skotvís, það hefur margoft komið fram að það er bannað. 2007-09-13 13:40:12
Sigurjón Þórðarson Það er mjög margt sem vekur spurningar í þessari ákvörðun ráðherra sem leita ætti svara við s.s.
1) aðkomu okkar ágæta veiðistjóra að ráðgjöfinni og ákvörðun veiðitímans.
2) bann við skotveiði virðist ekki hafa nein áhrif s.s. afföll sýna annars vegar á friðuðum svæðum SV lands og svæðum sem veitt er mikið á Norðanlands.
3) Stofnlíkanið sem ráðgjöfin byggir á er ekki upp á marga fiska þar sem náttúrulegur dauði (þ.e. afföll af öðru en vegna skotveiða) byggir á mælingum á friðuðu árunum 2003 og 2004 en mikill munur var á milli mælinganna sem svaraði nálægt til þess magns sem skotið er árlega.
2007-09-13 16:59:49
Camo Sælir: Þetta er eingan vegin gott, vera með helgarnar allar. Það hefði mátt
sleppa einni til tveim helgum og nota meir virka daga. Annas er það ljóst hvert stjórnvöld stefna það er að koma öllu í kvóta, sama kvað kvikindð heitir
þoskur eða Rjúpa. Gæti trúað að næstu ár fari í að semja hvernig kerfi henti
til veiða og vemdunnar. Þá er gott að menn séu samstíga og pukri ekki hver í
sínu horni.
2007-09-13 17:33:01
Sigurjón Þórðarson Jú ég er líffræðingurinn

Þetta módel sem Náttúrufræðistofnun er að vinna með gengur alls ekki upp það eru hreinar línur.

Ég get ekki betur séð en að það hafi tapast mörg hundruð þúsund rjúpur út úr bókhaldinu á síðustu 2 - 3 árum þ.e. það verður umtalsverð fækkun á rjúpu sem hvorki verður skýrð út frá þessum fasta sem módelið gerir ráð fyrir að farist af náttúrulegum orsökum þ.e. M = 0,37826 eða rúmlega 31% af stofnstærð. Við þetta hlutfall bætist það magn sem við veiðimenn erum sagðir veiða og eru veiðitölurnar teygðar upp á við með því að nota neyslukönnun Gallup.

Það mælist sem sagt meiri fækkun á rjúpu en sem nemur fastanum og veiðinni sem módelið getur ekki útskýrt.

Þetta gengur ekki upp.
2007-09-13 18:31:27
mariabg Sæll Áki
Á nú að hreinsa endanlega allar rjúpur á Vesturlandi, Komið allir mínir menn!!! eins og skeði haustið eftir friðunina .þá voru menn á ólíklegustu stöðum sem ég hélt að enginn nennti að rölta um nema aflóga kerling.Ég er ekki sátt við þetta fyrirkomulag og hefði mælt með alfriðun, þar sem mjög litið er af fugli á því svæði sem ég fer á.
En svona er þetta, ég reyni nú samt að ná í jólamatinn.
Kveðja
María
2007-09-13 23:44:33
Greinir Gylfi sig.. hvar hefurðu verið? aukning á sílamáfum?
Ætið hrundi og þar sem áður var 37.000 para varp varð 3.000 para varp tvö ár í röð!

Aukning? það vantar nú þegar tvo til fjóra árganga í þennan fuglastofn rétt eins og hjá lundanum..

Heldurðu að vegna þess að fleiri fuglar reyna að halda í sér lífi með því að sækja í ruslið eftir djammið sé bara kominn aukning í stofninn?

Við eigum skotvís ekkert að þakka í þessu máli! Ef ekki hefði verið skotvís þá hefði bannið sem mælt var með í upphafi verið lokið núna og við værum að veiða úr fínum stofni og nóg af fugli. Fyrir utan það að stór hluti þjóðarinnar væri ekki talandi um bandvitlausa byssubófa sem vilja allt drepa.
2007-09-14 02:36:50
koggi Það verður seint sem veiðimenn verða sammála um fyrirkomulag rjúpnaveiða, en Greinir rjúpan er í niður sveiflu þannig að þetta bann sem aflétt var í fyrra hefði líklegast ekkert tryggt fínan veiði stofn í ár, skil ekki hvernig þú færð það út. Og til hennar Maríu þá held ég ef að veiði yrði bönnuð á vesturlandi þá eykst álagið á önnur svæði, þetta er líklegast spurning hvort mætti setja upp einhver friðunar hólf innan ákveðinna landshluta. En við verðum væntanlega seint sammála. 2007-09-14 09:02:35
hirtz Sæll Greinir.

Þú getur kannski útskýrt hvernig á því stendur að friðaða svæðið á Reykjanesi, sem er nú ekkert lítið, sýni meiri fækkun (43 % ) en landsmeðaltal ( 27%). Ekki er það vegna skotveiða? Eða Hrísey? Ekki er mikið skotið þar eða hvað? Samt fækkun upp á 24%
Ég hef sjálfur séð hvernig mávurinn týnir upp rjúpu ungana úr móanum á vorin. Er mikið á ferðinni á sama staðnum ár eftir ár og þessa hegðun mávsins sá ég aldrei fyrir nokkrum árum. Nú fara þeir um í flokkum, svífandi í 3-4 metra hæð yfir móanum og hreinsa hann alveg. Við skulum athuga það að við fóðruðum allar tegundir máva alveg þar til í lok síðustu aldar með opnum úrgangsþróm og dælingu á slori beint í fjörur og sjó. Einhversstaðar verða þessir fuglar að ná sér í æti nú þegar þær bjargir eru bannaðar.
Það er náttúrulega bara bull að kenna veiðum alfarið um þetta bága ástand rjúpnastofnsins, eins og margir, bæði lærðir og leiknir hafa bent á. Módelið sem unnið er með er mjög gallað, þó ekki sé meira sagt. Hvernig stendur á því að stofninn hefur minkað svona mikið þrátt fyrir að veiðar á síðustu áratugum hafi snarminnkað? Þegar rjúpur voru veiddar í atvinnuskyni og fluttar út í hundraðþúsundatali, hélt stofninn samt velli og var miklu stærri en nú til dags. Er ekki kominn tími til að leita eftir öðrum skýringum, ekki bara horfa á veiðarnar og neita að líta á allt annað? Hvað með aukningu á vargi? Refur, minkur, vargfugl. Hvað með ofbeitarvarnir lyngs og annara plantna? Hvað með girðingar? Hvað með sjúkdóma?
Það er bara kjánalegt að horfa bara á veiðar í þessu samhengi í ljósi þess sem vitað er um veiðar í fortíð og svo veiðar nú til dags.
Gaman væri að heyra álit manna án allra sleggjudóma og skítkasts.
2007-09-14 09:05:37
Sá Upplýsti GylfiSig, það er enginn að banna þér að fara á fjöll í skínandi veðri þann 15. október og njóta fjallanna, rjúpunnar og góða veðursins. Þú mátt bara ekki skjóta rjúpu þá.

Mér finnst með ólíkindum að enn séu til menn sem efist um að veiðar hafi áhrif á rjúpu eftir mikla fjölgun í stofninum árin sem bannað var að skjóta rúpuna. Var það ef til vill einungis tilviljun að þá varð fjölgun í stofninum sem á sér enga hliðstæðu?

Orð Sigurjóns Þórðarsonar eru álíka marktæk og þegar George Buch er að tjá sig um Íraksstríðið. Hann er hér í pólitískum leik og \"skoðanir\" hans litaðar af því. Við getum öll glaðst innilega yfir því að hann hafi ekki komist á Alþingi í vor.

Svo er það spurning um þessa sem nenna ekki að ganga sem Gylfi talar um. Ef menn eru of miklir vesalingar og ræflar til þess að labba geta menn bara verið heima hjá sér. Þetta er sport fyrir þá sem vilja hafa fyrir hlutunum, ekki lata menn. Svo geta menn líka fundið sér eitthvað auðveldara til að gera, til dæmis að skjóta máva með riffli.
2007-09-14 10:20:14
Sá Upplýsti Jújú, rétt er það. En mig grunar að allt annað en umhyggja fyrir þeim sem eru heilsuveilir búi að baki í þínum skrifum. Það er rétt að mundi maður missa heilsuna væri hart að komast ekki í rjúpu, en svona er nú bara lífið og ekkert við því að gera. Þeir sem eru slappir til heilsunnar verða að sætta sig við að þeim er gert erfitt fyrir. Rjúpan á að njóta vafans.

Hinsvegar held ég að hér búi hrein og bein leti að baki í skrifum Gylfa.

Eða, hvers vegna var einhver Gylfi Sig. frá Húsavík við annan mann að keyra yfir girðingu og skemma gróður við Grettisbælið á rjúpnaveiðitímabilinu í fyrra? Og hlaut kæru fyrir vikið. Mér er spurn.

Húðleti og aumingjaskapur.
2007-09-14 10:53:34
Sá Upplýsti Og hann játar.

Þú ert semsé téður Gylfi.
2007-09-14 11:06:58
koggi ahahhahahaha er Gylfi keyrandi á eftir rjúpunum ? 2007-09-14 11:08:13
Sá Upplýsti Ég rifjaði þetta betur upp og þetta ku hafa verið 2005 en ekki í fyrra.

Heimildir mínar segja mér að þetta hafi verið á þessum slóðum, hvort sem þetta var rétt við Grettisbælið eða spölkorn lengra í burtu finnst mér ekki skipta máli.

Heimildir mínar segja mér líka að Gylfi og samferðarmaður hans hafi verið að réttlæta þetta með því að girðingin hafi verið léleg og legið niðri að hluta. Það finnst mér léleg afsökun.
2007-09-14 11:15:55
síldaraugað Girðing sem er léleg og liggur niðri að hluta.

Þær eru flestallar þannig og það er eitt af mörgu sem bændur mættu girða sig betur í brók með.
Hinsvegar ekki á það bætandi að vera að rúnta mikið yfir þær, þessu hefði ég seint trúað uppá hann Gylfa.

Ljóta djöfulsins verkunin á þessu.
2007-09-14 12:13:55
Sigurjón Þórðarson Mér finnst Sá Upplýsti vera full brattur að jafna skrifum mínum sem sat 4 ár á Alþingi Íslendinga við yfirlýsingar valdamesta manns heims.

Fyrir þá sem einhverra hluta vegna efast um allt sem ég læt frá mér fara, þá vil ég benda á umræðu í skýrslu Náttúrufræðistofnunar frá því í september 2006 en á bls. 19 og 20 fer fram umræða í skýrslunni um mögulega ástæðu þess að reiknilíkanið gangi ekki upp.

Skýrsluhöfundar eru að vandræðast með hvers vegna afföllin mælast svo há eða Z2 = 1,04 sem eru um 65% afföll. þessi afföll eru langt umfram það sem hægt var að skýra út frá annars vegar náttúrulegum dauða sem er samkv. líkaninu fasti um 31% og veiðinni sem er þekkt stærð, mæld annars vegar út frá veiðitölum okkar veiðimanna og síðan neyslukönnun.

Í skýrslunni kemur fram að það tapast mörghundruð þúsund fuglar út úr fuglabókhaldinu þrátt fyrir að reynt sé að teygja veiðitölur eins hátt upp og mögulegt er og síðan að endurmeta stofninn úr 765 þúsund fuglum og í 615 þúsund fugla.

Hér að neðan er bein tilvitnun í skýrsluna:

\"Til að fá gildið Z2 = 1,04 út frá þessum forsendum þarf veiðistofninn að hafa verið um 165.000 fuglar 2005 og varpstofninn það vor innan við 60.000 fuglar. Þetta er tæplega fjórum sinnum lægri tala en reiknuð stofnstærð!”
2007-09-14 15:15:11
Ronni 18 dagar.
Jú það ætti að duga fyrir mann til að ná í jólamatinn. Líkast til má ég nú reikna með að hér á mínu svæði komi til með að rigna eina 14 daga.
Sigurjón þekki ég nú bara af heillindum og að vera trúr sínum orðum.
2007-09-14 16:19:48
Hurðarbak Já .... Ég er að vísu sammála Gylfa að mörgu leiti en ég sá samt hvergi minnst á letingja.... En mín reynsla af rjúpu síðastliðin 12 ár og þá á mínu svæði er að fuglum fer fækkandi, Td. fyrir fjórum árum sá ég á fellinu ca 25 fugla og og árið eftir 3. Gáði svo ekkert í banninu en því aflétu sá ég nokkrar og náði 4.
Fór svo í fyrra og sá ekki spor...

kv elli sem er nokkuð viss að stofninn er á undanhaldi...

Ps. Vann minnkaholu um daginn og þar inni voru 3 dauðar rjúpur...
2007-09-14 23:03:04