Lítil hvít læða

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
fálki243 Þessi læða var drepin klukkan átta um morgun og er þá búinn að skjóta 65 refi á þessu ári. 2007-12-23 02:38:49
Veiðieðli 65 Stykki það er ekkert SMÁ, Til hamingju með það. Tvær hér í sumar, Lítið en skárra en ekkert.=) 2007-12-23 03:28:38
fálki243 þú veist að við meigum skjóta 10 rjúpur fyrir hverja tófu!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! 2007-12-23 03:33:21
pottormur Rosalega ertu nú duglegur Eiður minn. 2007-12-23 06:48:35
Herminator . 2007-12-23 13:18:20
fálki243 já það er lítið mál hríndu bara í síma. 659-7932. 2007-12-23 13:49:55
Veiðieðli Hvar ertu eiginlega buin að vera skjóta þetta? Enn og aftur til hamingju með glæsilegan árangur. 2007-12-23 14:20:06
JP Sæll Fálki243.

Til lukku með árangurinn, óneitanlaga glæsilegt.
Langar að minnast á afrek Gunnars Einarssonar frá Bergskála sem var heiðraður árið 1957 fyrir tófuveiðar sínar.
Þá hafði hann náð 1800 tófum og 300 minkum. Held að hann hafi byrjað á grenjum árið 1919. Og ekki má gleyma því, að ekki var eins mikið af tófunni þá, á hans tímum og nú er.
Hef minnst á það áður hér á þræðinum að hægt er að lesa um kappann í Skagfirðingabók nr.18, sem kom út árið 1989.

Kveðja, Jón P.
2007-12-23 16:28:26
dundmundur Helvíti er þetta nú vel að verki staðið. 65 tófur á einu ári. Þetta er nú með meiri veiði sem maður hefur heyrt um. Hvar hefurðu verið að skjóta? Eithvað hlýtur nú að vera af tófu þarna. Kannski er hinn nýji Snorri á Augastöðum fundinn:)
K.K Dundmundur
2007-12-23 17:22:41
Morri Þetta er frábær árangur....
Ég var með 3 í sumar....læt reina á nóttina í nótt....

Hverjir eru spekkarnir á rifflinum og kikinum, Sako og Zeiss?

Ómar
2007-12-23 18:05:28
fálki243 það verður seint gefið upp hvar þessar tófur eru skotnar en það er vítt og breit um landið. p.s. já það er ekki spurning sako og zeiss 2007-12-23 19:13:37
6,5x55 sako 75 smá forvitni..

hvaða cal og hvaða stækkun ertu með???
2007-12-23 19:16:46
fálki243 ég er ekki svo heppin að eiga zeiss en er með sako 243 og nota 58gr-70gr kúlur . en stækunin á sjónauka er 8-32x50og er ekki nógu góður vantar meriri birtu . og langar í zeiss 6-24x56 2007-12-23 20:14:09
Jói Ás Já slíkur sjónauki er hverrar krónu virði.
Jóhannes Ásbjarnarson
2007-12-23 21:08:30
Selsi Þessi rebbi er af kunnuglegum ættum... 2007-12-24 00:18:33
dundmundur En er ekki helvíti erfitt að fá leyfi hjá landeigendum til að stunda veiðina svona vítt og breitt um landið?
K.K Dundmundur
2007-12-24 01:15:10
Herminator . 2007-12-24 01:21:52
fálki243 nei það er ekki erfitt kurteisi og tilitsemi er aðal málið! setja æti á rétta staði og nota rétt æti skifir aðal máli að hafa það rétt staðsett. 2007-12-24 01:41:44
garpur Til hamingju með þetta, glæsilegur árangur.
Kv Garðar
2007-12-24 09:29:05
Brno 243 Glæsilegt hjá þér!

Kveðja að vestan!
2007-12-24 14:07:35
Dogma Eiður minn, ég er nokkuð viss um að hann pabbi þinn hafi skotið þær flest allar... (Hann var samt langt frá 65 þegar ég talaði við hann um daginn)

Jólakveðjur
Mr. M
2007-12-25 02:12:05
fálki243 ertu að tala um þessar 5 sem hann drap á síðasta ári þá væru þær nú 70. 2007-12-25 12:21:42
dundmundur Lol Dogma, mikið rosalega er ég sammála þér í þessu. Hef ekki nokkra trú á að Hr Eiður hafi skotið 65 tófur. Ekki einu sinni yfir alla ævina:)
K.K Dundi
2007-12-25 12:47:04
Skari varmint Góðan daginn allir og gleðileg jól.

Ekki hafið þið nú mikla trú á honum Eið, nem vera kinni að þetta sé húmor ykkar á milli. En ég get staðfest þetta allt saman.

Eiður til hamingju með þessa hvítu.

2007-12-25 13:01:32
remi700 veit nú um mann sem í fyrra var með 364 veidd dýr, tófur og minka. Hef ekki heirt í honum núna hvað hann er kominn með á þessu ári:!!! 2007-12-25 13:35:09
gullib jú jú þetta eru engar ýkjur Eiður er búin að vera helvíti seigur í tofuni þetta árið sem og öll hin árin reyndar líka

En hvað skildiu þeir félagar dundmundur og Dogma vera búnir að skjóta margar á árinu.. já eða yfir æfina??
2007-12-25 14:38:51
fálki243 þakka þér fyrir skari . nei ég þekki ekki þessa menn en þeir viraðst eihvað sárir ..
jólasveininn hefur ekki gefið þeim í skóinn í ár...
2007-12-25 15:34:13
bjarkik Flott hjá þér fálki243,
er í sömuhugleiðingum og Herminator. Er möguleiki á að þú sendir mér verðhugmynd í pósti?

bjk5@hi.is

Kærar þakkir og gleðileg jól,
bjarkik.
2007-12-25 22:15:38
rem 700 Ótrúlegt þegar menn telja yrðlinga með. Þetta eru kannski 5-10 fullorðin dýr. 2007-12-25 22:45:27
fálki243 sæll rem 700 (ingvar) djöfulli eru margir hvolpar undir læðuni hjá þér !!!!!!
ég þarf að fá að koma með þér á greni.
2007-12-25 23:06:04