Áframhaldandi fávisi um riffla

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Jæja félagar, lengi getur vont versnað. Um leið og maður lærir nýja hluti eins og um riffla og heldur maður að nú viti maður eitthvað þá kemst maður að því hvað maður veit lítið. (leiðinlegt að vera þessi maður!)

Jæja, allir þessi riflar hvað þeir nú heita bera svipuð undirnöfn. Varmint, hunter, laminated sporting ofl. Er einhver hér sem nennir að útlista muninn á þessu. Ég hélt t.d að Varmint væru almennt ætlaðir á lítil dýr en svo eru caliberin til upp í 6,5 x 55 eða jafnvel 308 en fyrir ekki svo mörgum árum þótti .308 vera fallbyssa!

Jæja einvher sem nennir að útskýra undirtegundirnar fyrir mér.

Annars er það að frétta eftir að hafa tekið hring á verslanirnar að fáir virðast geta jafnað Hlað. Þeir buðu mér (og öllum) riffilpakka á ca 200.00 Wheatherby með Meopta og alvöru stálfestingum. Hef ekki séð neina verslun jafna það þótt sumir séu kannski lægri í verði. Þannig að líklega verður fyrsti riffillinn frá ofangreindum. Stefnan er tekin á að versla einn fljótlega ef svo vel vildi til að hreindýraleyfið fengist. Þá væri ekki ónýtt að vera búinn að skjóta kannski 100 skotum áður en lagt er af staðsmiling

Með kveðju
Silfurrefurinn

Tags:
Skrifað þann 1 February 2013 kl 10:45
Sýnir 1 til 6 (Af 6)
5 Svör

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áframhaldandi fávisi um riffla

Það sem átt er við með varmint er að þá hentar gripurinn til að liggja við byggðir nagkvikinda og skjóta sér til ánægju og yndisauka, kannski mörgum tugum skota á dag. Þú getur fundið svoleiðis aðfarir á youtube. Til að hlaupið þoli það og verði ekki eins og kleina að kveldi þarf það að vera efnismikið. Varmint er sem sagt með þungu og sveru hlaupi. Svoleiðis riffil bera menn síður, nema sérstök heljarmenni, með sér á stórdýraveiðar þar sem menn bíða, eða ganga, í þrjá daga til að skjóta einu eða tveimur skotum. Þar er riffillinn hafður léttur og vissasta aðferðin er að mjókka hlaupið. Því eru rifflar sem eru með grönnu hlaupi kallaðir hunter. Almennt eru varmint rifflar taldir nákvæmari en hunter en munurinn finnst yfirleitt ekki á veiðum en fremur á skotborði. Ef þú skoðar þennan hlekk sérðu yfirlit um helstu gerðir hlaupa:http://www.kriegerbarrels.com/Contours-c1246-wp3382.htm......
Með laminated er átt við að skeftið er úr límtré. Það finnst sumum fallegt en öðrum ljótt. Mér finnst rifflar með hunter hlaupi og hnotuskefti fallegastir.

Skrifað þann 1 February 2013 kl 15:13

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Áframhaldandi fávisi um riffla

Takk fyrir þetta valdur, snillingur

Skrifað þann 1 February 2013 kl 16:30

Jón R

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áframhaldandi fávisi um riffla

Þetta var mjög áhugaverð spurning og enn skemmtilegra að lesa svarið smiling alltaf gaman að læra einhvað nýtt um þetta sport hérna

Skrifað þann 1 February 2013 kl 18:51

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áframhaldandi fávisi um riffla

Reyndar er ekki þyngra hlaup ávísun á meiri nákvæmni en þau þurfa fleiri skot til að hitna og þola því að það sé skotið ört úr þeim, án þess að missa nákvæmnina.

Feldur

Skrifað þann 1 February 2013 kl 21:32

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áframhaldandi fávisi um riffla

Ágæti félagi Silfurrefur!

Hér er ekki um að ræða fávísi...öðru nær!!

Ég held að þú fáir ekki betra, og allavega ekki skemmtilegra,
svar en það sem Þorvaldur kom með!!
Alltaf gaman af góðum pennum.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 1 February 2013 kl 22:16