Myndasamkeppni, hver að verða síðastur.

skombo

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Við ákváðum að lengja frestinn á því að senda inn myndir í keppnina til 15. desember. Alexander Kristiansen dómari frá Noregi varð því miður að breyta sínum plönum þannig hann gat ekki verið klár með vinningsmyndirnar þann 15. desember eins og áætlað var.

Nú er um að gera að fara yfir allar flottu veiðimyndirnar sem þið eruð búin að taka og senda á netfangið zelda(hjá)zelda.is og þær verða birtar mjög fljótlega á síðunni.

Hægt er að sjá þær myndir sem þegar hafa borist í keppnina hérhttp://www.zelda.is/myndasamkeppni-2012.html... margar virkilega flottar myndir hafa borist. Þetta er fyrst og fremst gert til þess að við veiðimenn og konur getum séð veiðimyndir héðan og þaðan af allskonar veiðum.
Hægt er líka að sjá myndir sem bárust í keppnina í fyrra hérhttp://www.zelda.is/myndasamkeppni-2011.html... ásamt rökstuðningi dómara um vinningsmyndirnar. Einnig er mynd af vinningshöfum neðst á síðunni.

Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin en meðal vinninga er meðal annars, tvær gæsaflautur frá Veiðihúsinu Sökku, grágæsa og heiðargæsaflauta, Gjafakort frá Versluninni Bendi, sérverslun fyrir hundinn þinn, 100 stk 42.gr hlaðskot sem við þekkjum öll, matarkarfa frá Zelduræktun sem inniheldur meðal annars risahumar, hvítvín og ýmislegt annað góðgæti til að hressa upp á bragðlaukana.

Nú er um að gera að senda mynd og hver veit.

Hér er smá kynning á dómara keppninnar en við vonumst til að úrlist verði kunngjörð ekki seinna en 20 desember.

Norðmaðurinn Alexander Kristiansen var dómari keppninnar í fyrra eins og nú, en hann vinnur meðal annars hjá fyrirtækinu Web-hunt sem meðal annars sérhæfir sig í veiðimyndböndum.
Við ákváðum til að útiloka alla hluttekningu að fá erlendan dómara til að dæma keppnina fyrir okkur og eru myndirnar númeraðar á síðunni 1 og upp úr.
Hann sendir okkur svo mail númer hvað myndirnar eru sem lenda í 1.2 og 3 sæti með rökstuðningi fyrir hverja mynd.

Kveðja
Zeldu ræktun

Tags:
Skrifað þann 12 December 2012 kl 22:24
Sýnir 1 til 1 (Af 1)
0 Svör