Refaveiði

jónsson7

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Alltaf yfir rjúpnatímabilið nær umræðan um refaveiðar hámarki. Ríkið virðist ekkert ætla aðhafast en geta veiðimenn ekki sameinast um að leggja sitt af mörkum?

Þarf ekki að opna refaveiðar meira? Nú eru eflaust einhverjir hér sem þekkja til. Maður fær það á tilfinninguna að þetta sé oftast fámennur hópur manna sem fá það litla greitt sem ríkið og sveitarfélög reiða fram. Fáar skyttur sem þurfa að sjá um oft gríðarlega stór svæði. En þetta snýst ekki um þá litlu fjármuni sem í boði eru. Þær ættu frekar að fara í mann sem hefði yfirumsjón með veiðum á tilteknu svæði.

Þarf ekki að skapa betri heildarsýn/yfirsýn yfir þessar veiðar? Eflaust fullt af mönnum sem vilja leggja tíma sinn og orku endugjaldslaust í refaveiðar þar sem þær geta verið jafn skemmtilegar og gefandi og öll önnur veiði.

Hvað segja menn?

Tags:
Skrifað þann 1 November 2012 kl 9:47
Sýnir 1 til 1 (Af 1)
0 Svör