Varðar .22 Hornet

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ágætu Hlaðverjar!

Þannig er komið fyrir mér að mér hefur verið gefin fyrsti riffillinn
sem ég skaut af!
Þetta var árið 1958 (já tímatalið nær þetta langt aftur) og riffillinn
var BRNO .22 Hornet. Eigandin var föðurbróðir minn og seinna fóstri!
Það sem mig langar að spyrja ykkur, ágætu félagar, er einhver að hlaða fyrir
þetta gamla góða calíber?? Ef svo er hvað þá ??

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Tags:
Skrifað þann 5 September 2013 kl 21:30
Sýnir 1 til 11 (Af 11)
10 Svör

ÁrniL

Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar .22 Hornet

Ég hleð mikið í .22 Hornet. Þar sem minn riffill er líka eldgamall þá er twistið 1:16 sem þýðir að léttustu kúlurnar koma best út. Best hjá mér er sumsé 40 graina kúlur, t.d. Sierra Soft Point Hornet og Hornady V-Max. Hef svona reynt aðeins við 45 graina Sierra Hornet en það gengur illa að fá góðar grúppur. Svo bara VV N-110 púður.

Hef notað þetta dáldið á gæs. Voða þægilegt kalíber út á 150m.

ÁrniL

Skrifað þann 5 September 2013 kl 22:01

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar .22 Hornet

Ágæti félagi Árni L

Takk fyrir þitt svar ..það er mikils metið!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 5 September 2013 kl 22:26

MCC

Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar .22 Hornet

Sama hér, 40 graina kúlan er að gera ágæta hluti, eins komst ég yfir 35 grain V-max sem er líka skemmtileg. Fallið frá 40 til 45 grain á hundrað metrum er nálægt því að vera 2.5 cm og ef maður fer í 50 grain bætist annað eins við í fall á 100 metrunum......

kv. MCC

Skrifað þann 6 September 2013 kl 12:15

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar .22 Hornet

Ágæti félagi MCC.

Takk fyrir svarið!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 6 September 2013 kl 16:50

mummi

Svör samtals: 88
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar .22 Hornet

Ég fékk uppskrift hjá Hjalla sem virkar mjög vel í riffilinn minn.

22Hornet
kúlugerð:Sierra 40 SP
Púður: N-110
Hleðsla: 9 grain
Heildarlengd: 43,5 mm

kv Mummi

ps riffillinn minn er brno 49 módel.

Skrifað þann 7 September 2013 kl 11:28

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar .22 Hornet

Ágæti félagi Mummi.

Takk kærlega fyrir þetta!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 7 September 2013 kl 17:24

MCC

Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar .22 Hornet

Minn vill hins vegar 9.3 grain með Winchester hylkjunum, en 9.0 með S&B hylkjum. Hins vegar vill hann bara rem 61/2 hvelhettur, aðeins of mörg "missfire" með rem 71/2 og CCI !!!

kv. MCC

Skrifað þann 8 September 2013 kl 18:00

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar .22 Hornet

Ágæti félagi MCC.

Þú skrifar:
Minn vill hins vegar 9.3 grain með Winchester hylkjunum, en 9.0 með S&B hylkjum. Hins vegar vill hann bara rem 61/2 hvelhettur, aðeins of mörg "missfire" með rem 71/2 og CCI !!!
kv. MCC

Ég skrifa:
Það kemur mér skemmtilega á óvart hversu margir upplýstir riffilmenn eru enn að hlaða
fyrir gamla góða .22 Hornet!!
Ég þakka þér MCC fyrir að gefa þér tíma til að svara þessari fyrirspurn minni!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.
P.s. Má ég spyrja hvernig riffil þú ert með? Ég notaði í gamla daga Rem 7 1/2 í BRNO riffli
og lenti ekki í neinum vandræðum með kveikingu

Skrifað þann 8 September 2013 kl 20:43

MCC

Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar .22 Hornet

Já sæll ég er með 56 árgerð af Brno líklega seldur í kaupfélaginu fyrir margt löngu, en hefur verið í fjölskyldunni síðan 1958. Kannski er pinninn farinn að láta á sjá en allavega klikkar aldrei 61/2 á meðan aðrar hvellhettur hafa verið að klikka ca. 1 til 5 pr. 50 skot.

kv. MCC

Skrifað þann 10 September 2013 kl 19:22

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar .22 Hornet

Ágæti félagi MCC!

Auðvitað er það rétt athugað hjá þér að gormur sem orðin er
rúmlega hálfrar aldar gamall er farinn að gefa eftir!
Sá riffill (bolti) sem ég er með í höndunum hefur reglulega verið
þrifin (innanvert) með kveikjara bensíni svo aldrei hefur safnast
þar saman ónýt feiti, sem á ekkert erindi inni í riffilbolta.
Minn sprengir allar tegundur hvellhetta......engin vandræði.
Kannski þessi kveikjara bensín aðferð gæti hjálpað þér....hver veit?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 10 September 2013 kl 21:37