Aldurs og tegundargreining á tvíhleypu

oskarn

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 3 December 2014

Ágætu sérfræðingar!

Gæti ég fengið aðstoð með tegundar og aldursgreiningu á illa farinni tvíhleypu sem að ég er að vinna í.

Bestu kveðjur
Óskar

Tags:
Skrifað þann 3 December 2014 kl 10:17
Sýnir 1 til 10 (Af 10)
9 Svör

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Aldurs og tegundargreining á tvíhleypu

Sæll.
Leyfðu mér að sjá mynd af skepti og því sem því fylgir...

kvebj

Skrifað þann 8 December 2014 kl 13:22

oskarn

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 3 December 2014

Re: Aldurs og tegundargreining á tvíhleypu

Sæll vertu.

Það er nú ekki gaman að segja frá því, en upprunalega skeptið er ónýtt og var smíðað nýtt, í kringum 1970, þannig að hlaupið og lásinn er það sem er upprunaleg, og það sem að ég hef í höndunum

Bestu kveðjur,
Óskar Níelsson

Skrifað þann 9 December 2014 kl 9:21

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Aldurs og tegundargreining á tvíhleypu

Sæll Óskar...
Já skeptið skiptir minna máli,var að pæla í útlitinu þar...Átti von á því miðað við útlit hlaups..smiling
En lásinn er lykilatriði,eða getur verið,varðandi patent eða útfærslu...

Það er engin vafi hver smíðaði byssuna,heldur er ég að reyna að aldurssetja hana frekar og nákvæmar
ef hægt er...Svo góð mynd af lás og ritmál á lás ef það er eitthvað..

kvebj.

Skrifað þann 9 December 2014 kl 16:17

oskarn

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 3 December 2014

Re: Aldurs og tegundargreining á tvíhleypu

Sæll og blessaður,

Það er ekki annað ritmál á lás og hlaupi en það sem að er í myndunum hér ofar í þræðinum. Ætti ég að leita víðar ?

Bestu kveðjur,
Óskar

Skrifað þann 9 December 2014 kl 16:20

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Aldurs og tegundargreining á tvíhleypu

Sæll..

Nei yfirleitt er ritmál á þeim hlutum sem myndir eru af..Stundum eru upphafstafir framleiðanda á lásnum...
En ég veit hver hann er,svo það skiptir ekki máli..

En merkingarnar segja að smiður er..Decortis Fraikin Gustave...Hann átti 6 uppfinningar varðandi byssur,
milli 1877-1894...Hann er skráður við Proofhouse Liege milli 1877-1894..Þess vegna vantaði mig myndir af lásnum,ef hans patent væri sjáanlegt...Patent 94 er stimplað á byssuna...

En aðrar merkingar staðsetja hana milli 1898-1924...Og merkingar er vantar segja fyrir 1920...
Miðað við framleiðanda mundi ég kanski halda 1898-1910 frekar en yngri...En svo eru merkingar sem ekki eru nógu skýrar,ryðskemdir gætu hafa skemmt bókstafi sem skipta máli...

Stafir með kórónu yfir eru stimplar verkfræðings við skothús Liege, þess er prufaði byssuna...Þeir eru flestir þekktir með nöfnum...Ekkert sem ég sé, getur staðsett hana nánar í tíma...Ártalsmerkingar Belgískra skotvopna koma ekki til fyrr en 1920,og engin slík sjáanleg á henni...

Kveðja.ebj..

Skrifað þann 9 December 2014 kl 18:01

oskarn

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 3 December 2014

Re: Aldurs og tegundargreining á tvíhleypu

Þetta er aldeilis skemmtilegt og vel gert. Ég skal finna fleiri myndir af þvi sem að ég er með. Frá hlið osfrv. Kærar þakkir fyrir hjálpina.
Bestu kveðjur
Óskar

Skrifað þann 9 December 2014 kl 19:05

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Aldurs og tegundargreining á tvíhleypu

Sæll.

Já gaman væri að sjá lásinn,má stundum ráða í frekari aldur,eftir útfærslu..
Byssan er auðvitað Belgísk..

Kveðja ebj.

Skrifað þann 10 December 2014 kl 6:36

oskarn

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 3 December 2014

Re: Aldurs og tegundargreining á tvíhleypu

Sæll,
ég er með fleiri myndir - en mætti ég senda þær á þig í e-mail? Gæti ég fengið e-mail adressuna hjá þér og sent beint?

Bestu kveðjur,
Óskar

Skrifað þann 16 December 2014 kl 9:38

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Aldurs og tegundargreining á tvíhleypu

Sæll.
Neftang fjarlægt smiling 3 mán seinna..

Skrifað þann 16 December 2014 kl 14:37