Ensk Setter hvolpar fæddir 15.03.13

HafjallaAskja

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 8 September 2012



Nú er ISFtCh Snjófjalla Dís búin að gjóta, komu 8 hvolpar og er hægt að sjá myndir innáhttp://hafrafells.blogspot.com/2013/03/hvolpar-fddir.html...


Parað var Ensku Setana ISFtCh Snjófjalla Dís og Ablos De L'Echo De La Foret á tímabilinu 11-17 janúar 2013 og hefur það verið staðfest með sónar að Snjófjalla Dís er hvolpafull.

ISFtCh Snjófjalla Dís


Snjófjalla Dís kemur úr norskum línum.Snjófjalla Dís er Íslenskur veiðimeistari og hafa einungis 3 enskir setar náð þeim árangri. Hún hefur einnig fengið góða dóma á sýningum eða Excellent. Hún hefur gott geðslag og þægileg á heimili.
Snjófjalla Dís er þrílit (tricolor)
HD fri. Veiðipróf: 1.HP UF. - 1.HP OF. - 1.KF. ISFtCH.

Upplýsingar um árangur í veiðiprófum má sjá hér
http://fuglahundadeild.is/HundUppl.aspx?aettbokID=IS08639/05...
Ættfræðigrunn má sjá hér
http://www.williewalker.net/dogarchive/details.php?id=68803...


Ablos De L'Echo De La Foret




Ablos De L'Echo De La Foret er innfluttur hundur úr eðallínum frá Frakklandi. Hann hefur sýnt árangur á veiðiprófum sem og sýningum. Á sýningu hefur hann fengið Excellent. Hefur hann verið notaður áður í ræktun hérlendis og hafa öll afkvæmi hans sýnt frábæran árangur á veiðiprófum, má þar á meðal nefna ISFtCh-ISCh-C.I.B Hrímþoku Sally Vanity. Hægt er að skoða árangur afkvæma hans á heimasíðu fuglahundadeildar. Ablos De L'Echo De La Foret er þrílitur (tricolor)
HD status A. Veiðipróf: 2-OF

Árangur í veiðiprófum má sjá hér
http://fuglahundadeild.is/HundUppl.aspx?aettbokID=IS10286/07...
Ættfræðigrunn má sjá hér
http://www.williewalker.net/dogarchive/details.php?id=69021...

Hefur verið stofnuð síða fyrir þessa ræktun og er hægt að fylgjast með gangi mála hérhttp://hafrafells.blogspot.com/...

Ef einhver hefur áhuga á að setja sig á lista eða hefur einhverjar spurningar varðandi þetta got er hægt að hafa samband við Gumma s:696-0449 eða Birnu s:692-0449

Tags:
Skrifað þann 8 February 2013 kl 8:29
Sýnir 1 til 5 (Af 5)
4 Svör

skombo

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ensk Setter got

Hér er vel að verki staðið, til hamingju með þetta. Hef fulla trú á að þessir hvolpar eigi eftir að verða mjög góðir veiðihundar og ræktendum sínum til sóma smiling

Kv. Kjartan Antonsson

Skrifað þann 8 February 2013 kl 12:12

Oddur Örvar

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ensk Setter got

Sælir.

Hérna er got í uppsiglingu sem hægt er að mæla með. Gangi ykkur allt í haginn með þetta og til hamingju.

Kv oö hús

Skrifað þann 8 February 2013 kl 13:03

HafjallaAskja

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 8 September 2012

Re: Ensk Setter hvolpar fæddir 15.03.13

Allt gékk rosalega vel og er hægt að sjá myndir innáhttp://hafrafells.blogspot.com

Skrifað þann 15 March 2013 kl 16:25

Kristinn Einarsson

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ensk Setter hvolpar fæddir 15.03.13

Sæl og til hamingju með hvolpana.

Ekki spurning um að þarna er á ferðinni topp got í fuglahundabransanum. Pabbinn hefur heldur betur sannað sig sem topp ræktunarhundur. Fjölmörg afkvæmi hafa fengið fyrstu einkunnir bæði á fjalli og í sækiprófi. Þar af hefur fjórum afkvæmum tekist að ná heiðurspremíu.

Kv. Kristinn

Skrifað þann 17 March 2013 kl 17:47