Enskur setter Uppfærsla: #-5

Oddur Örvar

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir.

Ég hef hætt við sölu á ensk setter tíkinni Húsavíkur Normu tekið þá ákvörðun að hún skuli notuð til ræktunar. Ræktunarplanið er ekki fullmótað og hugmyndir eða innlegg vel þegin. Semsagt ennþá hugarfóstur. Aðeins tveir hundar hér á landi koma til greina sem eru af þeim gæðum að ég vil nota á þessa eðaltík. Hvolpar undan Normu munu ganga fyrst til Íslendinga ef áhugi er fyrir hendi en annars munu þeir verða seldir úr landi því biðlisti er kominn erlendis frá.

Hafi einhver áhuga á hvolpum undan Normu þá má hafa samband hér á vefnum eða í emailið: kennel.husavikur@gmail.com

Pantanir eru byrjaðar að berast í hvolpa undan Husavikur Normu og því vil ég benda mönnum á að betra er að nota nefangið: kennel.husavikur@gmail.com

Nú Husavikur Norma var á rjúpaslóð í dag og því er ný mynd byrt af henni í tilefni að því.

Kveðja
Oddur Örvar Húsavík.

Tags:
Skrifað þann 11 April 2014 kl 20:08
Sýnir 1 til 15 (Af 15)
14 Svör

skombo

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Enskur setter ræktunar-hugleiðingar.

Þetta eru góðar fréttir fyrir allt áhugafólk um Enska Setann

Skrifað þann 12 April 2014 kl 16:22

Oddur Örvar

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Enskur setter Uppfærsla #-2

Sælir.

Vegna fram kominna hugmynda minnar um að rækta undan Husavikur Normu hefur réttilega verið bent á að skyldleikaræktun er varasöm! Þeir sem það gera fara með rétt mál því að það er rétt! Þess vegna hef ég farið yfir þetta mál vandlega og stuðst við þekkingu færustu manna á þessu sviði og þeir eru sama sinnis og þeir sem vara við skyldleikaræktun. En stundum gera þessir sömu menn frávik sé að þeirra mati nauðsyn á!

Kross-breeding er það besta sem menn gera í ræktun fái þeir óskylda einstaklinga af sömu tegund og eru af sömu gæðum hvað varðar útlit og veiðieiginleika sem völ er á. Sá valkostur er ekki fyrir hendi hér á landi!!!

Frakka og Ítalir mæla ekki með og vara við að fara ekki í meiri skyldleikaræktun en sem nemur 20%.

Evrópumeistari 2013 (Derby meistari 2008) hann NOTALA DELLA VECCHIA IRLANDA er skyldleikaræktaður að 14,8%. Viðmið sem Frakkar, Ítalir ofl er að fara ekki yfir 20% í skyldleikaræktun.
NOTALA DELLA VECCHIA IRLANDA er 14.8% Þetta má sjá á þessum link neðarlega til hægri....þar sem stendur... Taux de consanguinité (estimation) : 14.8 %:http://pedigree.setter-anglais.fr/genealogie/arbre.php?id=13563&fn=...

Kastljósið sem ég beini að Notala Della Vecchia Irlanda set ég upp til þess að varpa ljósi á að mínar hugleiðingar varaðandi pörun undan Husavikur Normu eru ekki óraunhæfar. Ef litið er á ættartöflu Husavikur Normu má segja að ættartaflan sé afburða. Og ef litið er á líkamlegt atgervi og veiðihæfileika sem eru að koma í ljós með hverjum deginum sem líður má segja að það sé framúrskarandi!

Pörun á Husavikur Normu og Hrímþoku Francini yrði skyldleikaræktun uppá 15,6% og er þess vegna vel innan marka sem Frakkar og Ítalir setja. Hvolpar undan þeim yrðu skilgreindir sem 83% Ítalir. Þetta má skoða á þessum link sem búið er að setja upp ef af pörun yrði:
http://pedigree.setter-anglais.fr/genealogie/arbre.php?id=30632&fn=...

Annar valkostur er þessi: ABLOS DE L'ECHO DE LA FORET X Husavikur Norma:
Pörun á ABLOS DE L'ECHO DE LA FORET X Husavikur Normu yrði skyldleikaræktun uppá 15,2% og er þess vegna vel innan marka sem Frakkar og Ítalir setja. Hvolpar undan þeim yrðu skilgreindir sem 77% Ítalir. Þetta má skoða á þessum link sem búið er að setja upp ef af pörun yrði:
http://pedigree.setter-anglais.fr/genealogie/portee_virtuelle.php?I...

Ég setti þetta á HLAÐ vefinn og kastaði upp boltanum.....menn þurfa að ræða saman og velta vöngum um valkosti. Hafi menn betri hunda eða tíkur þá þarf ekki að rækta undan Normu. Ég hef ekki komið auga á neinn annann valkost nema tíkur undan Erro x Sally Vanity. Hundarnir Husavikur Arco og Husavikur Mjölnir frá Rjúpnabrekku finnst mér að eigi bara að nota á afburðatíkur sem eru ekki í sjónmáli í augnablikinu. Þær þarf að flytja inn því þetta eru hundar af yfirkaliberi.

Ég talaði um það fyrir mörgum árum að það þyrfti að halda málþing um enska setterinn á Íslandi og móta stefnu í ræktun. En enginn hafði sérstakan áhuga á því.

Kveðja
Oddur Örvar Húsavík.

Skrifað þann 18 April 2014 kl 1:26

Oddur Örvar

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Enskur setter Uppfærsla: #-3

Sælir.

Vegna fyrirspurna sem hafa borist til mín og til þess að valda ekki misskilningi þá er ég ekki að tala um að ég sé að fara að flytja inn ensk setter tíkur. Mig vantar ekki tíkur!!! Ég á tvær, þær Hrímþoku Sally Vanity og Husavikur Normu. Sjá meðfylgjandi ættartöflur.

Tíkur þarf hins vegar að flytja inn fyrir hunda sem eru af þannig kaliberi að mér finnst að það eigi ekki að nota þá á litlar ljótar tíkur sem uppfylla ekki standarda. En það er bara mitt álit og þarf ekki að endurspega skoðun fjöldans eins og raun ber vitni!

Kveðja
Oddur Örvar Húsavík.

Skrifað þann 19 April 2014 kl 1:22

Doubles

Svör samtals: 157
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Enskur setter Uppfærsla: #-3

Sæll Oddur.

Nú er það þanning að "Hverjum þykir sinn fugl fagur" og talandi um standarda þá held ég að margir vilji sjá Erró og Normu sýna hvað í þeim býr í veiðiprófum. Megum við búast við að sjá þína hunda í veiðiprófum á næstunni , t.d. Kaldaprófinu ?

kveðja,
Hafliði Elíasson

Skrifað þann 22 April 2014 kl 12:15

Oddur Örvar

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Enskur setter Uppfærsla: #-4

Sælir.
Sæll Hafliði Elíasson.

Hvaða margir í veiðiprófum mundu vilja sjá mína hunda??? Þetta eru mjög fámenn veiðipróf og þátttaka léleg þannig að fáir mundu sjá þá þar
.
Nei ég mun hvorki koma með Erro eða Normu í veiðipróf. Það er fullreynt ég fái hlutlausa dóma frá íslenskum dómurum. En hvolpar frá mér munu líklega mæta Husavikur Arco og Husavikur Mjölnir frá Rjúpnabrekku og Husavikur Kvika og kannski Husavikur Busla. Ég segi líklega....þannig að kannski færðu að sjá hvolpa frá Husavíkur ræktuninni. Hver veit?

En þar sem að þú ert áhugasamur og vilt sjá hvað býr í Erro og mínum hundum þá er þér velkomið að skoða vídeoin frá mér sem eru bæði á youtube og facebook. Tugþúsundir eru búin að skoða þau og hvet ég þig því til þess að skoða hvað sagt er um mína hunda til dæmis á facebook í kommentum sem fylgja þeim flestum. Nú á youtube eru á milli 330000 og 340000 manns búin að skoða þau nú þegar.
Ég efa að búið sé að sýna aðra íslenska enska settera víðar og oftar en Erro eða Normu. Þetta máttu skoða hérna:
youtube:
http://www.youtube.com/channel/UCwREqNggLt8CR8Lpvx81PqQ...

youtube:
http://www.youtube.com/user/0ddur0rvar/videos...

facebook:http://www.facebook.com/englishsetter.iceland/media_set?set=vb.1000...

facebook myndir:http://www.facebook.com/englishsetter.iceland/photos...

Kveðja
Oddur Örvar Húsavík.

Skrifað þann 22 April 2014 kl 19:04

Koggi

Svör samtals: 31
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Enskur setter Uppfærsla: #-4

Oddur því ættu íslenskir dómarar að vera þér svona óvilhallir? Koma aldrei erlendir dómarar að dæma ef að þú ert svona ósáttur við þá innlendu?

Skrifað þann 25 April 2014 kl 15:09

Oddur Örvar

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Enskur setter Uppfærsla: #-4

Sælir.
Sæll Koggi.

Þetta er ekki rétti vettvangurinn til þess að rifja upp mistök íslenskra dómara.......síst af öllu mistök/brotavilji sem eru gerð af yfirlögðu ráði.

Sportið hér á landi er þannig að það þolir ekki klíkuskap eða óvild einstakra dómara í garð þeirra sem koma með hunda í dóma. Það gengur ekki heldur að hafa íslenska dómara sem aðstoðardómara. Ég get rakið nokkur mál þar sem aðstoðadómari íslenskur hafði þau áhrif að dómur varð mjög einkennilegur svo vægt sé tekið til orða og stundum beinlínis rangur.

Varðandi erlendu dómarana þá er það það sem á að gera hér á landi og það á að fá 2 erlenda dómara til þess að dæma öll próf. Þáttaka er búin að vera léleg á prófum og nær varla helming af því sem áður fyrr var og stafar það meðal annars af því hvað menn eru búnir að fó nóg af þessu bulli. Og er það miður eins og það er gaman að mæta í próf.........í góðra vina hópi...smiling

Kv oö hús

Skrifað þann 25 April 2014 kl 23:06

GulliHar

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 30 April 2014

Re: Enskur setter Uppfærsla: #-4

Sæll
Þú óskar eftir áliti annara á ræktun þinni.
Ég hef horft af hliðarlínunni í allmörg ár á þetta fuglahundasport og einu hef ég tekið eftir og það hverslags bull er að koma frá þér.
Ef ég man rétt ræktaðir þú undan Óðni þínum og ekki voru gæðin sem skinu þar í gegn, man ekki betur en þurft hafi að lóga nánast full þjálfuðum hundi vegna mjaðmaloss og önnur tík var með þvílíka tanngalla að í raun hefði hún átta að fara sömu leið með ábyrgri ræktun.
Nei það var ræktað undan henni og útkoman var sú að nánast allir hvolparnir erfðu þennan galla og einum að auki lógað vegna flogaveiki.
Næsta snilld þín er að flytja inn Erro og senda mjaðmamyndir af honum til Noregs og fá niðurstöðurnar mjaðmalaua ! Nei ekki hættir þú þar heldur sendir nýjar myndi í Ameríska bíla lúgu og keyptir þér slarkfærar myndir þar.
Þá er drifið í pörun og var hundurinn þinn ósýndur og óveiðiprófaður sem er algerlega andstætt allri hundarækt, er sennilega búinn að fara á eina sýningu síðan. Það er lágmark að Veiðihundur sé með veiðiprófsdóm að ég tali ekki um sýningardóm til að vera nothæfur til ræktunar. Ekki er komið úr mjaðmamyndum eða öðru úr því goti og verður fróðlegt að sjá niðurstöðurnar úr því.
Að þínu áliti er nóg að haf góðar ættir á bakvið hundana og klára svo auglýsingar herferðina með myndböndum á Youtube þar sem dauð skelfdur hundur með óttasprungin augun hendist undan fótununum á þér drulluhræddur við spörkin. Til að bíta höfuðið af skömminni er búið að klippa þetta í drasl og gluða tónlist yfir öskrin í þér. Jú þá lítur þetta betur út, en fólk sér í gegnum þetta.
Nú á að fara að para einhverja Normu sem er algerleg óskrifað blað og hefur ekkert sýnt og ekkert gert.

Það er ástæða fyrir því að hundaræktarfélög eru til ! En fólk eins og þú þarf ekki að hlíta reglum þeirra það er yfir þau hafin. Sennilega vegna þess að það er með hunda sem standast ekki kröfurnar. Þú vælir um hlutdræga dómara og prófin eru full af Norskum og Sænskum dómurum. Samkvæmt heimasíðu fuglahundamanna dæma erlendir dómar 13 daga á þessu ári, nei auðvitað eru þeir ekki hlutlausir og ofsækja þig. Í 99 % tilfell eru menn sem ekki koma með hundana í veiðipróf með drasl sem þolir ekki samanburð.

Mín tillaga í ræktun hjá þér þar sem þú biður um ráðleggingar og tillögur er að þú sameinist hundabúinu í Dalsmynni þið eruð alveg á sömu línu.

Skrifað þann 30 April 2014 kl 13:49

Oddur Örvar

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Enskur setter Uppfærsla: #-4

Sælir.
GulliHar, Oddur Örvar heiti ég. Þegar þú ert búinn að hringja í mig og kynna þig undir réttu nafni öðru en að vera Pokapresturinn þá skal ég svara þér ÖLLU hér á þessum vettvangi. Öðrum ekki. Munurinn á mér og þér er nefnilega sá að ég get staðið undir öllu sem ég skrifa. Getur þú það?
Kveðja
Oddur Örvar Húsavík....og síminn er 8951776.

Skrifað þann 30 April 2014 kl 22:40

skombo

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Enskur setter Uppfærsla: #-4

Sælir.

Þú sem felur þig bak við grímuna Gulli Har, hér eru skilaboð til þín smilinghttp://www.youtube.com/watch?v=nrF-mcO4MIY...

Kveðja
Kjartan Antonsson

Skrifað þann 1 May 2014 kl 12:57

Koggi

Svör samtals: 31
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Enskur setter Uppfærsla: #-4

Ef að það eru 12-14 dagar með erlendum dómurum í prófum mætti nú ætla að menn gætu tekið þátt , það hlýtur eitthvað annað að búa að baki.

Skrifað þann 2 May 2014 kl 12:06

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Enskur setter Uppfærsla: #-4

Ekki ætla ég að blanda mér í deilur um hundaræktun, enda hef ég ekki vit á því, né um veiðipróf og dóma. Ég hef hins vegar töluvert vit á mjaðmadysplaciu þó að í annari dýrategund en hundum sé. Ég varð eiginlega alveg agndofa yfir orðavali í innslagi hér að ofan, viðkomandi hefur greinilega ekki kynnt sér málið til hlýtar og því ætla ég að hjálpa lesendum til að átta sig á þessum anga umræðunnar: "Ameríska bílalúgan" þar sem OOM "keypti sér slarkfærar mjaðmamyndir" af Erro erhttp://www.offa.org, hér nánar um greiningu á mjaðmadysplaciu eftir þeirra aðferðafræði;http://www.offa.org/hd_grades.html.... og smá um það hversu mikil bílalúga þetta er nú:http://www.peteducation.com/article.cfm?c=2+2084&aid=444... og þetta er klausan úr greininni: "OFA: The method used by the Orthopedic Foundation for Animals (OFA) has been the standard for many years. The OFA was established in 1966, and has become the world's largest all-breed registry. The OFA maintains a database of hip evaluations for hundreds of thousands of dogs. Radiographs are taken by a local veterinarian using specific guidelines and are then submitted to the OFA for evaluation and certification of the dog's hip status. Since the accuracy of radiological diagnosis of hip dysplasia using the OFA technique increases after 24 months of age, the OFA requires that the dog be at least two years of age at the time the radiographs are taken. Because some female dogs experience additional hip subluxation when they are in heat, pregnant or nursing the OFA recommends that the evaluation should not be performed during these times". Það eru sum sé þrír afgreiðslumenn í bílalúgunni sem selja slarkfærar myndir af mjöðmum, ekki einn. Erro var 27 mán. gamall þegar myndirnar voru teknar af honum og útkoman GOOD. Sum sé: hann er ekki með mjaðmadysplaciu.

Skrifað þann 2 May 2014 kl 22:36

skombo

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Enskur setter Uppfærsla: #-4

Gott innlegg hjá þér Bettinsoli.

Langar að koma með eitt dæmi hér að heiman. Veit að viðkomandi fyrirgefur mér að nafngreina hann, það er bara mun trúanlegra.

Hann Óli Gordon vinur minn fór á sínum tíma með hann Ými í mjaðmamyndatöku. Ýmir var rétt rúmlega eins árs og voru myndirnar sendar til Noregs í úrlestur.
Niðurstaðan var að sjálfsögðu sjokk þar sem hann var með ef ég man rétt C mjaðmir! Um leið var byrjað að taka gotið hans af lífi hér á Hlað af persónum sem silgdu undir nafnleynd! Svona svipað og einn aðili er að reyna að gera hér að ofan.

En hvað um það. Ég lagði marg oft að Óla að fara með Ými aftur þegar hann væri orðinn fullra tveggja ára. Óli var nú ekkert að spá í því, ætlaði bara að taka þessu eins og hverju öðru hundsbitit.

Nú kemur smá innskot. Þegar ég byrjaði með hunda sem þurfti að mjaðmamynda fyrir pörun var þess krafist í noregi að hundar hefðu náð tveggja ára aldri fyrir myndatöku. Eftir miklar rannsóknir var aldur hunda færður niður í eins árs. Rökin voru þau að þeir hundar sem greindust með mjaðmalos eins árs væru líka með það tveggja ára. Og svo öfugt, þeir sem væru hreinir væru alltaf hreinir tveggja ára.

Nema, og þá kemur þetta stóra nema! 5% hunda sem greindust með los eins árs voru ekki með los tveggja ára. Og nú kemur rúsínan í pylsuendanum. Óli lét mynda aftur og aftur voru myndirnar sendar til Noregs. Ekki nóg með það heldur las sami læknir úr seinni myndunum og las úr þeim fyrri. Nafnið hans er á báðum niðurstöðum.

En til að stytta nú söguna .................... Þá var Ýmir með A mjaðmir í seinna skiptið. Mig grunar reyndar að sá nafnlausi hérna viti allt um þessa sögu ;)

Kveðja
Kjartan Antonsson

Skrifað þann 3 May 2014 kl 0:02

Oddur Örvar

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Enskur setter Uppfærsla: #-5

Ég kýs að halda mig við málefni sem eru hundarnir og læt annað liggja milli hluta. Betra er þó að vita við hverja maður á tjáskipti við.

Sá nafnlausi kom inná fyrri ræktun frá mér. Ég vil í því sambandi taka fram að ég lánaði hundinn minn Húsavíkur Óðinn á tík sem ég er ekki eigandi að. Svo að ræktunin var ekki mín. Ég er hins vegar búinn að rækta núna undn Hrímþoku Sally Vanity og Vindolas Husavikur Erro þar sem ég er ræktandinn og eigandi að báðum hundum. Varðandi skakkt tannbit, mjaðmalos ofl er ég búinn að fá minn skammt af. Þess vegan setti ég þessar línur sem hluta af svari til manns nokkurn fyrir fáum dögum sem var að diskútera við mig ræktunarplön á málefnalegum nótu í gegnum emailið kennel.husavikur@gmail.com Tekið úr því samtali: „Hina á ekki að nota í ræktun....ekki heldur þá sem komu frá Óðni X Suzie-Q. Stopp þar líka.“

Ég Oddur Örvar tek það sérstaklega fram að þetta er bara mitt álit. Útkoman var ekki viðunandi.

Tilfellið er að það vantar nefnilega málefnalega umræðu um þessi mál varðandi ræktun enskra settera.

Sá nafnlausi reynir að kasta rýrð á hugmyndir mína um að rækta undan Húsavíkur Normu sem ekkert hefur sýnt eða gert!!! Nú ég vil taka það fram að Norma er rétt orðin 12 mánaða gömul en þessi tík á bjarta framtíð spái ég á veiðum. Nú sá nafnlasi segir einnig að ég stundi dýraníð með spörkum og öskrum svo augun ætli útúr hundunum. Þetta er ekki svaravert!!! Væntanlega hefur hann vini mína sem ég geng með dags daglega til vitnis um þetta. Eða hvað? Hundaþjálfun er margslungin og toppárangri nærðu bara með mikilli næmni fyrir því hvað þessi eða þessi hundur þarf til góðra verka. Dýraníð spörk og misþirmingar eru ekki meðulin til þess að ná toppárangri.

Mikið efni á ég af myndum og myndböndum sem ég er misduglegur að setja saman og koma á framfæri, en í vikunni tók ég saman nokkrar klippur teknar sama daginn og voru setter saman. Þar sem nefnt var að Husavíkur Norma hefði ekkert sýnt eða gert vil ég gleðja alla sem áhuga hafa fyrir góðum hundum að skoða þessi myndbönd á youtube. Ég hlakka til þess að sjá myndböndin frá þeim nafnlausa.

Vindgnauð í videoum eru mjög hvimleið, því vel ég að útiloka umhverfishljóð en hérna má sjá 2 myndbönd af því sama. Annað með umhverfishljóðum og hitt með musick. Þetta er bara smekksatriði og ég er hlinntur músikinni og því set ég vidoin þannig fram:

Óklippt með vindgnauði, flautukonserti og snjóbraki:http://www.youtube.com/watch?v=Un1gZwYxZxw...

Smá klippt með músik:http://www.youtube.com/watch?v=r29w_8ueo1Q&feature=youtu.be...

Kveðja
Oddur Örvar Húsavík.

Skrifað þann 3 May 2014 kl 12:02