Er þörf á heyrnarhlífum fyrir veiðihundana?

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Á Skotreynarvellinum kom upp áhugaverð umræða í gær; þurfa veiðihundarnir heyrnarhlífar? Við erum sem betur fer öll farin að nota heyrnarhlífar, en hundurinn sem er nú oft rétt hjá þegar skotið er, er með engar.
Er þörf á því eða ekki. Fór á netið að leita og fann m.a. þennan þráð;
http://www.dogforum.net/gundogs-sporting-dogs/13558-hearing-protect...

Hefur einhver spjallverja hér e-a þekkingu á þessu? Dýralæknar á spjallinu? Hundaeigendur?

Tags:
Skrifað þann 16 December 2012 kl 11:46
Sýnir 1 til 3 (Af 3)
2 Svör

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þörf á heyrnarhlífum fyrir veiðihundana?

Ég hugleiddi þetta á sýnum tíma vegna labradors tíkarinnar minnar og eftir nokkrar pælingar ákvað ég að þetta hlyti að vera í lagi þar sem hún er við hliðina á mér og aðeins aftar svo aðal hvellsveppurinn fer ekki á hana og hún er alltaf fyrir aftan mig á gæs og líka þegar ég nota stóra riffilinn þá er hún líka fyrir aftan í smá fjarlægð.Ég nota flautustýringu svo ég gæti ekki sett á hana hlífar það gengi ekki upp.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 16 December 2012 kl 19:25

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Er þörf á heyrnarhlífum fyrir veiðihundana?

http://www.amazon.com/Mutt-Muffs-DDR337-Hearing-Protection/dp/B002CZQ1R2 þetta kom sem svar við þræði á shotgunworld.com . Þar er sumt fólk á því að það sé ekkert sniðugt að taka hunda á skotvellina, þeir svo sem rökstyðja það ekki mikið, nema að fyrst að þetta skemmi heyrn okkar, þá skemmi það heyrt þeirra lika, en benda á að staðsetning hundsins við skotið skipti máli (þ.e. hvort hann sé fyrir aftan eða skotið yfir höfuðið á hundinum) og sitthv. fleira sem þar er týnt til.
Einn póstanna hafði þessa setningu; "The last ducks unlimited magazine just had an article about teaching your dog hand signals at a young age because they will eventually have hearing loss due to gun fire. If it affects us, why wouldn't it affect them?"

Skrifað þann 16 December 2012 kl 23:04