Fóður fyrir labrador?

Hundur

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 3 October 2013

Gott kvöld.

Er að velta fyrir mér hvaða fóður menn eru að gefa labrador hundum. Hefur einhver prófað hundafóðrið sem fóðurblandan er að selja?

kv.
Hundur

Tags:
Skrifað þann 3 October 2013 kl 22:16
Sýnir 1 til 7 (Af 7)
6 Svör

vik

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fóður fyrir labrador?

Ég er að nota Robur, hef verið að nota Elg (blár poki) en síðan þegar árin færðust yfir fór tíkin að fitna of mikið af því, reyndi þá lamb en það gekk ekki og er núna með Sensetive sem er í rauðum poka. Robur er mjög gott fóður og feldurinn hefur verið mjög góður, hárlos lítið etc. Mæli hiklaust með því en þú þarft að finna blönduna sem hentar þínum hundi Kv. Viðar

Skrifað þann 6 October 2013 kl 12:43

Hundur

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 3 October 2013

Re: Fóður fyrir labrador?

Takk fyrir þetta. Er að fikta mig áfram við þetta. Var að gefa honum Bosh fóður sem fyrri eigendur gáfu honum en það fæst ekki á þeim landshluta þar sem ég bý. Eru ekki einhverjir fleiri sem geta sagt frá því sem þeir eru að gefa sínum hundum?

kv.
Hundur

Skrifað þann 9 October 2013 kl 11:32

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fóður fyrir labrador?

Ég er með sænska fóðrið frá Bendi.is Halla Foder heitir það er með labrador tík feldur flottur og ég síðan eik eða mínka skamtinn eftir því hve mikið álag er á henni í veiði. Hún svaraði brit fóðrinu illa þegar ég prófaði það og fékk ofnæmisviðbrögð lík og eyrnabólgu og gerði það líka með trainer frá petmax líka en hef ekki prófað royal ens og Hlað er að selja finnst það full dýrt fóður þar sem að mínu mati er sænska fóðrið betra.
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 9 October 2013 kl 19:54

bryndis

Svör samtals: 18
Virk(ur) síðan: 11 September 2013

Re: Fóður fyrir labrador?

Ég mæli með Proformancefóðrinu en er svo sem ekki alveg hlutlaus, er að selja það á Akureyri smiling en það er sent um allt land frá Reykjavík.
Við erum mjög ánægð með það fyrir okkar labbatík, vorum á Hallafoder og það er líka fínt fóður

Proformance Lamb and rice, chicken and rice og Active adult 20 kg pokar á 12 þúsund kr.

getur kíkt og pantað á facebooksíðunni hér fyrir neðan og skoðað betur innihaldslýsingu á neðri linknum


http://www.facebook.com/hundaogkattamatur?fref=ts...

http://www.proformancepet.com/EU-products/...

kv. Bryndís

Skrifað þann 10 October 2013 kl 16:12

Murri

Svör samtals: 18
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fóður fyrir labrador?

Ég er með hundinn minn á propac frá snati.is
Mjög fallegur feldurinn ,fer lítið úr hárum og það
virðist gera honum mjög gott.....

Skrifað þann 15 October 2013 kl 8:27

GulliH

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 8 October 2013

Re: Fóður fyrir labrador?

Sæll. Ég hef verið með mína Labradora á RoyalCanin og hefur það farið mjōg vel í þá, fallegur og glansandi feldur. Eflaust er fullt af ōðru ódýrara fóðri jafn gott. En ef að þetta gerir got fyrir mína hunda sé ég ekki ástæðu að skipta fyrir nokkrar krónur.

Kv GH

Skrifað þann 16 October 2013 kl 1:18