Golden retrever Veiðihundur, fyrir mína veiði ?

Bresturinn

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 17 September 2013

Sælir félagar,
Er nokkurnveigin búinn að sannfæra konuna að fá hund. Golden Retrever skal það verða og er ég mjög sáttur við það. Þessir hundar voru nú upphaflega ræktaðir í veiði, en mér skilst það að þeir séu ekki mjög vinsælir hér á landi kanski sökum ræktunar á klakanum. Ég stunda rjúpu, gæs, önd, og sjófuglaveiðar en er mjög hóflegur í því öllu sökum þess að ég eyði mestum mínum tíma á sjó. Yfir árið fer ég kanski 0-10 sinnum á gæs 2 sinnum á önd svo næ ég í mínar 15 + rjúpur á diskinn. Einu kröfurnar sem ég geri til hundsins er að hann sæki þá fugla sem ég þarf að hann sæki. Er alveg sama þó hann sé lengi að því, vill bara getað skotið á fleiri stöðum án þess að missa frá mér dauða fugla. hef sjálfur oft þurft að synda í 1 ° heitum sjó eftir stokkönd en bara nenni því ekki lengur þóg ég hafi gott af kanski. Eru þetta eki raunhæfar kröfur á golden ? eða eru þeir margir ónýtir til veiða? endilega hjálpið mér með þetta.

Tags:
Skrifað þann 17 September 2013 kl 4:24
Sýnir 1 til 3 (Af 3)
2 Svör

steinifr

Svör samtals: 22
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Golden retrever Veiðihundur, fyrir mína veiði ?

Sæll
Eg hef ekki orðið var við að Golden Retriver hafi verið mikið notaður í veið hér á landi. Það sem þú ert að leita eftir er enskur seti eða labardor. Guðmundur Ragnarsson er með til sölu góðan labrador í veiðihundalínu síminn hjá honum er 8989400. Ég get selt þér enskan seta er bæði með tík og rakka sem eiga foreldra sem hafa fengið 1. eiknunn á veiðiprófum og hvolparnir fengu góða ræktunardóma á sýningur HRFI 7. sept símin hjá mér er 8930228
Kveðja
Þorsteinn

Skrifað þann 17 September 2013 kl 20:39

óskarhafsteinn

Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Golden retrever Veiðihundur, fyrir mína veiði ?

Golden retriever er eins og nafnið segir til um sækjandi veiðihundur. ég þekki til golden hunda sem hafa tekið þátt í veiðiprófum og í veiði með fínum árangri á sjálfur labrador sem er að stíga sín fyrstu skref í veiðinni... þetta snýst allt um að vera duglegur að þjálfa hundinn og ekki fara of geist..http://www.youtube.com/watch?v=_tGMNaV0tcM... smá video af golden í vinnu smiling en það er eins í þessu og öllu öðru það eru allir með sýnar dillur smiling

Skrifað þann 17 September 2013 kl 23:07