Hvaða tegund fyrir heimilishund?

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ágætu félagar!

Við feðgarnir erum að velta fyrir okkur að fá okkur
hund okkur til ánægju og gleði...fyrir bæði okkur
og blessað dýrið.
Engan veiðihund heldur góðan og tryggan félaga
11 ára sonar míns.
Mín spurning til ykkar sérfræðingana er þessi :
Er einhver tegund betri en önnur....ég veit ekkert
hvað ég er að tala um í þessu samhengi og því
eru ykkar ráð gulls ígildi!!!

Með fyrirfram þökk fyrir góð ráð!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Tags:
Skrifað þann 22 November 2013 kl 22:16
Sýnir 1 til 5 (Af 5)
4 Svör

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvaða tegund fyrir heimilishund?

Ágætu félagar!!

Í guðana bænum hjálpið mér í þessu máli!!

Með vinsemd,
Mgnús Sgurðsson
( sem vill helst fá lítin hund sem ekki fer úr hárum...
er svoleiðis hundur yfirleitt til?)

Skrifað þann 22 November 2013 kl 23:33

hnodri

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvaða tegund fyrir heimilishund?

Ég hef ekki skoðað eða kynnst öllum tegundum en hef ekkert nema gott um mína tík að segja sem heimilishund...er með litla og netta vorsteh tík...góð á heimili og fer lítið úr hárum...skemmir ekki fyrir veiðiáhuginn hjá henni.
Gangi þér vel

E.s. Þeir eru allir góðir svo lengi sem rétt er farið með þá og bæði ykkur og hundinum líður velsmiling

Skrifað þann 25 November 2013 kl 1:09

Murri

Svör samtals: 18
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvaða tegund fyrir heimilishund?

Enskur cokker spaniel er fjörugur og gáfaður hundur,barngóður og alltaf til í leik.
Þó ég sé með aðra tegund þá mæli ég með þessum sem fjölskylduhundi....

Skrifað þann 25 November 2013 kl 11:18

Blazzdos

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvaða tegund fyrir heimilishund?

Sæll Magnús svo er líka schnauzer, getur fengið þá í þrem stærðu og fara lítið úr hárum.

Kv. Rúnar.

Skrifað þann 26 November 2013 kl 10:44