Nokkrar spurningar um labrador

mr.doggy

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Góðan daginn menn/konur á hlað. Mig hefur lengi langað í Labrador og stefni á að fá mér hund næsta vor. Ég veit það er hægt að fá fullt af upplýsingum úr bókum og svoleiðis en mig langar líka að fá upplýsingar hjá fólki sem hefur átt og á svona hunda til að auðvelda mér og hundi lífið svo okkur muni líða sem best saman.
No.1 Hver er munurinn á hund og tík? T.d Hvort kynið er þægilegra og auðveldara í þjálfun o.s.fr.?
No.2 Skiptir liturinn einhverju máli, mér var sagt að fá mér ekki brúnan því þeir væru svo úthaldslitlir spyr sá sem ekki veit? Hljómar vitlaust en betra er að spyrja vitlaust en að spyrja ekki.
No.2 Mig langar að nota hann í skotveiði , en ég er ekki mikill veiðimaður fer svona ca.2 gæsatúra og 2-3 rjúpnatúra á ári. Ef ég þjálfa hann hann í veiði og fer svona fáa túra á ári getur það komið eitthvað niður á veiðigetu/hæfileikum hundsins að fara svona sjaldan, þá meina ég getur hundurinn gleymt því sem hann var þjálfaður í ef maður er ekki stanslaust að halda þjálfuninni við?
No.3 Er það rétt sem ég er að heyra að fyrsta árið hjá Labrador hvolp að þá þurfi maður að passa að hann sé ekki að hoppa í og úr sófa, í og úr bíl o.s.fr. út af hættu við mjaðmalos, að maður eigi helst að lyfta þeim á þessa staði?
Endilega að benda mér á eitthvað sem ég þarf að passa mig á því ég vil gera þetta eins rétt og hægt er til að hundinum muni líða sem best hjá mér.
Vil taka það fram að ég hef aldrei átt hund áður og þess vegna vil taka mér góðan tíma í að fræðast eins mikið og hægt er áður en ég fæ mér hund.
Kv. A.G.

Tags:
Skrifað þann 19 September 2012 kl 11:50
Sýnir 1 til 7 (Af 7)
6 Svör

Koggi

Svör samtals: 31
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nokkrar spurningar um labrador

Sæll Doggy,

Varðandi það að velja milli rakka og tíkur er að þetta skiptir kannski ekki öllu máli, rakkarnir merkja meira en tíkurnar lóða 2var sinnum á ári svona öllu jöfnu. Oft er talað um að tíkurnar séu undirgefnari en rakkarnir og í mínu tilfelli er það þannig, en misjafnt milli hunda eins og að þeir eru margir. Ef að þú ert að spá í veiði þá mæli ég með því að þú skoðir frekar hvolpa undan hundum með góðan veiðiprófs árangur, það verður alltaf líklegra til árangurs. Þú þarft alltaf að viðhalda æfingunni á hundinum það er bara eins í þessu sporti og öðrum. Liturinn skiptir ekki öllu máli og hefur lítið með úthald að gera en ég held ég sé engu að ljúga að það eru flestir veiðimeistarar á Íslandi svartir smiling , aðal atriðið er samt að fá hvolp undan góðum veiðihundi. og varðandi 3 atriðið þá borgar sig að fara varlega með þá upp á að minnka hættu á mjaðmalosi.

Skrifað þann 20 September 2012 kl 10:15

mr.doggy

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nokkrar spurningar um labrador

Takk fyrir þetta Koggi

Skrifað þann 21 September 2012 kl 9:40

Ingojp

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nokkrar spurningar um labrador

Sæll vertu, Ég er með einn 1 árs gamlann rakka sem ég hef verið að þjálfa í veiðina og gengur það svona þokkalega. Tek það fram að þetta er í fyrsta sinn sem ég er að standa í þessu.

Ég tók hann með mér eitt sinn í smávegis vargeyðingu þá 8 mánaða gamall og ég var hissa hann fór og náði í varginn og kom með hann til mín. Ég er kannski svona vitlaus að þetta sé rosalega mikið í þeirra eðli eða þá að pabbi hans er mikill og góður veiðihundur.

Ég hef skoðað mikið af kennslumyndböndum á youtube ásamt dvd disk sem ég fékk að láni og það hefur reynst mér vel.


Endilega fáðu þér svona vin þetta eru æðislegar skepnur

Skrifað þann 25 September 2012 kl 0:44

atlimann

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nokkrar spurningar um labrador

Sæll,
ég settin inn svipaðan póst á gamla Hlað vefinn í fyrra, og fékk nokkur góð svör.

Mér var ráðlagt að mæta í veiðipróf og fylgjast með bæði hundum og stjórnendum, ég verð að segja að þetta er besta ráð sem mér var ráðlagt, til að mynda mér skoðun á því hvað mig langaði í.

Ekki nóg með að sjá allar 3 týpurnar af labrador, heldur þá er hægt að spjalla við alla sem eru að stunda veiðipróf.... bæði áhugamenn og ræktendur, það var virkilega vel tekið á móti mér og eftir prófið þá var ég búin að mynda mér skoðun og þá gat ég farið að leita af hundi sem uppfyllti mínar kröfur um heilsufar, útlit o.f.l.

Ég gæti skrifar langa ritgerð en ég hef ekki tíma í það, en ef þú vilt þá máttu hringja í mig og ég skal aðstoða þig eins og ég get og komið þér í sambandi við góða menn sem eru að rækta eðal hunda.

Mbk.
Atli Már

895-6848

Skrifað þann 2 October 2012 kl 21:09

mr.doggy

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nokkrar spurningar um labrador

Takk fyrir góð svör.
Atli Már númerið þitt er komið í símaskrána hjá mér og ég mun hringja einhvern tíman í þig. Takk kærlega.
Kv. A.G

Skrifað þann 8 October 2012 kl 9:04

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nokkrar spurningar um labrador

Veiðiprófin eru góð wink

Skrifað þann 9 October 2012 kl 17:23