Nokkrar spurningar um Labrador

mr.doggy

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Góðan daginn. Ég á 10 mánaða gamlan Labrador rakka sem ég er að þjálfa í veiðina og það gengur mjög vel.
En þegar ég er með hann lausan úti í þjálfun þá á hann það til að hlaupa í burtu og elta fugla, ef hann sér aðra hunda þá er hann farinn og hlustar ekkert á mig og líka þegar hann sér fólk þá rýkur hann af stað og vill heilsa þeim þó ég kalli á hann stopp og svona þá bara hlustar hann ekki sem er mjög óþægilegt, Læt fylgja smá sögu. Ég var með hann upp á heiði um daginn og gekk fínt, svo sá hann fugl og hann var farinn og hlustaði ekkert og ég týndi honum, ég labbaði útum allt, fór upp á háar hæðir og hóla, gargandi nafnið hans og og svo eftir ca 30 min sá ég hann poppa upp lengst í burtu, og ég náði athygli hans og snéri mér undan honum og byrjaði að labba í burtu og þá kom hann. Ég er búinn að reyna margt, lokka hann með nami, fela mig, reyna að láta hann vera með athyglina á mér þegar aðrir hundar og fólk eru nálægt og stundum gengur það en hann á þetta til að rjúka í burtu frá mér. Kannski eru þetta óþarfa áhyggjur hjá mér, kannski eldist þetta af honum.

Hvað geti þið sagt mér um geldingar, ég veit ekki alveg hvað ég á að gera í smbandi við það. Sumir segja það allt í lagi aðrir segja alls ekki, hann gæti misst part af karekter sínum og svona, vil taka það fram að ég ætla aldrei að sýna hann og hann er ekki til undaneldis hann er bara fyrir mig.

Og eitt enn hvar get ég skotvanið hundinn og hvar má ég skjóta Máv, ég er nýfluttur á Selfoss, ég er búinn að spyrja lögguna og hún segir að það sé erfitt þetta sé allt í einkaeigu hérna og svo fór ég til Sandgerðis um daginn og ætlaði að að skjóta á Miðnesheiðinni en löggan þar sagði að það væri stranglega bannað að skjóta þar. Ég sagðist vita að að rjúpnaveiðar væru bannaðar um allt þarna en þeir sögðu að það væri bannað að skjóta allstaðar á Reykjanesskaganum og ég mætti hvergi skjóta Máv nema með leyfi landeiganda.

Vonandi getið þið eitthvað hjálpað mér. Vil taka það fram að þetta er fyrsti hundurinn minn

Kv. A.G.

Tags:
Skrifað þann 12 November 2013 kl 18:26
Sýnir 1 til 6 (Af 6)
5 Svör

Koggi

Svör samtals: 31
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nokkrar spurningar um Labrador

Sæll,

Þarna er byrjað á vitlausum enda, við byrjum að þjálfa hundinn og hann þarf að sýna stöðuleika á hæl,vera kjurr hlýða innkalli o.sfrv, 10.mánaða hundur hefur eiginlega lítið að gera á veiðar ef hann hlýðir ekki og mér finnst þetta alltof ungur hundur til að vera í veiði, það tekur að jafnaði 2ár að þjálfa hund í veiði misjafnt eftir einstaklingum, mér sýnist besta ráðið með þennan hund að best sé að hafa hann í góðum spotta svo að þú getir gripið inní ef hann hlýðir ekki innkalli og eða er tregur til að koma inn með bráð eða Dummý. Best er fyrir þig að reyna fá leiðbeiningar hjá einhverjum reyndari ef einhver er i þínum heimabæ. Varðandi að skotvenja þá er fínt að nota svæði skotfélaganna þegar æfingar eru í gangi vera með hundinn í hæfilegri fjarlægð svo hann heyri hvellina og svo er fínt að fá sér startbyssu , það þarf ekki að vera skjóta fugla til að skotvenja.

Skrifað þann 13 November 2013 kl 12:56

mr.doggy

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nokkrar spurningar um Labrador

Sæll Koggi og takk fyrir svarið. Vil bara leiðrétta misskilninginn, kannski kom ég þessu ekki nógu vel frá, en hann hefur ekki farið með mér á veiðar enda langt frá því að vera tilbúinn, þegar ég sagðist hafa sleppt honum lausum þá vorum við upp á Hellisheiði og ég var ekki á veiðum, var að þjálfa hann á opnu svæði þar sem er kannski ekki mikið af fólki á ferli.

Enga síður takk fyrir svarið og ég ætla að prófa að fara með hann á skotsvæðið.

Kv. A.G.

Skrifað þann 13 November 2013 kl 21:15

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nokkrar spurningar um Labrador

Sæll vinur besta æfingin er taumur venja við hæl flauta er alveg nauðsinleg því hún er skapgerðarlaus og hundurinn lærir ekki á hana eins og okkur þegar röddin breytist er við reiðumst. 1 pípp er stopp og þetta bara gerir þú á göngu við hæl og kippir (leiðréttir) hundin ef hann stoppar ekki.
Ef þetta er alveg öruggt þá kemur skipunin frjáls (frjáls er ekki eitthvað sem hundurinn ræður heldur þú)
Með hunda er best að fá einhvern með vanan hund hjálpa þér þá stendur þú með þinn í taum og gefur skipunina sestu. Þá labbar hinn með hundin sinn framhjá ca 2 metrar og að sjálfsögðu ríkur þinn af stað þá skaltu taka fast á því strax og ákveðin skipun um að sitja og kjurr í kjölfarið.Þá gengur hundurin aftur framhjá og þú mátt alveg hvetja þinn eða minna á kjurr og ef hann er kjurr þegar hundur er kominn ca 5 metra frá skaltu hrósa óspart og svo labba aðeins frá hinum hundinum og flautustoppa og gefa sestu kjurr skipunina þá kemur hundurinn í sömu fjarlægð og þú með sömu áminninguna og ef allt fer að óskum sat hann kjurr annars er það önnur föst og ákveðin leiðrétting en þegar hundurinn er alltaf kjur skal hinn hundurin ganga í meters fjarlægð með öllum sömu formerkjum.
Þessum æfingum þarf reglulega að viðhalda.
Hundur sem er kominn með hæl og flautustopp og innkall sem er hjá mér 2 píp og útbreiddur faðmur er kominn vel á veg en næsta æfing er að hafa hann í löngum spotta og gefa frjáls skipun eftir að þú ert aðeins búin að leyfa honum að hlaupa úr sé spennuna og eftir ca 5-7 metra gefur þú flautustopp ef hann ættlar að hunsa bíðuru aðeins og flautar aftur og strax á eftir rykkiru í spottann.
Þarna ertu að kenna hundinum að þitt vald gildir lengra en 2 metra þægindarammin í kringum þig.
Gangi þér vel
ÞH

Skrifað þann 13 November 2013 kl 22:43

Koggi

Svör samtals: 31
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nokkrar spurningar um Labrador

Já ég afsaka minn miskilningur smiling , en það væri best fyrir þig að reyna að fara á retrievenámskeið með hundinn þinn, eða reyna að finna þér einhvern æfingafélaga sem hefur einhverja reynslu af því að æfa veiðihund. Ég get sent þér lítinn bækling á maili (pdf) fyrir retriver æfingar en ég undirstrika þetta með að fá góða leiðsögn hjá reyndari mönnum og konum .

Skrifað þann 14 November 2013 kl 7:26

mr.doggy

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nokkrar spurningar um Labrador

Takk fyrir þetta, kemur að góðum notum. Var ekki búinn að heyra þetta með flautustoppið á göngu en ætla að nota þessa æfingu.

Kv. A.G.

Skrifað þann 16 November 2013 kl 14:00