Retriever blendingur - veiðiþjálfun

pjakkzenegger

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 7 June 2014

Ég er nýkominn með skot- og veiðileyfi og er að fara að feta mig áfram í þessum veiðimálum. Ég er með 9 mánaða labrador/golden retriever blending sem mig langar að prófa að vinna með sem veiðihund. Þetta er duglegur hvolpur sem fylgist vel með, er fljótur að læra og vill vinna, en veiðinámskeiðin hjá HRFÍ eru fyrir hreinræktaða, svo ekki fer ég þangað. Ég var að hugsa um að kaupa mér dvd disk og bók og byrja þannig og fá svo leiðbeiningar frá öðrum veiðimönnum sem ég kannast við. Er það nokkur alger vitleysa? Ég var að spá hvort þið mæltuð kannski með einhverju sérstökum bókum eða kennslumyndböndum sem ég gæti stuðst við? Kannski einhver tips líka? Hann sest, er kyrr og hlýðir kalli, er þægilegur í taum en er ekki búinn að læra hæl og að leggjast eða hlýða flautu t.d.

Ég held það væri tilvalið að byrja að vinna í honum núna þar sem ég mun sennilega næstu 1-2 haust vera að einbeita mér að því að ná góðum tökum á veiðinni og ef vel gengur þá væri fínt eftir það að prófa að taka hundinn inn í þetta, þá 2-3ja ára gamlan, sem mér skilst að sé góður aldur fyrir þá til að fara með.

Tags:
Skrifað þann 7 June 2014 kl 0:25
Sýnir 1 til 3 (Af 3)
2 Svör

labbinn

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Retriever blendingur - veiðiþjálfun

getur prufað að tala við hundalíf
Albert heitir hann er ekki með numerið hjá honum en hann er með allskonar námskeið og þarft ekki að vera með ættbókafærðan hund þar inn . gangi þér vel

Skrifað þann 9 June 2014 kl 22:10

gummith

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Retriever blendingur - veiðiþjálfun

Ég get mælt með Alberti hiklaust,http://www.hundalif.is
Annars um að gera að lesa og viða að sér fróðleik samhliða æfingum.

Skrifað þann 23 June 2014 kl 18:17