Skokk með labrador retriever

chrysophylax

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sæl

Nú hef ég skokkað með labrador tíkina (3 ára) frá því vetur. Vorum bæði í litlu formi og áttum því prýðilega samleið til ad byrja með. Undanfarið finnst mér hinsvegar farið að draga af hundinum þegar vegalengdirnar aukast (5 - 10 km). Hraðinn er ekki mikill, ca 10 km/klst.

Nú er þekkt að ekki er gott að láta labbana hlaupa endalaust - en hvar liggja mörkin? Mėr finnst súrt i broti ef dýrið getur ekki haft við offeitum kalli a fertugsaldri!

Tags:
Skrifað þann 28 July 2012 kl 11:05
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

Camo

Svör samtals: 107
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skokk með labrador retriever

Hvað er hún gömul. Hefur þú látið mjaðma og olnboga mynda. Ef hún er með mjaðmalos er þetta ekki gott fyrir hana og á endanum er það þú sem heldur á henni út þegar hún þarf að gera stikkin sýn. Myndi ath. þetta.
Kv: Magnús.

Skrifað þann 28 July 2012 kl 19:02

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skokk með labrador retriever

Sæll ég er sammála Magnúsi þetta gæti verið skýringin því ég hef séð tíkina þína og hún er ekki áhugalaus svo þetta gæti verið skýring ef hún fer að finna til og hægir á sér þess vegna.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 29 July 2012 kl 12:30

chrysophylax

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skokk með labrador retriever

Sjaum hvað setur - etv spilar veðráttan inn í líka þvílíkt sól og sumar sem hefur verið.

Hún er nú svosem ekkert aðframkomin eftir 10 km - en maður vill fara varlega.

Skrifað þann 29 July 2012 kl 16:11