Verðmat á hnífasafni

nossramo

Svör samtals: 49
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Góðan dag, mig langar að koma mér upp hnífasafni og mér bauðst slíkt til sölu og fékk senda mynd af hluta safnsins. Safnið telur um 200 stk.
Á myndinni eru um 20 stk og er svona þverskurður úr safninu.

Hvaða mætti borga fyrir svona safn?
Hvernig er með þessi vopnalög, þarf eitthvað leyfi til að eiga hnífasafn?

Með ósk um skemmtilega umræðu.

Kv Guðmundur

Tags:

Viðhengi:

Skrifað þann 19 February 2014 kl 13:02
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verðmat á hnífasafni

Ég þekki ekki hvort það þurfi leyfi fyrir svona safni en það er örugglega minnsta mál að komast að því.
Verðmat á safni er voðalega erfitt að meta en hnífarnir á myndini myndi ég verðleggja frá 3-15.000 fyrir utan þann austurlenska sem er sá eini sem ég veit að þarf að sækja um leyfi til að flytja inn og þá má ekki vera bit á þeim en veit ekki verðið.
Þessir hnífar eru flottir og margir af þeim með vísun í að vera vopn en ekki verkfæri.
Þú ert bara að leyta að hnífum til að safna en ekki endilega sögulegu gildi ?
Held að ég hafi boðið þér þann norska í safnið en hann passar kannski ekki í svona safn en hinn hnífurinn sem ég á yrði fulkominn meðal þessa hnífa.
En hafðu það bak við eyrað að vera ekki mikið að auglýsa safnið ef þú slærð til og komdu þér upp góðum öryggiskáp.Þetta er mjög góð leið fyrir gengi að vopnvæðast. Bara svona vinsamleg ábending og ég skil vel áhuga þinn á hnífum ég var með þessa dellu en nú eru fáir eftir og ætla að losa mig við 2-3 í viðbót og eiga engöngu þá sem hafa mesta notagildið fyrir mig.
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 19 February 2014 kl 13:33

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Verðmat á hnífasafni

Það eru ólöglegir hnífar þarna inn á milli, td. Butterfly hnífur, hann hefur ekkert sögulegt gildi og þú færð aldrei leyfi til að eiga hann, ef lögreglan skoðar safnið verður það allt gert upptækt vegna brota á vopnalögum en það er nóg að einn hnífur sé ólöglegur og þá ertu brotlegur og ekki hægt að leyfa þér að halda restinni eða byssum sem þú átt.

Skrifað þann 19 February 2014 kl 19:04

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verðmat á hnífasafni

Ekki alveg rétt hjá þér 2014 en það er satt að butterflyinn er ólöglegur en brot á vopnalögum þýðir ekki sjálfkrafa missir byssuleyfa eða meiga eiga hnífa enda eru þeir ekki skilgreyndir sem vopn að upplagi
Bara svona smá leiðrétting.
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 19 February 2014 kl 19:38