Eldun á gæsabringum

smidurinn

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir/sælar

Var svona að forvitnast hvort að menn vissu um góða uppskrift/eldun á gæsabringum?
á nokkrar í frosti og langar að fara gera eithvað gott úr þeim smiling

Kv. Róbert

Tags:
Skrifað þann 22 November 2013 kl 12:03
Sýnir 1 til 3 (Af 3)
2 Svör

Refaskyttan

Svör samtals: 42
Virk(ur) síðan: 10 August 2012

Re: Eldun á gæsabringum

Það er í sjálfu sér frekar einfalt að elda bringurnar, steikja þær uppúr smjöri á vel heitri pönnu í smástund á hvorri hlið þannig að kjötið brúnist og loki sér, og setja þær svo í eldfast mót inn í ofn í 10-12 mínútur, eða 3-5 mín og taka þær aftur út og láta standa 3-5 mín og aftur í ofninn í 3-5 mín, endurtaka það ferli 3-4 sinnum, þá færðu jafnari steikingu.

Kryddun er svo sem smekksatriði, ég nota salt, pipar, rósmarín, og e,t,v fleira
Stundum hef ég líka smurt bringurnar með bláberjasultu 1-2 tímum fyrir matreiðslu og set þær svo þannig á pönnuna.

Að sjálfsögðu er svo öllum pakkasósum sleppt, ég helli oftast af því sem kemur af pönnunni eftir steikingu í pott og bæti rjóma, bláberjasultu, rifsberjahlaupi, pipar eða villisveppaosti útí, og síðan safanum úr eldfasta mótinu, smakkað og þykkt eftir smekk.

Meðlæti er oftast, ofnbakaðir kartöflubátar, gulrætur, sveppir og rauðlaukur steikt í smjöri, og ferskt salat og fetaostur, og kanski rautt líka.

Gangi þér vel, góða skemtun og verði þér að góðu.

Skrifað þann 22 November 2013 kl 12:35

smidurinn

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eldun á gæsabringum

takk fyrir svarið þetta hljómar mjöög vel ;)

Skrifað þann 29 November 2013 kl 8:29