Hefur einhver hérna prófað að elda mink?

Bagmann

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ég er forvitinn að heyra hvort einhver hefur prófað þetta því að það er ekki óþekkt einhversstaðar að þeir seu étnir. Hérna veiðast alltaf nokkrir á ári og ég sé ekki betur en þetta séu hraust og feit dýr og vekja ekki hjá mér sama ógeðstilfinninguna og t.d. dauður refur.

Tags:
Skrifað þann 28 January 2013 kl 12:55
Sýnir 1 til 6 (Af 6)
5 Svör

3balls

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hefur einhver hérna prófað að elda mink?

Vill svo skemmtilega til að systir mín og mágur eiga nokkur þúsund minka, og mágur minn varð forvitinn og eldaði einn svona til að gá hvað kínakallarnir voru að tala um.
Sagan hefur reyndar breyst úr því að vera vel ætur, í það vera bara allt í lagi.
kv.
Formaðurinn

Skrifað þann 30 January 2013 kl 18:42

Bagmann

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hefur einhver hérna prófað að elda mink?

Takk fyrir svarið. Þá held ég að ég láti það bara vera að elda þann næsta nema í neyð

Skrifað þann 7 February 2013 kl 23:17

Fargo

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hefur einhver hérna prófað að elda mink?

Nei fjandakornið, læt mig hafa að prófa margt..en þetta held ég að sé alger viðbjóður. En hver veit nema maður smakki úr því að þú komst með þetta.

Skrifað þann 20 February 2013 kl 1:11

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hefur einhver hérna prófað að elda mink?

Ágætu félagar!

Þetta er alveg bráð skemmtileg pæling.
Þegar ég las þessa pósta rifjastist upp fyrir mér að fyrir margt
löngu stofnuðu tveir vinir mínir félagskap sem hafði það eina
mál á stefnuskránni að éta allt sem lifir við og á Íslandi!!
Kvöldið sem þeir buðu mér í soðin marhnút líður mér seint úr minni!
Það var alveg með ólíkindum hvað þessir menn létu ofan í sig.
En....þrjú voru þau kvikindi sem þeir gáfust upp við éta.....
hrafn, refur og minkurexpressionless

Ef einhver ykkar hefur bragðað á mink... hverju var hann líkur á
bragðið...ef einhverju?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 10 May 2013 kl 15:38

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hefur einhver hérna prófað að elda mink?

Ágætu matgæðingar!!

Í fyrri pósti skrifaði ég:

Ágætu félagar!

Þetta er alveg bráð skemmtileg pæling.
Þegar ég las þessa pósta rifjastist upp fyrir mér að fyrir margt
löngu stofnuðu tveir vinir mínir félagskap sem hafði það eina
mál á stefnuskránni að éta allt sem lifir við og á Íslandi!!
Kvöldið sem þeir buðu mér í soðin marhnút líður mér seint úr minni!
Það var alveg með ólíkindum hvað þessir menn létu ofan í sig.
En....þrjú voru þau kvikindi sem þeir gáfust upp við éta.....
hrafn, refur og minkur

Ef einhver ykkar hefur bragðað á mink... hverju var hann líkur á
bragðið...ef einhverju?

Nú spyr ég aftur ..hefur einhver reynt þessa fuðu rétti sem minnst er á hér að ofan??

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 20 May 2013 kl 20:53