Vantar Uppskrift af Appelsínuönd eða svipaðri uppskrift!

BenFri

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Daginn

Nú á að elda önd um næstu helgi og mig vantar einhverjar skotheldar uppskriftir af Appelsínuönd eða svipuðum uppskriftum sem þið veiðimenn hafið prufað

Með fyrirfram þökk
BenFri

Tags:
Skrifað þann 26 September 2012 kl 0:54
Sýnir 1 til 5 (Af 5)
4 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vantar Uppskrift af Appelsínuönd eða svipaðri uppskrift!

Skoðaðu villibráðarbókina hans Úlfars, ég eldaði bæði önd og gæs eftir henni um daginn, fólk sem var búið að lýsa yfir að villibráð væri vond borðaði manna mest smiling

Skrifað þann 26 September 2012 kl 8:12

Snjóa

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vantar Uppskrift af Appelsínuönd eða svipaðri uppskrift!

Ætlarðu að elda öndina heila? Ertu með soð? Hvernig ertu að spá í að gera þetta? Ég er með uppskrift en spurning hvort að hún hentar. Láttu mig vita

Skrifað þann 26 September 2012 kl 16:34

BenFri

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vantar Uppskrift af Appelsínuönd eða svipaðri uppskrift!

Já pælinginn var að elda öndina heila, er ekki búin að ákveða hvort ég ætli að vera með soða, og er svo sem ekki búin að finna út úr því hvernig herlegheitin verða elduð

Skrifað þann 26 September 2012 kl 22:00

hanagal

Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vantar Uppskrift af Appelsínuönd eða svipaðri uppskrift!

Mig skorti hráefni um daginn, þannig að ég tók bara appelsínu og skar hana í báta, tróð svo eins mikið af henni og ég gat inní hana, svo saltaði ég og pipraði og lét þetta inní ofn. svo var ég MJÖG duglegur að ausa appelsínusafanum+kryddinu yfir öndina og þetta bragðaðist bara mjög vel. líka ódýrt, þarft ekki að fara í hagkaup og kaupa hráefni fyrir 10.000 kall...

Skrifað þann 27 September 2012 kl 10:49