Frábær alhliða riffil, jafnt til veiða og keppni, Ultimate er nýjasta skeptið frá Blaser, þessi útfærsla er með leður innsetningum og einstaklega þægilegt grip sem hjálpar mikið og auðveldar skyttunni að ná góðum árangri. Til í fjölda hlaupvídda og mismunandi sverleikum á hlaupi, myndin er af Ultimate með Match hlaupi, sem er 22 mm í endann og í std hlaupvídd, með snittað hlaup fyrir deyfi. Þyngd 3,8 kg.