13. Mót Skotfélags Reykjavíkur

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Àgætu félagar

Leyfi mér að vekja athygli á úrslitum Riffilmóts SR sem gefur að líta
á heimasíðu félagsins.
Mótið fór fram í dag og var hin allra besta skemmtun jafnt fyrir
keppendur sem áhorfendur.

Slóðin er sr.is

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
P.s Sem Félagi í SR langar mig að þakka þeim
ágætu félögum sem gáfu sér tíma til að skipuleggja,
stjórna og dæma á mótinu.
Án þeirra hefði ekkert gerst!! Takk.

Tags:
Skrifað þann 6 January 2013 kl 18:13
Sýnir 1 til 11 (Af 11)
10 Svör

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: 13. Mót Skotfélags Reykjavíkur

Það virkar ekki linkurinn á myndirnar.
Ég skil ekki hvað þetta x10 þýðir. Er það fjöldi skota í miðjuna? Sá sem var í efsta sæti er með 149 stig eftir 3 * 5 skot, Eru það ekki 14 skot í 10?

Skrifað þann 6 January 2013 kl 19:49

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 13. Mót Skotfélags Reykjavíkur

Ágætu skotkonur / skotmenn!!

Ég vil vekja sérstaka athygli á þeim keppanda er hreppti, verðskuldað,
7. sæti þessa á þessu ágæta móti.
Þarna er á ferðinni 25 ára gömul stúlka sem hefur aðeins stundað skotfimi í 3 ár!!!
Hún hefur að vísu notið tilsagnar margfalds meistara í þessum fræðum........
Bergs Arthúrssonar....þessi skötuhjú þekkjast reyndar ágætlega gegnum lífið...
Soffía Erla er..... Bergsdóttir!
Mér finnst það magnað þegar foreldrar og börn þeirra ná svo vel
saman eins og í þessu tilfelli!!

Til hamingju bæði tvö!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
sem er að reyna að kona 11 ára syni sínum
í skylning að það er cool að skjóta á pappa!

Skrifað þann 6 January 2013 kl 19:59

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 13. Mót Skotfélags Reykjavíkur

Ágæti félagi harry123!

Þetta snýst um eftirfarandi;

Á mótinu í dag var skotið 25 skotum á 200m
Sá sem alltaf hefði hitt tíuna hefði fengið 250 stig (25x10).
Ef til dæmis tveir hefðu náð þessu skori er úr vöndu að ráða.
Þess vegna koma þessi X inn í myndina, en þau eru um það
bil 1 MM punktur í miðjum tíu hringnum.
Sá þeirra sem oftar hitti þennan punkt,, X ið vinnur.
Svona gætu úrslitin litið út:

Jón : 250 stig : 12X
Gunna: 250 stig : 13X
Og Gunna vinnur!!

Vonað þetta hjálpi þér að átta þig á þessu sporti, ef ekki spyrðu þá
aftur og ég skal reyna aftur!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 6 January 2013 kl 20:21

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 13. Mót Skotfélags Reykjavíkur

Sælt.

Það er áhugavert að sjá að í fyrst sæti er skytta með 68 gr. kúlu á 200 metrum. Það sýnir enn og aftur að það er maðurinn en ekki búnaðurinn sem ræður úrslitum. Oft hafa menn gert hér á þessari síðu, lítið úr "Pésanum" ( 6mmPPC ) lítið hylki og létt kúla, en Valdi Long kann á sinn riffil og VINDINN !
Gaman væri að sjá úrslitin hér á síðunni, með bestu kveðju, Pold

Skrifað þann 6 January 2013 kl 20:30

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 13. Mót Skotfélags Reykjavíkur

100 metra skífa: Innsti hringurinn gefur 10 stig og svarti depilinn inn í tíunni, sem er líkega um 1mm, er X

Viðhengi:

Skrifað þann 6 January 2013 kl 20:37

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 13. Mót Skotfélags Reykjavíkur

Ágæti félagi Hjalti Stefánsson!

Gaman að heya frá þér!!..og gleðilegt ár!
Úrslitin eru á sr.is...mér finnst að ég hafi troðið
vinum mínum hjá Hlaði nóg um tær?
Auðvitað skilur þú þetta með eggmákvæman riffil sem
vissulega fýkur....68 grain kúla á ca 3300 fps.
En þessi kúla fýkur alltaf eins...Galdur 6PPC!
Í ljósi þeirrar staðreyndar hefi ég haldið því fram, og stend við;
Ekkert vinnur 6PPC/6BR með 68 grain kúlum á allt að 300 m fær!!

Magnús Sigurðsson.
P.s Nú verður allt vitlaust....og ég hlakka til!!

Skrifað þann 6 January 2013 kl 20:43

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: 13. Mót Skotfélags Reykjavíkur

Takk Magnús fyrir útskýringarnar. smiling

Skrifað þann 6 January 2013 kl 20:44

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 13. Mót Skotfélags Reykjavíkur

Ágæti félagi harry12

Ertu sáttur við þetta?

Megi þér og þínum ganga allt í haginn á nýju ári!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 6 January 2013 kl 20:47

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 13. Mót Skotfélags Reykjavíkur

Skrifað þann 6 January 2013 kl 20:48

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 13. Mót Skotfélags Reykjavíkur

Hér höfum við mynd af sigurvegurum dagsins.

JAK


Skrifað þann 6 January 2013 kl 20:53