Silfri
Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Nú lenti ég í því að verzla mér 17 HMR hlaup á Sako Quad riffil sem ég á.
Eitthvað hefur maður heyrt misjafnar sögur af hvaða skot eru góð, og í hvaða rifla.
Hver er ykkar reynsla ?
Kv Siggi Kári
Tags:
Skrifað þann 20 February 2015 kl 11:04
|
Gisminn
Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 17 HMR
Ég hef átt 4 riffla í 17 HMR og líkað vel við þá alla Hvort sem þú velur cci , Hornady eða federal þá eru þau öll góð. En ég var það mikið að nota þá í veiði að ég valdi þyngri kúlurnar = 20gr var aðein minna vindrek.
Það verður bara að gæta að því að þessar kúlur eru flestar Varmint og springa svakalega og eiga mjög auðvelt með að eyðileggja bráð þó þær séu ekki stórar.
Mundu bara að nýtt hlaup þarf að skjóta sig til og á ég þá við að slípast og ná úr sér verksmiðjubláma
Tekur mismunandi mörg skot en 50-70 skot eru ekki óalgeng tala svo ég nefni einhvert viðmið.
Að endingu þá ræður skyttan og kíkirinn mestu í nákvæmnini hjá 17HMR 
Kveðja
ÞH
Skrifað þann 20 February 2015 kl 12:06
|