Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Ágætu félagar!
Á morgun, föstudaginn 22. nóvember 2013 verður liðin hálf öld frá því
John Fitzgerald Kennedy .35 forseti Bandaríkjanna, var ráðin af dögum
í olíuborgini Dallas Texas.
Fólk á mínum aldri, fætt um 1950, man nákvæmlega hvar það var statt
þegar helfregnin barst.
Höfum í huga sem áhugamenn um notkun skotvopna að ekkert breytti
okkar högum til hins verra jafn mikið og þetta óhæfuverk .....
hver sem það framdi....eða hverjir það frömdu.
Í kjölfar ódæðisins voru uppi háværar raddir gríðarlegs meirihluta almennings
um að takmarka ætti byssueign hins almenna borgara í Bandaríkjunum.
Þetta voru erfiðir tímar fyrir skotvopnaeigendur og hvað var til bjarga?
Jú ...NRA kom til bjargar með gríðarlega metnaðarfullri áætlun um sigur USA
á heimsmeistaramótum og Olympíumótum í skotfim til allrar frambúðar!!!
Sumt gekk eftir ....annað ekki.
En það sem eftir stendur er eftirfarandi staðreynd.....
Til að sátt náist um eign einstaklinga á skotvopnum (þetta er í mínum huga ómögulegt orð)
þurfum við að sýna að við séum traustsins verðir!!
Og við erum traustsins verðir!
Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
Tags:
Skrifað þann 21 November 2013 kl 20:24
|