22.Silhouette...

22LongRifle

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 13 December 2012

Nú er að koma nýtt ár, 2013 !

Það er verið að skjóta Silhouettur með cal 22 um land allt !

Hvar eru skotfélögin staðsett í þessari grein ?

Er ekki komin tími til að keppa á landsvísu í Silhouette .22 ?

Þetta er greinin fyrir alla þá sem hafa áhuga á riffilgreinum - hvort sem þeir skjóta í keppnum, í veiði og eða sér til gamans !

Þetta er skotgeinin til að æfa fyrir allt og allt sem viðkemur riffilskotfimi, þe að hitta skotmarkið !

Að skjóta standandi, eins og gert er í þessari grein, þjálfar skyttuna til að hitta - já hitta skotmarkið - ekki bara í Silhouette - heldur í öllu því sem viðkemur því að skjóta með nákvæmni í öllum mögulegum stöðum skotfimi með rifflum.

Er áhugi fyrir því að koma þessari skotgrein á allvöru stað í heimi riffilskotgreina ?

22LR...

Tags:
Skrifað þann 23 December 2012 kl 19:32
Sýnir 1 til 8 (Af 8)
7 Svör

Frikkos

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 9 January 2013

Re: 22.Silhouette...

Var að kaupa mér fyrsta riffilinn í dag..fæ hann afhentan á morgun...og keypti nú bara ódyran 22 kalíbera með kíki.....Ég hef einmitt mikinn áhuga á að prófa þessa Silhouette skotfimi, bý austan við fjall og bara nokkra kílómetra frá skotvelli Skotfélags Suðurlands.....

Finn engar upplýsingar um Silhouette hvar hún sé stunduð.....en langar virkilega til að prófa það.....

Kv Siggi

Skrifað þann 10 January 2013 kl 0:56

mckinstry

Svör samtals: 43
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 22.Silhouette...

Hér er krækja á upplýsingar um Silhouett skotfimi á síðu SR .22LR er neðalega á síðunni:

http://sr.is/frodleikur/75-um-silhouette-skotitrottina...

Skemmtilegt sport - ódýrt að æfa - góð æfing undirstöðuatriða í riffilskotfimi. Æfði sjálfur um tíma hjá SR þegar skotvöllurinn var í Leirdal (Núna Grafarholt) var mjög gaman og þó nokkur mæting á skipulegar æfingar sem voru vikulega ef ég man rétt svo getur maður æft sig einn og sjálfur. Alltaf fjör að sjá stálið falla með smá-smell. Ef þú hefur áhuga á að komast yfir eigið æfingasett er þér velkomið að hafa samband við mig á mckinstry@tomcat.is

Þorsteinn Svavar McKinstry

Skrifað þann 10 January 2013 kl 10:22

Frikkos

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 9 January 2013

Re: 22.Silhouette...

Sæll...takk fyrir svar...

Var búinn að lesa þessa síðu sem þú bentir mér á...en hef hvergi fundið neitt um hvar og hvenær slíkar æfingar séu í gangi......En best að skreppa inn með pappírana svo að ég fái nú kaupaheimildina til að sækja riffilinn á eftir... wink

Mátt alveg senda mér frekari upplýsingar um þennan æfingabúnað sem þú nefndir og þá kannski verðhugmynd líka í maili.....
kv
Siggi Frikk

siggifrikk@gmail.com

Skrifað þann 10 January 2013 kl 10:32

andrimar1

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 14 November 2012

Re: 22.Silhouette...

Þorsteinn, þú mátt einnig senda mér frekari upplýsingar um Silhouette æfingabúnaðinn og verðhugmynd. Búinn að lesa mig aðeins til um .22 Silhouette og er viss um að þetta sé stórgóð skemmtun

kv. Andri Már
ams31@hi.is

Skrifað þann 10 January 2013 kl 12:32

22LongRifle

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 13 December 2012

Re: 22.Silhouette...

Að skjóta Silhouette .22 !

Það er allstaðar hægt að æfa sig í að skjóta standandi, já jafnvel heima ef það er gert á réttan hátt.

Það þarf ekki endilega að skjóta þegar verið er að æfa, það má þurrskjóta, en samt verða menn að gæta þess að skemma ekki pinnana í .22 rifflum. Það má ekki þurrskjóta / hleypa af án þess að skothylki sé í rifflinum og eða þar til gerður búnaður til að mæta pinnanum !

SR og SFK hafa aðstöðu á höfuðborgarsvæðinu til að æfa nær alla daga vikunnar !

Hvernig væri fyrir þá sem búa á svæðinu að nýta sér aðstöðuna, ganga í klúbbana og taka þátt ?

Þannig gerast hlutirnir - menn taka þátt í starfi félagana þar sem þeir búa - koma á svæðið - mynda hópa um þá sem eru að skjóta greinina - búa til mót - og keppa - og svo þegar fram í sækir - keppa á landsvísu - því ekki það ?

Reglurnar í 22 Silhouette eru ekki svo flóknar - skjóta frá vinstri til hægri ! Eins og að lesa bók !

Eitt skot á hvert skotmark - ef menn hitta ekki fyrsta skotmarkið er farið á það næsta !

Ef menn skjóta aftur á sam skotmarkið - er það ekki hitt - þó svo menn felli silhouettuna - og þá - missa þeir einnig þá næstu sem þeir áttu að skjóta á !

Þannig er það - ef menn hitta ekki fyrsta skotmarkið og skjóta á það aftur - missa þeir tvö stig - passa sig á þessu !!

Menn fá 2,5mín til að skjóta fimm skotum - og aðeins einu skoti á hverja silhouettu - muna það !

Menn ættu að æfa tímann sérstaklega - það er eins og menn átti sig ekki á hve 2,5mín er langur tími - prófa þetta aftur og aftur - þar til menn átta sig á hve mikið er hægt að gera á 2,5mín.

Þetta tímastress fellir flesta sem eru að byrja - prófið þetta með tímamæli !

22LR

Skrifað þann 10 January 2013 kl 18:44

Frikkos

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 9 January 2013

Re: 22.Silhouette...

Ég bý fyrir austan fjall og stefni að því að skrá mig í Skotíþróttafélag Suðurlands....völlurinn er rétt hjá þar sem ég bý ... Ég þekki ekki hvernig það er hjá þeim hvort að svona Silhouette sé eitthvað í gangi hjá þeim. Kemur allt í ljós......

Var að raða rifflinum saman eftir sundurtekt og geymslu"drullu" þrif og smur...og þegar ég var að fara skrúfa kíkinn á að þá kom í ljós að festingarnar eru of lágar og gera það að verkum að ég get ekki haft hann nógu framarlega né tekið hlífðarlokið af honum nema losa kíkinn, þannig að það verður að kíkja í Sportbúðina og fá festingunum skipt...Svo er stefnan tekin á að prufuskjóta kvikindinu á morgun wink

Skrifað þann 10 January 2013 kl 18:55

22LongRifle

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 13 December 2012

Re: 22.Silhouette...

Þegar menn skjóta standandi á Silhouette, hvað er máið......?

Það eru nokkrir hlutir sem menn verða að hafa í huga þega þeir eru að skjóta standandi.

Fyrst - staðan - fætur nokkurn veginn undri öxlum - ekki standa gleiðir - þá vagga menn til og frá !

Hver eg einn verður að finna þægilegustu stöðuna - innan ákveðins ramma !

Það er hreyfing í rifflinum - sama hve menn eru góðir - það er alltaf hreyfing - ekki nema menn séu dauðir !

Hvað gera menn þá ?

Jú - þeir skipta sér ekki af hreyfingunni ! ( í kossinum í kíkinum - sem sýnir allt og mikið og þá enn meira eftir því sem stækkunin er meiri ) !

Já þeir skipta sér ekki af hreyfingunni - hún er þarna hvað sem hver segir ! Og þá einbeita þeir sér að því að þrýsta á gikkinn - já þeir þrýsta á gikkin og halda stöðunni - og láta sem hreyfingin sé ekki til staðar !

Ef menn reyna að kippa í gikkinn þegar þeir "halda" að krossinn sé á réttum stað - hitta menn ekki nokkurn skapaðan hlut - og allt annað en fjandans silhouettuna - það er ekki flóknara en það !

Leyndarmálið er þetta: Þrýsta á gikkinn - láta sem hreyfingin sé ekki til staðar - þannig hitta menn !

Svo einfallt - er það ekki............?

22LR...

Skrifað þann 10 January 2013 kl 19:11