22lr

supersonic

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Langar í besta og vandaðasta 22lr veiðiriffil sem ég get fengið hér á landinu...

Hver myndi það vera?

Tags:
Skrifað þann 10 June 2013 kl 19:58
Sýnir 1 til 18 (Af 18)
17 Svör

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 22lr

Grunar sterklega að CZ myndi vera ofarlega á þeim lista þar sem þú talar um veiði.

Skrifað þann 10 June 2013 kl 20:20

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 22lr

Það myndi vera Sig Sauer SSG 3000 með .22 LR aukahlaupinu.

kíktu á þennan.

Svo er það bara eitt símtal í Hjalla og örugglega svolítil bið eftir aukahlaupinu smiling

En ef þú ert ekki með fullar hendur fjár þá eru líka aðrir kostir í stöðunni, t.d. gamlir SAKO með þungu hlaupi, það er bara svo lítið af þeim til sölu, enda eru það miklir gæða gripir.

Skrifað þann 10 June 2013 kl 22:48

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: 22lr

Ég keypti mér Savage MarkII BTV í Vesturröst og ég get svo sannarlega mælt með þeim. Mjög nákvæmir með þungu hlaupi og þumalgat límtré skepti.

Skrifað þann 11 June 2013 kl 17:10

siggibess

Svör samtals: 45
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 22lr

sako quad, er með einn slíkan sem er jafnvel falur ef um semst.

Skrifað þann 11 June 2013 kl 22:12

carlos

Svör samtals: 62
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 22lr

savage gefur ekki brno eftir gott verð en mjog nakæmur...kv carlos......sako hvað..

Skrifað þann 11 June 2013 kl 22:16

heimirsh

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 12 August 2012

Re: 22lr

Hvað viltu fá fyrir quadinn Siggibess?


kv
Heimir

hlunkur@gmail.com

Skrifað þann 11 June 2013 kl 23:08

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 22lr

supersonic... engir af þessum rifflum sem hér að ofan eru nefndir komast nálægt Sig Sauernum í nákvæmni, þó það sé umdeilanlegt hversu mikla nákvæmni þú þarft í .22 riffli til veiða.

Þú líka að greiða kannski fjórfalt eða fimmfalt verð á við hina, en hefur aftur á móti líka .308 í svona bónus fyrir nálægt 750 þúsund.

Þú baðst um það besta og ég veit ekki un neitt sem slær SSG-inn út...

Annars býst ég við að þessi Quad sem er í boði hérna að ofan sér með því betra, spurning hvort Hjálmar geti pantað handa þér Anschutz veiðiriffil...

Skrifað þann 12 June 2013 kl 0:44

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: 22lr

Á einmitt einn anschutz veiðiriffil, án efa lang nákvæmasta skotvopn sem ég hef snert og séð.

Ef þú getur nálgast svoleiðis þá mæli ég nú hiklaust með því (minn er ekki falur (nema á yfirverði kannski))

Með SSG'inn þá er allt sem Stebbi segir um hann satt, en hinsvegar þá finnst mér hann allt allt allt of mikið tól fyrir þetta litla caliber, en sitt sýnist hverjum

Skrifað þann 12 June 2013 kl 2:58

Kevin West

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 22lr

Ég sá að nýlegur Anschutz 1403 er til sölu hjá Ísnes á 150.000.kr, sennilega það sem þig vantar.

Skrifað þann 12 June 2013 kl 6:42

ÁrniL

Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 22lr

Bara svona af forvitni. Hvað eru menn að veiða með 22LR?

ÁrniL

Skrifað þann 12 June 2013 kl 13:43

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: 22lr

Aðallega kjellingar, þær eru óðar í menn með góðann .22lr !

Skrifað þann 12 June 2013 kl 19:14

bjasi

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 9 October 2012

Re: 22lr

Aðallega kjellingar
Hahaha! En sennilega bara rétt. Það er hægt að veiða rjúpu og væri líklega hægt að veiða kanínur, væri það leyft. Annað hlýtur að vera töluvert vafasamt. Slagkrafturinn er sáralítill og fallið svo mikið að ef maður er ekki svo nálægt bráðinni að maður geti nánast teygt sig í hana og samtímis logn, þá ætti maður að sleppa því að skjóta. Það er í raun alveg með ólíkindum hvað mikið er til af 22LR (undir rúmum og inni í fataskápum) hér á landi, miðað við notagildið. Er kannski frá tímum óheftrar rjúpuveiði. Nú væri gaman að heyra í einhverjum sem er mér ekki sammála.

Skrifað þann 12 June 2013 kl 22:08

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: 22lr

Minn er nú ávalt meðferðis í skurðinn í gæsinni, það hefur oftar en einusinni komið fyrir að hún sest ekki þar sem hún á að setjast og þá hefur verið hægt að ná einni og einni á 50-100 metrum.
Hef ekki enn náð önd með .22lr en það er sennilega af því ég veiði yfirleitt önd í skurðum og það er er það skemmtilegasta veiði með haglabyssu sem ég stunda.
Hef farið með hann í rjúpu og það er gaman við réttar aðstæður, leiðinlegt í golu, eða ef labbið er mikið upp í mót svo maður sé móður að skjóta.
Svo er þetta náttl mjög svo brúklegt í varginn.

Skrifað þann 12 June 2013 kl 22:37

andrifreyr

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 10 January 2013

Re: 22lr

Ég hef veitt gæsir og endur með mínum 22lr og þeim virðist vera alveg sama. Aldrei misst særðan fugl frá mér eftir skot með 22lr. Held að málið sé bara að hitta. Töfrum líkast hvað það virkar oft hjá mér.

Skrifað þann 13 June 2013 kl 12:25

Vegvisir

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 22lr

Ég myndi mæla með CZ með þungu hlaupi.

22lr hefur virkað mjög vel hjá mér á endur og gæsir. Ég hef ekki misst frá mér særðann fugl og ætla mér ekki að gera það. Ég skil ekki afhverju menn hafa svona mikla fordóma gagnvart 22. Eins og andrifreyr segir þá virðist lykilatriðið vera að hitta bráðina og þá steinliggur hún.

Bestu kveðjur, Alísa...sem veiðir nær eingöngu með 22lr

Skrifað þann 16 June 2013 kl 13:21

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 22lr

Ágætu félagar!

Einhverjar skemmtilegustu og mest krefjandi veiðar sem
ég hefi stundað eru stokkandaveiðar með nákvæmum .22 LR!
Í mínu tilfelli notaði ég Sako / Leupold 12x / Tenex....
Þesskonar veiðiskapur krefst góðra tæka og að skyttan
sé í góðri æfingu.
Inniæfingar SR sáu til þess að ég reis undir merkjum.
Hvað varðar spurninguna...þá veit ég að Sako framleiðir
.22 LR riffla í hæsta gæðaflokki. Ég er viss um að þú verður
ekki fyrir vonbrygðum með slíkan riffil í höndum.


Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 16 June 2013 kl 18:27

22LongRifle

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 13 December 2012

Re: 22lr

22.LR Brno hefur verið til hér heima sl áratugi. Ekki auðvelt að ná sér í Sako. Ekki slæm hugmynd að ná sér í góðan HV Brno í 22cal. (Brno með þungu hlaupi). Þeir eru að skila frábæru skori með 22cal - á þeim færum sem menn eru að spá í - frá 50 til 100m. Prófaðu góð skot - já góð skot - það er málið að velja rétt skot. Góð markskot gera gæfumunin - alls ekki hraðinn - gáðu að þvi !

Skrifað þann 16 June 2013 kl 20:25