243 eða 308

GoggiMega

Svör samtals: 22
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Jæja þá er alveg að koma jól og jólagjöfin frá mér til mín verður nýr riffill smiling get ekki beðið.
Er búinn að huxa þetta allt þetta ár því það eru svo hrikalega mörg cal til að velja úr
En núna er það bara val um 243 eða 308 sem stendur eftir.
Hvort mælið þið með 243 eða 308

Tags:
Skrifað þann 29 September 2012 kl 17:42
Sýnir 1 til 20 (Af 28)
27 Svör

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 243 eða 308

Annaðhvort 243 með 10 í twist ekki 9,5 í twist erfiðara að fá upplýsingar um góðar hleðslur eða þá 308 sem allt er til um smiling
Kveðja ÞH

Skrifað þann 29 September 2012 kl 17:57

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 243 eða 308

Ágæti GoggiMega.

Til að byrja með...við skrifum ekki sögnina að hugsa með x i .
Ég er ekki að vera leiðinlegur..heldur fræðandi ágæti félagi.
Einginn hroki bara fræðsla....sáttur?
Þetta eru hvoru tveggja frábær kalíber ...en hvað???
T65.. það er nafnið á þessu hylki sem þú ert að fókusa á.
Mig minnir að það hafi verið árið 1955 sem Sámur frændi
og hanns menn komu fram með þá hugmynd að nota minna
hylki en 30.06, sem að mínu mati er besta skothylki allra tíma,
sem kalíber þeirra þjóða sem stóðu að stofnun þess hernaðarbandalags
sem við þekkjum í dag undir nafninu NATO.
Sama ár. 1955, datt pennavini mínum til margra ára (því miður látinn)
Warren K Page það í hug að þrengja háls þessa NATO calíbers niður
í 6mm svo úr varðr eitthvert vinsælasta og besta hylki allra tíma.
.....243 Winchester.
Ágæti GoggiMega....Til hvers ætlar þú að nota þenan riffil?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

P.s. Þér er velkomið að senda mér póst á ; magnuss183@gmail.com

Skrifað þann 29 September 2012 kl 21:30

Magnús E

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 243 eða 308

Góðan dag

ég á bæði 243 og 308

ef ég ættlaði að eiga bara einn riffil (samt littlar líkur á að það gerist) tæki ég frekar 308


(það þarf ekkert að leiðrétta þennan texta hjá mér það meiga vera stafsettningarvillur á þessum vef )

Skrifað þann 30 September 2012 kl 8:52

nanuq

Svör samtals: 81
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 243 eða 308

Sæll ég á bæði þessi kaliber og eru alveg frábær eini munurinn er að það er nátúrulega aðeins ódírara 243 en persónulega finst mér að 308 sé betra það er miklu fölbreitara í kúlum og hleðslum

kveðja Hlynur

Skrifað þann 30 September 2012 kl 10:00

nanuq

Svör samtals: 81
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 243 eða 308

Sæll ég á bæði þessi kaliber og eru alveg frábær eini munurinn er að það er nátúrulega aðeins ódírara 243 en persónulega finst mér að 308 sé betra það er miklu fölbreitara í kúlum og hleðslum

kveðja Hlynur

Skrifað þann 30 September 2012 kl 10:01

looney

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 243 eða 308

Af þessum tveim tæki LOONEY 308.En uppáhaldið er 3006 ,þar er valið í kúluþyngdum mikið og frábært kaliber sem ekki hefur svikið LOONEY hingað til.Svo annað mjög fínt 6,5x55 Sænska kaliberið.

KV LOONEY. En svo eru til mörg önnur stórfín kaliber.

Skrifað þann 30 September 2012 kl 10:17

Molinn

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 243 eða 308

Ég myndi sameina kosti 243 og 308 og fengi mér 260 rem þ.e. 6.5-08 (308 nekkad nidur í 6.5).

Skrifað þann 30 September 2012 kl 13:25

Fiskimann

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 243 eða 308

Sæll
Ég átti 243 áður en á í dag 308. Fer mikið eftir hvað á að gera. Erfitt að fá 100 gr kúlu til að vera nákvæm í 243 ef verið er að spá hreindýr. Ef verið er að spá pappa og hreindýr, mæli ég með 308. Twist 8 í 243 reyndar gott á stærri kúlur í 243 og met verið sett á lengri færum. 243 er frábær varmint riffill. Jafnvel að hafa twist 12. Ég væri til í að eiga báða en ef velja ætti á milli, færi allt eftir hvað á að gera við rifflana.
Kv. Guðmundur Friðriksson

Skrifað þann 30 September 2012 kl 14:05

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 243 eða 308

Ágætu Hlaðverjar!

Fyrir sakir innsláttarvillu urðu mér á þau leiðu mistök að segja að T 65 / .308 hafi
komið á markað 1955. Það er rangt.
Ágætur félagi minn frá horfnum tíma Emil Birgisson var svo vingjarnlegur að setja
sig í samband við mig og leiðrétta mig. Takk ágæti vinur!!
Hið rétta er er að þetta ágæta hylki kom á markað sama ár og ég fæddist ..1952!!!
Hið frábæra kalíber .243 Win., hugarfóstur Warren K. Page var aftur á móti sett á markað 1955.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

P.s Með sérstöku þakklæti til Emils Birgissonar!!

Skrifað þann 30 September 2012 kl 14:22

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 243 eða 308

Alveg merkilegt með þetta spjallborð, þegar menn segja að valið standi BARA á milli tveggja kalíbera þá koma hinir og þessir með allskonar önnur kalíber. Drengurinn bað ekki um upplýsingar um önnur kalíber en þessi tvö.
Goggi, þar sem að þú ert búinn að hugsa þig bláan í framan yfir þessum tveimur, þá myndi ég velja 308 frekar en 243. Þú ætlar væntanlega að hafa einn alsherjar riffil, sem að duga skal á allt er kúlu festir á, ekki satt? Þar sem að 100gr kúlan fyrir hreindýrið í 243 er oftar en ekki of þung fyrir stóran hluta riffla í því kalíberi þá er 308 betri kostur þegar hreindýrið á í hlut.
Það að leyniskyttur, bæði hjá her og lögreglu, séu ennþá að velja 308 til sinna nota bendir til þess að þetta sé vel brúklegt. Jafnvel þó svo að sumir kalli þetta kartöflukastara, stáltáar kalíber osfrv.mischievous
Hvort sem valið verður þá held ég að þú verðir ánægður.
Eitt að lokum, EKKI spara í sjónaukanum. Lélegur sjónauki gerir besta riffil að hálfónýtu drasli, þú getur aldrei skotið betur en sjónaukinn leyfir þér. EKKI kaupa lélegan sjónauka og vera svo fúll yfir því hve illa gangi að hitta með rifflinum. Ef fjárráðin eru lítil, kauptu þá notaðan sjónauka af góðu merki og safnaðu fyrir betri/ öflugri sjónauka.
Gangi þér vel í þessu
Kveðja Keli shades

Skrifað þann 30 September 2012 kl 16:02

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 243 eða 308

Ágætu Hlaðverjar!!

Ekki veit ég hvers vegna maðurinn kýs að kalla sig Skepnan..... hanns mál.....
en ég tek heilshugar undir með þessum aðilai hvað varðar val á sjónauka!
Ekki spara þar!!!

Með vinsemd.
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 30 September 2012 kl 21:43

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 243 eða 308

Sæll Magnús þessi gælunöfn hafa fylgt okkur síðan 1994 þegar við gengum í ákveðin samtök kend við lindýr (Sniglana)
Kveðja
Steini Gismó smiling
Eða Þorsteinn Hafþórsson svona alment wink

Skrifað þann 30 September 2012 kl 22:51

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 243 eða 308

Sælinú steini gismó.....hvað segist úr þinni sveit,er eitthvað gott að frétta þaðan?

Skrifað þann 30 September 2012 kl 23:15

GoggiMega

Svör samtals: 22
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 243 eða 308

held 308 sé bara málið. Er búinn að "huxa" þetta nokkuð vel og þið staðfestið þetta bara nokkuð vel fyrir mig. Síðan mun ég hugsa um að fara skrifa huxa rétt bara næst sko smiling

Skrifað þann 30 September 2012 kl 23:15

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 243 eða 308

Ekkert að því að "huxa" smávegis grin

Skrifað þann 30 September 2012 kl 23:25

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 243 eða 308

Góðir ágætu félagar!!!!!

Með vinsemd
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 1 October 2012 kl 8:20

Andfinnur

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 243 eða 308

En er 0.308 of stórt kalíber fyrir smærri dýr t.d. gæs eða ref, hvað segja skotspekingarnir um það?
Er í sömu hugleiðingum og Goggi og er að velja á milli 0.243, 6.5-55 eða 0.308

Skrifað þann 1 October 2012 kl 8:52

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 243 eða 308

Mikið betra að vera með 150gn kúlu á 2600ft úr .308 en 55gn á 4000ft úr .243.

Hraðinn veldur meiri skemdum en kúlu þyngdin.

Skrifað þann 1 October 2012 kl 9:58

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 243 eða 308

Sammála Skepnunni smiling

Ef refir og fuglar eru aðalmarkmiðið 243. Ekki spurning.

Hinnsvegar fer 243 frekar illa með 100 graina kúlurnar svo ef útselur eða hreindýr er aðal takmarkið þá er 308 heldur skárra. wink

Ef pappír þar sem vegalengdin er þekkt er aðalmálið þá 308.
þegar það kom á m,arkaðin ruddi það flestum eldri hylkjum út í nákvæmnisskotfimi.

Sennilega ertu að hugsa um riffil sem er boðin í þessum 2 hylkjum.
Ef þetta er vandaðar lá þá ertu bara í fínum málum með hvort sem er og eins og aðrir ekki spara í gleri.
Það má kosta meira en rifillin ef allt er eðlilegt!


E.Har

Skrifað þann 1 October 2012 kl 10:11
« Previous12Next »