C47Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013
|
Góðan dag.
Tags:
Skrifað þann 18 February 2013 kl 11:29
|
Sýnir 1 til 20 (Af 22)
21 Svör
|
|
GisminnSvör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 25-06 vs 308 eða annaðVerð samt að benda á að félagi minn á Howa í 270 win en hún er með bakslagsvörn og sá riffill slær svipað og Sakoinn minn í 6,5x55 sem slær mjög lítið.
Skrifað þann 18 February 2013 kl 11:33
|
C47Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013
|
Re: 25-06 vs 308 eða annaðTakk fyrir þetta Gismi
Skrifað þann 18 February 2013 kl 11:45
|
257wbySvör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 25-06 vs 308 eða annaðSæll.
Skrifað þann 18 February 2013 kl 17:18
|
C47Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013
|
Re: 25-06 vs 308 eða annaðÞað er nú málið, ég vil helst fá allt fyrir ekki neitt, þ.m.t léttan hunter sem hægt er að ganga með í lengri tíma eins og á hreindýraveiðurm jafnvel þó það gefist ekki nema á nokkurra ára fresti.
Skrifað þann 18 February 2013 kl 17:24
|
byssur infoSvör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 25-06 vs 308 eða annaðhvað með 6XC ?
Skrifað þann 18 February 2013 kl 17:53
|
Stebbi SniperSvör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 25-06 vs 308 eða annað6,5 x 284 gerir allt þetta fyrir þig með 100 - 125 grs kúlu. Ég er forvitin að vita hvað þú ætlar að nota þennan riffil í sem krefst þess að hann sé svona léttur og flatur? Ef þú ert að pæla í hreindýri og tófu, þá uppfylla þessi cal sem hér að ofan eru nefnd líka allar þínar þarfir!
Skrifað þann 18 February 2013 kl 18:20
|
C47Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013
|
Re: 25-06 vs 308 eða annaðÉg er nú bara að velta þessu ómögulega fyrir mér. Góður á pappír, gæs, hreindýr og jafnvel tófu. Á samt alveg eftir að ná mér í tófureynslu.
Skrifað þann 18 February 2013 kl 18:28
|
byssur infoSvör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 25-06 vs 308 eða annaðþað er hægt að spara allt að 3kg á léttu hlaupi vs heavy varmint
Skrifað þann 18 February 2013 kl 18:29
|
TotiOlaSvör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 25-06 vs 308 eða annaðÉg er með 6,5x55 Varmint Tikku (milli-þungt eða þungt hlaup, eftir því við hvað þú miðar) og ég hefði treyst mér til að ganga með hann alveg eins langt og án hans þegar ég fór með hann á hreindýr. Galdurinn var að vera með tveggja-axla byssuól. Jú, kannski hafði adrenalín og áhugi einhver áhrif á upplifunina en ég sé ekki að varmint hlaup ætti að gera út af við neinn.
Skrifað þann 18 February 2013 kl 20:07
|
C47Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013
|
Re: 25-06 vs 308 eða annaðVeistu TotiOla hvort að þessar ólar eru fáanlegar hér á landi?
Skrifað þann 18 February 2013 kl 22:04
|
byssur infoSvör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 25-06 vs 308 eða annaðþær eru til, keypti mína tveggja axla ól í sportbúðinni
Skrifað þann 18 February 2013 kl 22:15
|
TotiOlaSvör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 25-06 vs 308 eða annaðJá, mín er frá Niggeloh og fékk ég hana í Ellingsen. Hún er með mjúkum og gripmiklum púðum undir strappanum og möguleiki er á að fá með henni lítinn, sér sniðinn/festann, poka sem hægt er að hafa nesti og nauðsynjar í ef áhugi er á því.
Skrifað þann 18 February 2013 kl 22:30
|
GisminnSvör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 25-06 vs 308 eða annaðÉg er einmitt með svona ól á Sakoinum mínum 6,5x55 hunter en hann er með þungu gleri og er sjálfur mikið þyngri en tikkan einhverra hluta vegna en ég finn ekkert fyrir honum að bera hann þegar ég nota ólina hún er til hjá veiðihorninu en kannski á Hlað hana en bara er ekki í vefauglýsingunum.
Skrifað þann 18 February 2013 kl 22:52
|
jon_mSvör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 25-06 vs 308 eða annaðÞar sem umræðan átti upphaflega að snúast um caliber, þá byrja ég á að mæla með 25-06. Mér hefur gengið vel með það og finnst það henta í allt sem ég þarf að skjóta. Væri þó mögulega til í að hafa möguleika á aðeins þyngri kúlum og yrði þá 6,5 x 284 eða 270 líklega fyrir valinu.
Skrifað þann 18 February 2013 kl 23:23
|
Stebbi SniperSvör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 25-06 vs 308 eða annaðTikkan mín Varmint Stainless, sem er í 6,5 x 284 er rétt undir 5 kílóum... með Zeiss 6 - 24 x 56 sjónauka. Ef Finni myndi nú skafa 3 kíló af hlaupinu á henni þá væri prjónarnir sem kæmu út úr því kannski nothæfir til þess að éta á Nings með...
Skrifað þann 19 February 2013 kl 0:50
|
IngviReynirSvör samtals: 113
Virk(ur) síðan: 24 July 2012
|
Re: 25-06 vs 308 eða annað25-06 er mjög skemmtilegt cal mæli hiklaust með því búinn að fella 4 hreindýr með því og aldrey neytt vessen
Skrifað þann 19 February 2013 kl 7:58
|
byssur infoSvör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 25-06 vs 308 eða annaðvarmint hlaupið á tikkunni er sennilega 2-3 kg léttara en heavy varmint hlaup frá Krieger, það er léttara en remington contour sem er það sverasta sem notað er í fjöldaframleidda riffla.
Skrifað þann 19 February 2013 kl 8:49
|
C47Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013
|
Re: 25-06 vs 308 eða annaðTakk fyrir þetta strákar.
Skrifað þann 19 February 2013 kl 9:21
|
KonnariSvör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 25-06 vs 308 eða annaðEf þú ert að leita þér að góðum veiðiriffli þá verður þú ekki svikinn af 25-06. Það er eitt af „tísku“ kaliberunum í dag en það var löngu kominn tími á að íslendingar áttuðu sig á ágæti þessa fína kalibers. Það hentar mjög vel í allt hér heima, nákvæmt, slær lítið, mjög flatt og mikið úrval af kúlum frá 70-120gr. sem er „perfect“ fyrir alla íslenska veiði. Ef þú villt seinna meir eitthvað stærra í stórgripaveiði þá bætir þú við í safnið 30-06 eða 9.3x62 ! Varðandi þung eða milliþungt hlaup þá nenni ég ekki af minni reynslu að burðast með þungan Varmint riffil í hreindýraveiði...það er alveg á hreinu. Viðhengi:
Skrifað þann 21 February 2013 kl 9:00
|
Bíldshöfða 12, 110 Reykjavík
Sími: 567 5333
Netfang: hlad@hlad.is
Hlað Húsavík
Haukamýri 4, 640 Húsavík
Sími: 464 1009 Fax: 464 2309
Netfang: jonas@hlad.is
Mánudaga til Föstudaga: 10 - 18
Laugardaga 11 - 14