25-06 vs 308 eða annað

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Góðan dag.

Er einhver sem á og eða þekkir 25-06 með tilliti til ferils hraða og bakslags? Er að leita að einhverju sem er sæmilega hratt og flatt en slær samt ekki of mikið og ferðast ekki mikið undir 3000fps
Hef t.d skotið úr 308 og líkað vel en ekki kannski endilega sá flati ferill sem ég tel mig vera að leita að. Kaliberið þarf samt að vera vel brúklegt á hreindýr.
Bendið mér samt ekki á 243 þar sem ég hef grun um að það verði stimplað of lítið þegar of ef við svífum inn í Evrópusambandið sad og ekki 270, mér finnst það lemja of mikið þegar farið er að skjóta mörgum skotum. Hægri öxlin er veikari en sú vinstri af ástæðum sem óþarft er að fjalla um nú, þess vegana er ég áhaugamaður um bakslagið. Þó ber að nefna að 308 er í góðu lagi fyrir mig.

Með kveðju
Björn R.

Tags:
Skrifað þann 18 February 2013 kl 11:29
Sýnir 1 til 20 (Af 22)
21 Svör

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 308 eða annað

Verð samt að benda á að félagi minn á Howa í 270 win en hún er með bakslagsvörn og sá riffill slær svipað og Sakoinn minn í 6,5x55 sem slær mjög lítið.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 18 February 2013 kl 11:33

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: 25-06 vs 308 eða annað

Takk fyrir þetta Gismi

Skrifað þann 18 February 2013 kl 11:45

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 308 eða annað

Sæll.
Vil benda á 2-3 kaliber sem eru mjög ljúf fyrir öxlina smiling
6.5x55 -260rem og 7mm08.
Svo er ekkert athugavert við 308win,kannski ekki flatasti ferillinn en
mjög nákvæmt og gott.
Annars hefur þyngd viðkomandi riffils mikið að segja um hversu
mikið hann bankar í mann.

Kv.
Guðmann

Skrifað þann 18 February 2013 kl 17:18

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: 25-06 vs 308 eða annað

Það er nú málið, ég vil helst fá allt fyrir ekki neitt, þ.m.t léttan hunter sem hægt er að ganga með í lengri tíma eins og á hreindýraveiðurm jafnvel þó það gefist ekki nema á nokkurra ára fresti.
En jú 6,5 x 55 er eitthvað sem ég er líka spenntur fyrir

Skrifað þann 18 February 2013 kl 17:24

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 308 eða annað

hvað með 6XC ?

sendir 115gr kúlu rétt yfir 3000fps og er hárnákvæmt alveg út á 1000m

ætti að vera yfirdrifið fyrir hreindýr og alla aðra veiði líka...

.243 er það reyndar líka með 8 twist hlaupi...

Skrifað þann 18 February 2013 kl 17:53

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 308 eða annað

6,5 x 284 gerir allt þetta fyrir þig með 100 - 125 grs kúlu. Ég er forvitin að vita hvað þú ætlar að nota þennan riffil í sem krefst þess að hann sé svona léttur og flatur? Ef þú ert að pæla í hreindýri og tófu, þá uppfylla þessi cal sem hér að ofan eru nefnd líka allar þínar þarfir!

Hversu mikið ertu samt að spara í þyngd á rifflinum með því að hafa létt hlaup à honum? 3 - 500 grömm?

Skrifað þann 18 February 2013 kl 18:20

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: 25-06 vs 308 eða annað

Ég er nú bara að velta þessu ómögulega fyrir mér. Góður á pappír, gæs, hreindýr og jafnvel tófu. Á samt alveg eftir að ná mér í tófureynslu.
500gr til eða frá geta verið ansi þung að bera. Þekki það frá rjúpnaveiðum. Er þar með byssu sem er um 3 kg. Hef engan áhuga á að burðast með 4kg Remington hlunk á öxlinni.
En þetta er notkunin, ekkert BR dæmi þó, þótt skotið verði á pappa

Skrifað þann 18 February 2013 kl 18:28

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 308 eða annað

það er hægt að spara allt að 3kg á léttu hlaupi vs heavy varmint

Skrifað þann 18 February 2013 kl 18:29

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 308 eða annað

Ég er með 6,5x55 Varmint Tikku (milli-þungt eða þungt hlaup, eftir því við hvað þú miðar) og ég hefði treyst mér til að ganga með hann alveg eins langt og án hans þegar ég fór með hann á hreindýr. Galdurinn var að vera með tveggja-axla byssuól. Jú, kannski hafði adrenalín og áhugi einhver áhrif á upplifunina en ég sé ekki að varmint hlaup ætti að gera út af við neinn.

6,5x55 kalíberið er þannig séð svolítið líkt .308 "stáltáar kalíberinu". Það er örlítið flatara, lemur örlítið minna og er örlítið ónákvæmara (en þó bæði mjög nákvæm). Þó allt byggt á þessum almennu rifflum, kúluþyngdum og hleðslum. Þetta leyfi ég mér að segja því hinn riffillinn sem ég hef skotið þó nokkuð og séð í action er nákvæmlega eins Tikka í .308 (Varmint líka).

Vona að þetta hjálpi þér eitthvað í leitinni smiling Ég get allavega, með góðri samvisku, mælt með Tikku T3 Varmint í bæði 6,5x55 og .308 í pappa og hreindýr.

Skrifað þann 18 February 2013 kl 20:07

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: 25-06 vs 308 eða annað

Veistu TotiOla hvort að þessar ólar eru fáanlegar hér á landi?

Skrifað þann 18 February 2013 kl 22:04

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 308 eða annað

þær eru til, keypti mína tveggja axla ól í sportbúðinni

Skrifað þann 18 February 2013 kl 22:15

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 308 eða annað

Já, mín er frá Niggeloh og fékk ég hana í Ellingsen. Hún er með mjúkum og gripmiklum púðum undir strappanum og möguleiki er á að fá með henni lítinn, sér sniðinn/festann, poka sem hægt er að hafa nesti og nauðsynjar í ef áhugi er á því.

Skrifað þann 18 February 2013 kl 22:30

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 308 eða annað

Ég er einmitt með svona ól á Sakoinum mínum 6,5x55 hunter en hann er með þungu gleri og er sjálfur mikið þyngri en tikkan einhverra hluta vegna en ég finn ekkert fyrir honum að bera hann þegar ég nota ólina hún er til hjá veiðihorninu en kannski á Hlað hana en bara er ekki í vefauglýsingunum.
Og hann slær ekki neitt þá ég myndi nú ekki leggja augað að kíkinum en ég gæti skotið úr honum heilan dag án þess að finna það á öxlini.Átti 243 sem sló mikið meira.

Skrifað þann 18 February 2013 kl 22:52

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 308 eða annað

Þar sem umræðan átti upphaflega að snúast um caliber, þá byrja ég á að mæla með 25-06. Mér hefur gengið vel með það og finnst það henta í allt sem ég þarf að skjóta. Væri þó mögulega til í að hafa möguleika á aðeins þyngri kúlum og yrði þá 6,5 x 284 eða 270 líklega fyrir valinu.

En þar sem menn eru einnig að bera saman burðarólar, þá ætla ég að benda á þessa hér
http://z-aim.com/visa_produkt.asp?t=Z-aim+Pro+Stalker+-Neoprene+gun...
Þessi er frábær þegar menn vilja bera bæði bakpoka og riffil, en það má vera að hinar ólarnar sem búið var að benda á henti í það líka.

Varðandi þyngdina á hlaupinu þá hefði ég haldið að það skipti minna máli ef þú reiknar ekki með að eyða mörgum dögum á hreindýraveiðum á hverju ári. Þú bölvar kannski þyngdinni þennan eina dag sem þú ert á hreindýraveiðum á tveggja til þriggja ára fresti, en þér á ekki eftir að leyðast hún þegar þú ferð að stráfella tófurnar og gæsirnar á +300 metrum.

En auðvitað er ekkert eitt rétt svar við þessum spurningum þínum. Rétta svarið verður alltaf sú niðurstaða sem þú kemst að, annars verður þú aldrei sáttur við riffilinn.

kveðja
Jón Magnús
http://www.facebook.com/hreindyr...

Skrifað þann 18 February 2013 kl 23:23

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 308 eða annað

Tikkan mín Varmint Stainless, sem er í 6,5 x 284 er rétt undir 5 kílóum... með Zeiss 6 - 24 x 56 sjónauka. Ef Finni myndi nú skafa 3 kíló af hlaupinu á henni þá væri prjónarnir sem kæmu út úr því kannski nothæfir til þess að éta á Nings með...

Einnig myndi ég nú ekki mæla með 6XC og 115 grs DTAC kúluni sem Daníel er líklega að vísa í hér að ofan til hreindýraveiða (ég býst við að David Tubb hafi ekki verið með hreindýraveiðar í huga þegar hún var hönnuð, enda sagði í upphafsinnlegginu .243 kæmi ekki til greina og 25-06 líklega grensta kúlan sem upphafs maðurinn er til í að skoða. Ég held að það sé nú ekkert sérstaklega mikið úrval af 115 grs veiðikúlum í 6mm.

Personulega tæki ég frekar 6,5 eða 7 mm kúlu í þetta sem þú ert að spá í, en 25-06 er örugglega alveg ágætt og pottþétt alveg feiki nóg í allt sem þú ert að spá í að skjóta.

260 Rem, 6,5 x 55, 6,5 x 47, 6,5 x 284, 7mm-08, .284 o.s.frv. Eru allt kaliber sem ég myndi treysta mér til þess að fella hreindýr með á 300 metra færi við þokkalegar aðstæður.

Ef þú vilt ekki láta banka þig mikið í öxlina þá er ágætt að fá sér bara muzzle brake á varmint hlaupið... Riffil með léttu hunter hlaupi mun ég seint eignast, enda sé ég ekki tilgang í því að vera með svoleiðis hlaup.

Í þínum sporum myndi ég nú samt velja bara það sem mig langaði mest í og vinna í því að fá mér það... Menn hér verða seint sammála um hvað er best að velja og hverjum þykir sinn fugl fagur í þessu eins og öðru.

Skrifað þann 19 February 2013 kl 0:50

IngviReynir

Svör samtals: 113
Virk(ur) síðan: 24 July 2012

Re: 25-06 vs 308 eða annað

25-06 er mjög skemmtilegt cal mæli hiklaust með því búinn að fella 4 hreindýr með því og aldrey neytt vessen
og eki miklar skemmdir.
þetta var Sako hunter 85
Kv Ingvi

Skrifað þann 19 February 2013 kl 7:58

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 308 eða annað

varmint hlaupið á tikkunni er sennilega 2-3 kg léttara en heavy varmint hlaup frá Krieger, það er léttara en remington contour sem er það sverasta sem notað er í fjöldaframleidda riffla.

Skrifað þann 19 February 2013 kl 8:49

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: 25-06 vs 308 eða annað

Takk fyrir þetta strákar.
.308 er enn vel inní myndinni sem og 25-06. Það er rétt Stebbi sniper að ég fæ líklega jafn mörg góð og gild svör og mennirnir eru margir en allt svona hjálpar til við að taka ákvörðun. Ég las inná Skyttur spjallinu að einhver sagði að glerið og stækkunin skipti ekki öllu máli heldur sá sem stendur á bak við það. Það má líklega heimfæra það yfir á caliberið og riffilinn líka. Æfingin skapar væntanlega meistarann í þessu eins og öðru.Frekar vildi ég fara vel æfður á veiðar með lélegar græjur en top of the line dót, óæfður

Skrifað þann 19 February 2013 kl 9:21

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 308 eða annað

Ef þú ert að leita þér að góðum veiðiriffli þá verður þú ekki svikinn af 25-06. Það er eitt af „tísku“ kaliberunum í dag en það var löngu kominn tími á að íslendingar áttuðu sig á ágæti þessa fína kalibers. Það hentar mjög vel í allt hér heima, nákvæmt, slær lítið, mjög flatt og mikið úrval af kúlum frá 70-120gr. sem er „perfect“ fyrir alla íslenska veiði. Ef þú villt seinna meir eitthvað stærra í stórgripaveiði þá bætir þú við í safnið 30-06 eða 9.3x62 ! Varðandi þung eða milliþungt hlaup þá nenni ég ekki af minni reynslu að burðast með þungan Varmint riffil í hreindýraveiði...það er alveg á hreinu.

Hér er 3 skota grúbba úr Sako Hunter 25-06 af 100 metrum.

Skrifað þann 21 February 2013 kl 9:00
« Previous12Next »