25-06 vs 6,5x55

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir félagar,ég er í smá vanda staddur vegna þekkingarskorts og gæti þegið smá aðstoð. þannig er mál með vexti að ég er að spekúlera í að fá mér riffil með caliberi 25-06 , hvernig er þetta cal ,er hægt að bera þetta saman við hið frábæra cal. 6,5x55 ? hvernig er með hlaupendingu, er þetta ekki frekt á hlaup ?
nú einnig er spurning hvað er hægt að fá stórar kúlur í þetta cal.
Það er kannski rétt að taka það fram að ég ætla að nota þetta í allt milli himins og jarðar !! frá pappa uppí hreyndýr og sel og reikna ekki með að eiga aðra byssu með .
með von um greinagóð svör. kv :Karl Guðna

Tags:
Skrifað þann 12 February 2013 kl 17:52
Sýnir 1 til 12 (Af 12)
11 Svör

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 6,5x55

ég á .25-06 tikka varmint riffil, svo að ég get svarað þér aðeins.
kúluþyngdir eru milli 75-120grain. hef notað sierra gameking 100gr. á 2 hreindýr og bara gengið vel með það.
finnst það vera mjög fín kúla á allt á íslandi.
þessi riffill er skotinn um 1000 skotum og er nákvæmnin alveg nóg fyrir mig (undir 1moa) það veður bara að koma í ljós hvenær hlaupið klárast, hef ekki miklar áhyggjur af því.

annars er það þannig í hnotskurn að 25-06 er að skjóta léttari kúlum en 6,5 og er með stærri púðurbauk.
annars væri ég alveg til í að minn gæti skotið þyngri kúlum.

6,5 kúlurnar hafa að jafnaði betri bc. stuðul og kannski heppilegri í markskytteri.

hraðinn á 100gr. kúlunni hjá mér er um 3200fet gætir sjálfsagt náð um 3500 fet með 75gr. kúlu.. en ég hef ekkert verið að eltast við það svosem.. annars hef ég prufað 6,5 líka og fannst það bara annsi ljúft.

Skrifað þann 12 February 2013 kl 18:46

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 6,5x55

já !! það er engin smá fart á þessum kúlum, 1000 skot og enn góður?? veit einhver hver höggþungi t.d. 120 gr. kúlu á 300 metrum er ?
ég er eitthvað lélegur að gúgla þetta og virðist ekki fynna neitt um þetta.
takk fyrir þetta toti sesar

Skrifað þann 12 February 2013 kl 19:22

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 6,5x55

nú man ég þetta ekki alveg en mig minnir að ég hafi verið að fletta skotvopnabókini eftir einar guðmann og þar hafi verið samanburðartöflur á þessum caliberum varðandi slagkraft, hraða ofl.. ef þú hefur aðgang að henni?

Skrifað þann 12 February 2013 kl 19:26

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 6,5x55

nei , hef ekki aðgang að henni en verð greinilega að nálgast hana.

Skrifað þann 12 February 2013 kl 19:31

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 6,5x55

ég fann þetta í bókini, en ég mæli með að þú skoðir þetta sjálfur.

6,5 : 120gr bt. hraði við hlaup=2822fet slagkraftur@300m=180kgm

.25-06 120psp 2990fet =187kgm

Skrifað þann 12 February 2013 kl 19:39

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 6,5x55

ég er með feriltöflu í bókinni "skotveiðar í íslenskri náttúru" og þar er 6,5x55 140 gr. kúla með 209 kgm á 300 m það er gott að geta borið þetta saman . þetta er u.þ.b. það sem ég hélt, það er þá bara spurningin um endingu hlaupanna.?hvað ætli 25-06 sé lengi "nákvæmt" ?? mér skylst að viðmiðunar skotfjöldi í 6,5x55 sé u.þ.b. 3000 skot en ég hef ekki hugmynd um 25-06 hlaupendingu. !!

Skrifað þann 12 February 2013 kl 19:56

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 6,5x55

nú, ef þú miðar við að nota 120gr. í báðum caliberum,þá ætti þetta að vera mjög svipað. svo held ég að það skipti mjög miklu hve ört menn eru að skjóta sínum 3-5 skota grúppum og hvort þeir nenni að kæla hlaupið næjanlega á milli. svo koma þrif nú inn í þessa jöfnu líka.

Skrifað þann 12 February 2013 kl 20:16

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 6,5x55

þú vilt sem sagt meina að ef mjög ört er skotið úr 25-06 þá slitni það hraðar sökum hita eða hvað ?

Skrifað þann 12 February 2013 kl 20:23

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 6,5x55

ég vil meina það já, alveg óháð caliberi. svo bætist við aukinn hraði og þar af leiðandi meiri hiti ef þú ert með heitar hleðslur, léttar kúlur osfr..

eins með 6,5 að ef þú ert með mjög heitar hleðslur, skýtur ört og notar léttar kúlur sem ná meiri hraða, þá fer hlaupið hraðar en þú td. mundir nota verksmiðjuskot með þyngri kúlu.

Skrifað þann 12 February 2013 kl 20:31

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 6,5x55

ok, takk fyrir þetta, ég ætla að "melta " þetta með mér

Skrifað þann 12 February 2013 kl 20:36

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06 vs 6,5x55

Jú.... 6,5x55 í alla veiði þyngri en 50kg... 2506 í fugla og tófur.... En það er alltaf betra að hafa þunga kúlu í leiðindarveðri.....

kv hr

Skrifað þann 13 February 2013 kl 19:49