25-06

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Þetta er eitt af þessum kaliberum sem vakið hafa áhuga minn. Víst er að kaliber þetta er nógu öflugt á alla ferfætlinga sem má veiða á þessu landi.
En hvað segja menn sem til þekkja, hvernig er vindrek og fall samanborið við stærri og þyngri kúlur og er þetta vel brúklegt á hreindýr á segjum 300m?
Ég geri ekki ráð fyrir að reyna nokkurn tímann skot yfir 250m á hreindýr auk þess sem það eru ekki margir staðir til að æfa sig á sem eru umfram 300m þess vegna set ég mörkin þar.

Hvað segið þið sem eigið eða þekkið þetta cal?

Tags:
Skrifað þann 20 September 2014 kl 13:18
Sýnir 1 til 10 (Af 10)
9 Svör

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06

ég á tikku t3 varmint í þessu kaliberi og er hæstánægður með riffil og cal. með 100gr. kúlu á ca 3200fet/sek ertu í nokkuð góðum málum. ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara þér með vindrekið á móti þyngri kúlum í stærra cal.. það segir sig einginlega sjálft að þyngri kúla á svipuðum hraða hefur minna vindrek.. klart að 300win mag með 165gr kulu hefur minna vindrek td.. en það er alveg vandræðalaust að skjóta á 300m með þessu cal. meira spurning um hvort þú finnir gæd sem leyfir þér að skjóta á því færi. ég mundi setja þetta í topp 5 cal til að nota i allt á islandi.

Skrifað þann 20 September 2014 kl 14:42

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06

25-06 er klárlega "long range" kaliber....og er það einmitt oft notað til að veiða miðlungsstór dýr á mjög löngum færum...ef við berum það við t.d. lágmarksstærð fyrir hreindýr sem væri 243win með 100 gr. kúlu þá hefur 25-06 með 110 gr. kúlu aðeins meiri slagkraft á 500 metrum heldur en 243win á 300 metrum ! Ég hef átt 2 riffla í 25-06 og ég get staðfest að fallið er mjög lítið og er það mjög svipaður ferill og 300 wm.

Varðandi vindrek ofl. þá er það einhvern staðar mitt á milli 243 og 6.5mm.

Skrifað þann 20 September 2014 kl 15:54

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: 25-06

Takk báðir tveir, ég hefði kannski getað talað aðeins skýrar þegar ég var að spyrja um fall og vindrek.
Þannig er að ég er að skjóta úr .308, oftast 150grs en þar er hraðinn mun hægari, líklega í kringum 2800 og eitthvað.
Ég var því einmitt að spá í hvað léttari og hraðfleygari kúla myndi gera gagnvart því?
En ég er búinn að fá nógu góð svör. Nú er bara að leita að rétta rifflinum og finna svo eitthvað fínerí ofan á hann.

Ég var einmitt að reyna mig í töluverðum hliðarvindi í sumar, vildi vera viss um hvar ætti að miða ef slíkar aðstæður kæmu upp á hreindýraveiðum seinna um sumarið. Kom mér svolítið á óvart hvað ég þurfti að taka mikið tillit til hliðarvinds á 200m með þó þetta þunga kúlu, en nota bene hún er nú ekki sú hraðfleygasta.

takk aftur

Skrifað þann 20 September 2014 kl 17:29

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06

Afar óáhugavert caliber að mínu mati. Lélegt kúluúrval eins og í .270. Trjónir í topp 3 yfir óáhugaverðustu caliberin ásamt móðurhylkinu 30-06 og öllum hugsanlegum caliberum með sverleikan 270.

Ég er að skjóta 100 grs kúlum úr 6,5 x 47 á 3150 fps með mikið minna púðurmagni.

Vindrek er örugglega alveg í lagi út á 300 metra í þessu caliberi eins og flestum öðrum í þessum stærðarflokki, enda flokkast 300 metrar seint sem langt færi fyrir þá sem æfa sig að skjóta að eitthverju viti. Hreindýr er líka alveg örugglega ekki vandamál á 300 metrum með 25-06. Ef þú æfir þig þannig að þú getir hitt appelsínu á 250 metrum þá er hreindýr ekki vandamál.

Ég tæki samt flest caliber í 6 eða 6,5 mm fram yfir þetta cal, þó ekki væri nema bara fyrir kúluúrvalið.

Eina sem mér dettur í hug að nota riffil í cal .25 er Varmint riffil með t.d. 70 grs BlitzKing og þá myndi ég líklega taka hann í 25-06 AI. Annars myndi ég líklega alltaf skoða önnur caliber til þess verks t.d. 6 mm.

Ég er þeirrar skoðunar að menn eigi samt að fá sér það cal sem þeim langar, því að munurinn á milli caliberana til veiða er ekki ýkja mikill og flestir riffilveiðimenn á íslandi eru líklega mun meira takmarkandi þáttur í því að koma kúluni til skila á réttan stað en caliberin sem slík.

Þeir sem æfa sig og kunna að skjóta gera alveg örugglega ágætlega með þessu caliberi eins og öðrum. Mér finnst mikið stærri þáttur í riffilskotfimi að æfa sig mikið frekar en að spá í hvaða caliber menn nota.

Skrifað þann 20 September 2014 kl 23:11

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06

Sæll

Hef verið með Sako 85 með léttu hlaupi í cal. 25-06 í hreindýraveiðinni sl. ár og hann hefur virkað vel. Hef einnig tekið þátt í flestum mótum hjá Skaust sl. 3 ár með sama riffli og gengið ágætlega, þó svo að varmint rifflarnir með 24x stækkun séu nú oftast að gera betur á löngu færumum, eins og gefur að skilja.

Það er ekki vandamál að fella hreindýr með þessu caliberi út á 500 metra, ef þú hittir dýrið, en það er yfirleitt vandamálið hjá mönnum og ástæðan fyrir því að menn þurfa að skjóta skoti no. 2 eða 3 á því færi.

En það er rétt sem Stebbi segir að kúluúrvalið mætti vera betra, en það er samt nóg í alla veiði á Íslandi.
Ég á líka 25-06 AI hlaup á minn sem ég ætla að prófa við tækifæri, og þá líklega með 70 graina kúlu.

kveðja
Jón Magnús
http://www.facebook.com/hreindyr...

Skrifað þann 21 September 2014 kl 10:03

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06

Þessi klisja að kúluúrvalið í .25 cal sé lélegt ætlar seint að hverfa.....ég taldi yfir 20 gerðir bara í tveimur verslunum !! Kúluúrvalið er mjög gott í .25 cal. og alls ekki síðra en 6mm eða 6.5mm en klárlega er úrvalið í markkúlum ekki mikið en það er hins vegar mjög gott í vargkúlum og almennum veiðikúlum enda er þetta tiltekna caliber á heimavelli einmitt þar.

Skrifað þann 21 September 2014 kl 11:38

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06

Þetta er ekki klisja Konnari

Tökum Berger sem dæmi (sem kemur mínum málstað að sjálfsögðu ákaflega vel):

.25 cal kúlur: 0 Varmint kúlur, 0 Target kúlur, 1 Hunting kúla.
Þetta er Match Grade hunting kúla 115 grs sem er með BC stuðul uppá 0.239 G7 og eina cal .25 kúlan sem Berger framleiðir.

6 mm kúlur: 3 Varmint kúlur, 12 Target kúlur, 5 Hunting kúlur.
Það er líka til 115 grs 6mm Hunting kúla sem er með BC stuðul uppá 0.279 sem er töluvert betri stuðull en .25 kúlan. 105 grs hunting kúlan í 6mm er líka með betri BC en .25 kúlan.

6,5 mm kúlur: 0 Varmint kúlur, 5 Target kúlur, 2 Hunting kúlur.

Frá Berger eru semsagt til 21 mismunandi 6mm kúlur og 7 mismunandi 6,5 mm kúlur en aðeins 1 í cal 25.

BC stuðullinn segir til um það hvernig kúlan fellur og klífur vindinn. Því betri BC því betur klífur hún vindinn (minna vindrek) og fellur minna.

Hornady og Sierra framleiða vissulega slatta af kúlum í þetta cal, en ég sé engar kúlur þar með flottum BC stuðli í fljótu bragði, nenni ekki að leita í Nosler. Konnari þekkir þetta kannski betur en ég, líklega sem eigandi af þessu caliberi og getur bent mönnum sem vilja fá sér kúlu með góðum flugstuðli í þetta caliber.

Eða er þetta cal kannski bara takmarkað við kúlur með lágan BC?

Ég hef líka á tilfinninguni að þetta cal sé ekki sérlega hagkvæmt þegar kemur að því að skoða hvaða hraða þú ert að ná út úr því miðað við hvað þú brennir miklu magni af púðri.

Að lokum, hvað framleiðir Lapua margar tegundir af .25 cal kúlum? Rétt svar: 0... Klisja eða ekki klisja?

Skrifað þann 21 September 2014 kl 13:46

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 25-06

Svo ég klári nú póstinn frá því í dag... þá hef ég ekkert á móti caliberinu sem slíku, hef aldrei átt það og mun líklega aldrei eignast það, vegna þess að ég tel önnur caliber skila hlutverki 25-06 alveg jafn vel með minna magni af púðri og eins og áður sagði þá tel ég kúlu úrvalið betra.

En eins og Konnari segir þá er alveg til nóg af kúlum fyrir veiðar í þetta cal fyrir þá sem vilja prófa það. Riffill með Match Grade hlaupi og góðum gikk, kemur alltaf til með að skila fínni nákvæmni með þessu caliberi eins og öðrum.

Skrifað þann 21 September 2014 kl 19:24

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: 25-06

Jamm og jæja, sjálfum er mér slétt sama um magn púðurs, krónur til eða frá. áhugi minn á marksktotfimi einskorðast við að verða betri veiðmaður, þannig æfi ég mig alltaf með veiðiskotum. En ég get tekið undir með öllum þeim sem segja að æfingin komi á undan öllu öðru, þar með talið kailiberum

Skrifað þann 21 September 2014 kl 20:54