Doubles
Svör samtals: 157
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Hvað finnst ykkur um þessi kaliber, 260 Remington eða 6.5 x55. Hvert þeirra hefur vinnininginn ef við tökum það auglósa út , long actin/short action.
Hers vegna ætti maður að velja annað frekar en hitt ?
Gaman að heyra frá ykkur sem hafið reynsluna og vitið meira eða öðrum sem hafa skoðun á málinu.
kv,
Hafliði
Tags:
Skrifað þann 4 August 2012 kl 21:41
|
6 Svör
|
Gisminn
Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 260 Remington eða 6.5 x55
Sæll þar sem enginn hefur svarað skal ég svara fyrir mitt cal og það er 6,5x5.
Ég er búinn að finna 3 hleðslur og kúlur í samræmi sem allar eru undir tommu hring á 100 metrum liggjandi á jörðini og ekki á braut og þær eru 100gr NoslerBT 120gr NoslerBT og 140gr Berger VLD og þessi seinasta er hreint frábær hún er varla farin að gleikka á 200 og fer einstaklega vel með bráð en hinar gera það reyndar líka ef rétt er skotið.
Ég er með veiði rifill en með örlitla fullkomnunar áráttu svo ég hætti ekki fyrr en allar þessar kúlur höfðu ekkert bil í grúbbuni 5 skot á 100 metrum en eftir smá tékk með 6,5 og með 308 riffil að skjóta sömu vegalengdir með mér komumst við að því að fallið var svipað á þessum caliberum og ég hreinlega skil þessvegna ekki afhverju 308 er kallaður kartöflu kastari en 6,5 ekki en vindrekið var mun meira í 308 þegar við vorum komnir á 300 metrana
Skrifað þann 8 August 2012 kl 23:44
|
admin
Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Re: 260 Remington eða 6.5 x55
Má maður spyrja Gismi hvers konar riffil og hvaða gler þú ert með. Ég er sjálfur að leita mér að riffli og líkar við 308win en það cal er svo sem fullstórt fyrir alla veiði á Íslandi þannig að 6,5 x 55 og 270 er eitthvað sem ég er farinn að kíkja eftir líka.
Ætli ég geti ekki líka sagt það sama, er með snert af fullkomnunaráráttu í þessum málum jafnvel þótt ég sé "bara" að tala um veiði en ekki benchrest eða álíka æfingar.
Skrifað þann 9 August 2012 kl 9:48
|
Gisminn
Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 260 Remington eða 6.5 x55
Sæll ekkert mál ég er með Sako 85 Hunter 6,5x55 og á honum er Sightron SIII 6-24x50 Mildot
Kveðja ÞH
Skrifað þann 9 August 2012 kl 12:20
|
Silent
Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 260 Remington eða 6.5 x55
Sæll, smá forvitni, Hvernig er sightron að koma út hjá þér, Var að kaupa einn og er bíða eftir að fá hann í hendurnar.
kv Atli S
Skrifað þann 9 August 2012 kl 19:28
|
Gisminn
Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 260 Remington eða 6.5 x55
Ég get ekki verið ánægðari hann er í alla staði góður og skýr og það þarf mikið til að tíbrá fari að hafa áhrif á hann
Kveðja ÞH
Skrifað þann 9 August 2012 kl 22:32
|
Gísli Snæ
Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 260 Remington eða 6.5 x55
Sæll
Er með 260 Rem og gæti ekki verið sáttari. Of langt mál að fara í af hverju ég valdi það en ekki eitthvað annað. Þetta er reyndar riffill sem ég er aðallega að nota í markskytterí þar sem ég nota 270 Win til veiða (og sá riffilli er líka magnaður - frábært veiðicaliber).
En þú mátt alveg hringja í mig ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi 260 Rem - nenni ekki að pikka allt inn . síminn er 6991386
Skrifað þann 10 August 2012 kl 8:57
|