Gisminn
Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Sælir eins og fyrirsögnin segir þá er ég að forvitnast hvort einhver hér á klakanum sé að skjóta þokkalegum grúbbun úr 270.
Ég spyr því mig vantar viðmið hvað ég eigi að búast við af þessu cal.Er að hlaða fyrir 2 með þessar byssur ekki sömu tegundar enda er það ekki málið heldur að báðar geti verið með sem nákvæmustu hleðslunar og kúlur.
Getur verið að 270 semji kannski ekkert við Vihtavuori púðrið ?
Ef einhver er með góða og nákvæma hleðslu sem hann vildi deila með mér má alveg senda mér póst á eddaogsteini@simnet.is
Með von um góð svör
ÞH
Tags:
Skrifað þann 7 April 2013 kl 22:56
|
15 Svör
|
Gísli Snæ
Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 270 Win grúbbu spurning
Er að ná fínasta árangri með minn með VV púðri. Er að nota N-160
Þú getur sent mér mail - gislisnae@islandia.is - eða einakskilaboð á Skyttan ef þú vilt nánari uppl.
Skrifað þann 8 April 2013 kl 8:42
|
Konnari
Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 270 Win grúbbu spurning
Sæll,
Þú talar um 270 win eins og það sé ekki hægt að hitta hlöðuvegg með þessu kaliberi ! Þetta kaliber er ekkert ónákvæmara en hvað annað. Ég þekki nokkra sem eiga 270 win og þeir gat negla allir með 130-140 gr. kúlum og VV N-160.
Skrifað þann 8 April 2013 kl 9:31
|
Gisminn
Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 270 Win grúbbu spurning
Sæll Konnari værir þú til í að komast að hvaða hleðslu þeir eru að nota og senda mér á netfangið mér þætti vænt um það.
En ég nefndi ekki Hlöðuvegg né neitt í þá áttina en afturámóti vantar mig bæði viðmið og upplýsingar.
Finn lítið af upplýsingum fyrir einmitt VV og Nosler 130 BT en bestu sröðugu grúbburnar hjá mér öðrum þeirra er 14-16mm með 150 Nosler BT á 100 metrum og held ég að það sé gott en á hinum er tómt bras og besti stöðugi er 19-24mm á 100 og er ég bara að spá og leita hvort það þyki bara gott því alveg sama hvar ég leyta þá er gegnumgangandi þessi setning.
Virkilega gott og flatt cal í veiði á stlrri dýrum en ekkert talað um nákvæmni.
En eins og ég sagði endilega hafðu samband þætti vænt um það og ég verð í bandi Gísli
Kveðja
ÞH
Skrifað þann 8 April 2013 kl 9:46
|
Konnari
Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 270 Win grúbbu spurning
Já halló.....14-16mm grúbba úr veiðiriffli er bara helvíti gott....við erum að tala um rétt rúmlega hálftommu á 100 metrum, það verður ekki mikið betra myndi ég segja ! Þú áttar þig á því að þú ert ekki með Benchrest riffil. En varðandi hleðslu þá hefur hingað til ekki klikkað 130gr. Nosler BT( eða Accubond) með VV N-160 á bilinu 55.5-57.5 gr. margir eru að skjóta vel í kringum 56.2 gr. En þetta og margt fleira er að finna í Nosler hleðslubókinni.
Skrifað þann 8 April 2013 kl 11:12
|
Gisminn
Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 270 Win grúbbu spurning
Takk fyrir þetta en er nosler hleðslubókin sem sagt með VV púður upplýsingar fyrir allar sýnar kúlur ?
Því ef ég fer inn á síðuna þrirra fæ ég bara aðra framleiðendur. og VV bæklingurinn er ekki með 130 Nosler BT kúluna engöngu 150 og ég einmitt gat nýtt mér það fyrir annan notandan sem vill 150 kúlurnar.
En kúlusetningin ? eru menn mikið að ganga út frá 83 eða breyta þeir eftir kúlugerð og þyngd ?
Já og veistu hvort það eru notuð norma eða lapua hylki ?
Spyr því miðað við mína reynslu munar 1 Graini í púðurmagni milli þessara hylkja það er reyndar í 6,5x55 og það er minna í norma.
Skrifað þann 8 April 2013 kl 11:20
|
Konnari
Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 270 Win grúbbu spurning
Já já....Í Nosler bókinn er að finna hleðslur með VV púður.....á heimasíðunni þeirra birta þeir bara smá brot af því sem er í bókinni. Það er allur gangur á því hvaða hylki menn eru að nota....en varðandi kúlusetninguna þá er best að mæla hana í þínum riffli og bakka svo um 0.3-0.2mm en heildarlengdin er mjög breytilega eftir kúlugerðum. N.b. Nosler bókin gefur yfirleitt frekar veikar hleðslur með VV púður svo þér er yfirleitt óhætt að fara aðeins hærra en bókin segir til um. T.d. gefur nosler bókin Max fyrir 150gr. BT 54.0 af N-165 en VV bókin gefur Max 57.7 gr af sama púðri.....þetta er mjög algengt ! Þetta hefur eitthvað með USA að gera og fara þeir mjög varlega til að lenda ekki í lögsóknum og svoleiðis kjaftæði.
Skrifað þann 8 April 2013 kl 12:32
|
Gisminn
Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 270 Win grúbbu spurning
Skil þig en spáðu þá í þessu vandamáli
Flestar hleðslur eru gefnar upp með COL 82,5-83,5mm en út í rillur á vandræðagemsanum eru 87,44mm
Ekki prentvilla 87,44 mælt með 130 Nosler BT
Það var mikið styttra út í rillur á þeim sem er kominn með góðu hleðsluna.
Skrifað þann 8 April 2013 kl 12:50
|
Konnari
Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 270 Win grúbbu spurning
Ok ! Ég skil.....haltu þér þá við þyngri kúlur.......Ég á einn riffil í 300WM en bókin gefur yfirleitt upp COAL 83-84.8mm en með 180gr. Accubond er heilsarlengdin hjá mér 92.0mm og stilli ég kúlusetjarann í 91.7mm !!!! En það er ekkert vandamál því 180gr. kúlan er löng og því skýtur hann henni lista vel en riffillinn vill aftur á móti ekki skjóta léttari kúlum eins vel eins og gefur að skilja.
Skrifað þann 8 April 2013 kl 13:00
|
Gisminn
Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 270 Win grúbbu spurning
Takk fyrir þetta
Skrifað þann 8 April 2013 kl 13:27
|
aflabrestur
Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 270 Win grúbbu spurning
Sæll Steini.
Á nýustu nosler bókina á pdf, formi, ef þú vilt get ég skellt henni á disk fyrir þig og komið henni til þín. sendu mér bara póst eða heirðu í mér.
kv.JK
Skrifað þann 9 April 2013 kl 0:09
|
Gisminn
Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 270 Win grúbbu spurning
Takk vinur geri það
Kveðja
ÞH
Skrifað þann 9 April 2013 kl 9:17
|
H-berg
Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 270 Win grúbbu spurning
sæll aflabrestur.
Heyrðu ekki má ég snýkja af þér þennan bækling líka.
getur sent mér hann bara á mail ef að þú nennir.
dori_berg@hotmail.com
Kv Halldór..
Skrifað þann 9 April 2013 kl 21:24
|
Gisminn
Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Re: 270 Win grúbbu spurning
Jæja ég er komin með ásættanlega hleðslu fyrir þennan 270 vandræða pésa
Í gær var grúbban á 100 metrum eftir að hafa dregið af 7mm heilir 6mm og voru aðstæður góðar logn og 12 stiga hiti samkvæmt bílnum
Í dag var grúbban 14mm og aðstæður aðeins öðruvísi enda grubban 1,5cm hærri en í gær
Hitinn 18 stig og breytilegur andvari sem náði samt ekki 2m/sek held ég.
6,5xmm gerði 11mm í gær en 22mm í dag og var líka 1cm hærri
Er með púðrið á þannig stað að útihiti hefur áhrif
Skrifað þann 2 June 2013 kl 19:14
|
Marin
Svör samtals: 40
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 270 Win grúbbu spurning
Sælir, var að velta fyrir mér hvort Nosler bæklingurinn væri með mikið af hleðslum fyrir 270, er með einn og hef bara verið að hlað Sierra með N-160 og 130 gr kulan kemur vel út en það er ekki mikið af upplýsingum ó V-V bælklingnum .
Svo eru allar hleðslubækur í Hlað uppseldar.
kv Árni
Skrifað þann 5 June 2013 kl 20:23
|
Gisminn
Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: 270 Win grúbbu spurning
Í Nosler bókini sem ég er með undir höndum eru hleðslur með ýmsum púðurtegundum fyrir 100,110,130,140,150,160 graina kúlur
Kveðja
ÞH
Skrifað þann 5 June 2013 kl 21:58
|