50-300m riffil

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Howa, Wheatherby Tikkan og Rem 700 allt í 308 fyrir 300m og styttra, jafnvel oftast í 100-200
Vil helst þungt hlaup frá framleiðanda og nenni (tími) ekki að láta byssusmið endursmíða gripinn svo sem beddun, létta gikk og skipta úr lásum
Aðallega notað við veiðar en þó talsvert á pappa i æfingaskyni.
Myndi sennilega henda ofan á þetta einhverju þokkalegu frá Meopta.
Hverju mælið þið með í þessu?

p.s heitir Howa 1500 öðru nafni líka?

Silfurrebbi

Tags:
Skrifað þann 27 January 2013 kl 20:46
Sýnir 1 til 20 (Af 20)
19 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 50-300m riffil

Weatherby og Howa er það sama.

gerir góð kaup í þeim í varmint útgáfu.

Skrifað þann 27 January 2013 kl 21:03

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 50-300m riffil

Ágæti Silfurrefur!

Í þínum sporum myndi ég athuga Savage rifflana.
Ekkert þeirra merkja sem þu telur upp er á pari
við Savage þessi misserin!
Savage rifflar, beint úr kassanum, hafa unnið 600yd.
BR keppnir!!! Nokkuð sem aðeins Remington gerði.....
fyrir svo sem 40 árum síðan......

Megi þér ganga sem allra best!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 27 January 2013 kl 21:20

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: 50-300m riffil

Takk fyrir þetta félagar

Skrifað þann 28 January 2013 kl 8:00

cuz

Svör samtals: 98
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 50-300m riffil

Satt að setja myndi ég nú samt bara mæla með að stökkva á remmann sem Byssur Info er að selja í söluþræðinum, ca 200kall fyrir hann stakann með patrónum og dæjum.
Ef hann er í eins góðu standi og hann lýsir þá myndi ég nú ekkert vera að leita lengra.

Skrifað þann 28 January 2013 kl 10:12

Gísli Snæ

Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 50-300m riffil

Ef hann vill endilega 308 þá er nú svolítið stökk í 300 Win Mag rifflinn sem Daníel er að selja. Þú er ekki að skjóta úr honum allan daginn.

Er sjálfur með Tikku Varmint og er mjög sáttur við hana. Mæli með að þú kíkir á þá riffla. Kíkti niður í Ellingsen um daginn og þeir áttu óvenju mikið úrval af Tikkum.

Síðan er Savage líka góður kostur og ef ég væri að spá í riffli núna myndi ég einnig skoða þá mjög vel. Pantaði mér Savage á sínum tíma en gafst upp á biðinni og endaði í Tikku. Pantaði reyndar þennan hér og ef þú ert tilbúinn að skoða annað caliber en 308 þá myndi ég athuga hvort að Ólafur í Veiðimanninum væri ekki tilbúinn að gera þér gott tilboð.

http://www.veidimadurinn.is/Default.aspx?mflID=40&flID=45&tflId=4&m...

Er sjálfur með þetta caliber og það er SNILLD!

Kosturinn við Tikku, Remington og að vissu leiti Howa líka er að það er auðveldara að uppfæra riffilinn, t.d. með GRS skeftunum hjá Hlað o.s.frv. Reyndar ætlar GRS að byrja með skefti fyrir Savage í ár og þá er það forstot farið.

En mín ráðlegging - Tikka - ef ekki hún skoðaðu Savage riffilinn sem ég benti á. Hann er ekki með Tupperware skefti heldur fínu HS Precision skefti. Flottur riffill.

Skrifað þann 28 January 2013 kl 10:25

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: 50-300m riffil

308 er eitthvað sem ég er búinn að bíta í mig. Líklega vegna þess að ég er farinn að þekkja það og úrval af skotfærum afbragðsgott.
En takk allir

Skrifað þann 28 January 2013 kl 13:27

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 50-300m riffil

Magnús, getur þú komið með krækjur inn á þetta sem að þú ert að staðhæfa þarna. Ég er ekki að finna eitt eða neitt á vefnum sem að staðfestir þetta.
Það er aftur á móti mikið af umræðum á erlendum spjallvefjum um hvort Howa eða Savage séu betri en hinn.
Svo virðist sem að það sé um 50/50 og báðir bestir..
Ég á sjálfur Weatherby Vanguard og Howa Talon og er mjög sáttur, Talon-inn er reyndar betri verð ég að segja. Tikka eru góðir rifflar og ég kann mjög vel við þá líka, enda veit hlaupið ekki hvort það endar á Sako eða Tikku þegar það kemur úr verksmiðjunniwink Mismunandi boltar en sama hlaup.

Kveðja Keli

Skrifað þann 29 January 2013 kl 1:13

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 50-300m riffil

hér eru niðurstöður úr heimsmeistaramóti í F-class

http://www.ar15.com/archive/topic.html?b=6&f=5&t=294204...


The Savage Shooters used the Model 12 F-T/R from Savage Arms. This exact model can be purchased from any Savage Arms dealer and carries a suggested retail price of just $1,265. The results speak for themselves: Team Savage comes home with Seven gold medals, two silvers and two bronze from the World Championships. They also earned two gold medals and a bronze a the associated side matches, including one held in Ireland.

Skrifað þann 29 January 2013 kl 20:30

lappalainen

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 50-300m riffil

eru þeir svona góðir savage rifflarnir frá verksmiðju
http://bulletin.accurateshooter.com/2013/01/criterion-barrel-on-sav...

Skrifað þann 29 January 2013 kl 23:30

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 50-300m riffil

það er nú slatta munur á Light Varmint veiðiriffli og F-class rifflum frá Savage...

þetta er riffillinn sem er nákvæmur frá þeim
F-Class


FT/R



og svo er þetta riffillinn sem þú ert að vitna í...

Skrifað þann 30 January 2013 kl 9:19

lappalainen

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 50-300m riffil

ekki rétt mynd hjá þér hún kemur hér
http://www.savagearms.com/firearms/model/12LRPVLEFTPORT...

Skrifað þann 30 January 2013 kl 10:46

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 50-300m riffil

breytir því ekki að þetta eru ekki sömu rifflarnir...

Skrifað þann 30 January 2013 kl 10:50

B61

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 50-300m riffil

Ég tók Savage 12LRP í 260rem og úr honum óbreyttum hef ég verið að ná 0,36 MOA (43mm c/c) gruppu 5 skota á 400m skotið af tvífæti og afturstuðningi. Þannig þetta eru ágætir gripir. Síðan má einnig fá frá þeim lélega gripi enda er verðbilið hjá þeim allt frá $170 til $2000.

Hjörtur S

Skrifað þann 30 January 2013 kl 20:43

Doubles

Svör samtals: 157
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 50-300m riffil

Hjörtur,

Hvar fékkstu þennann 260 Rem riffil, þetta er frábært kaliber sem ég vill bæta við hjá mér. Reyndar finnst mér allt annað en 308 Win sem er jú upphaflega hylkið (móðurhylkið ) koma njög vel út þ.e 243, 7mm-08 og eftir því sem þú lýsir þá er 260 Rem enginn eftirbátur enda 6.5 mm kúlan ein sú besta veiðikúla fyrir stærri bráð á Íslandi. En ekki kæmi á óvart að ekki væru allir því sammála.

Kv,
Hafliði

Skrifað þann 31 January 2013 kl 16:02

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 50-300m riffil

Sæll Hjörtur

Hefur þú prófað að skjóta t.d. 3 x 5 eða 5 x 5 á þessu færi og tékka hverju það skilar... á 400 metrum er vindlestur farinn að skipta verulega miklu máli, það væri gaman að sjá hvað kæmi út úr svoleiðis prófunum.

Ég er að spá í að prófa það næst þegar ég fer út á völl á 300.

Skrifað þann 31 January 2013 kl 20:52

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 50-300m riffil

Ágætu félagar.

Takk Daníel að taka af mér ómakið að byrta rökstuðning.
Ágæti félagi lappalainen (?)
Það að einhver hlaupaframleiðandi bjóði uppá þann möguleika að
hægt sé að nota þeirra hlaup á einhvern lás...er fyrst og fremst
yfirlýsing þess efnis að nefndur lás sé það sem málið snúist um
á þeim tíma sem slíkt boð er sett fram! Gróðavon!
Er einhver að bjóða fittuð hlaup á til dæmis Ruger 77?...ekki nokkur kjaftur.
Það var viðtal á 6mmbr.com um daginn þar sem sjálfur John Krieger hafði
orð á hversu góð þessi button riffluðu hlaup frá Savage væru!!
Þau ummæli duga mér....en þér?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 31 January 2013 kl 21:21

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 50-300m riffil

shilen og pac-nor framleiða pre-fit hlaup fyrir ruger 77

Skrifað þann 31 January 2013 kl 21:41

B61

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 50-300m riffil

Sæll Hafliði
Þessi var nú sérpantaður fyrir mig í veiðibúð á Krókhálsi. Því miður tók það 5 mánuði þannig vertu þolinnmóður ef þú ferð í sérpöntun.

Sæll Stefán
Vissulega væri það gaman að prófa fleiri grúppur og prófa lengri færi. Það stendur allt til bóta en eins og þú nefnir Stefán þá vegur breyting í vindi mikið á 400m og með þeirri hleðslu sem ég er að nota þá er færslan við vindbreytingu uppá 5m/s 0,9mill á þessu færi eða 36cm. Þannig grúppa með c/c 43mm leyfir ekki gust uppá meira en 0,5m/s m.v. að allt annað sé 100% sem það er aldrei. Þegar þessi grúppa var skotin gátum við ekki merkt hvaðan lognið kom.

Hjörtur S

Skrifað þann 31 January 2013 kl 21:57

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 50-300m riffil

JGK...( hvað heitir þú?)

Ég veit hversu gríðarleg sala Shilen er í þessu samhengi!!
Nánast engin!
Þess vegna býður Shilen núna til kaups lás sem byggir á
Savage í veigamiklum atriðum.
Hefurðu skoðað gripin?
Þetta er snjöll hugmynd sem virðist mælast vel fyrir.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
sem var gestur Ed og Doug Shilen í 6 tíma skoðunarferð um verkstæði
þeirraí október 1996.
Að hætti Texasbúa, sem eru kureisari en gengur og gerist, var mér
og minni fjöldskyldu boðið til kvöldverðar hjá þessu sóma fólki .
Ógleymanleg stund í góðra vina hópi !!

Skrifað þann 31 January 2013 kl 22:18