Poldinn
Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Sælt veri fólkið.
Nú skal minnt á að á laugardaginn 11. ágúst nk .fer fram Varmint for score mót á svæði SKAUST.
Keppt verður á 100 og 200 metrum. Fylgt verður reglum IBS.
Grillað verður í hádeginu, ef veður leyfir.
Meiningin er svo að keppendur hittist eftir mót þar sem verðlaunaafhending fer fram, menn geti fengið sér í gogginn og gott í glas.
Endilega skráið ykkur í s. 861 7040 eða netfanginu poldinn@gmail.com
Með Bench Rest kveðju
f.h. riffilnefndar SKAUST
Hjalti Stef.
Tags:
Skrifað þann 6 August 2012 kl 18:44
|
9 Svör
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Það styttist í mót!
ætla að reyna að koma, en erfitt að ferðast frá Stykkishólmi og austur og aftur til baka í einum rykk...
Skrifað þann 6 August 2012 kl 18:46
|
Poldinn
Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Það styttist í mót!
Blessaður.
Endilega mættu á mót, þetta verður dagur Bench Rest manna. Það er víða hægt að fá gistingu á sanngjörnu verði, kv Pold
Skrifað þann 6 August 2012 kl 19:46
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Það styttist í mót!
spurning hvort einhverjir fleirri vilji fara úr borginni og deila olíukostnaði, ég gæti reddað ódýrri gistingu á Egilsstöðum fyrir ferðafélaga.
Skrifað þann 6 August 2012 kl 21:36
|
Poldinn
Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Það styttist í mót!
Veðurspáin er nú ekki amaleg fyrir næstu daga ef hún gengur eftir. Það gæti orðið tíbrá - en hún bitnar jafnt á öllum. Koma svo!
Kv.
Pold
Skrifað þann 6 August 2012 kl 22:29
|
Poldinn
Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Það styttist í mót!
Sælt
Nú væri gott að fá skráningar staðfestar. Mótið hefst kl 10 á 100 metrunum. Boðið verður upp á grill í hádeginu. Það er ódýr gisting í boði fyrir lengra aðkomna, nokkrir saman í sumarbústað, látið vita ef ykkur vantar gistingu, fh riffilnefndar SKAUST, Hjalti Pold, 861 7040. Munið svo að betra er eitt X á blað en tvö á vef Hlað !
Skrifað þann 8 August 2012 kl 7:10
|
NESIKA
Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Það styttist í mót!
Sæll poldi.. við erum að leggja af stað, verðum hjá þér sennilega í seinna fallinu á morgun.
með shooters í nefi.
Mbk Sigurður Hallgrímsson.
Skrifað þann 9 August 2012 kl 10:58
|
Poldinn
Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Það styttist í mót!
Sæll Sigurður
Gott að heyra, vertu velkominn í blíðuna á Austurlandinu.
Kv, Poldi
Skrifað þann 9 August 2012 kl 19:34
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Það styttist í mót!
legg af stað um hádegi á morgun úr borginni, fer norðurleiðina ef einhverjum vantar far og vill deila olíukostnaði.
er á mjög sparneytnum bíl 
Skrifað þann 9 August 2012 kl 22:06
|
Poldinn
Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Það styttist í mót!
Blessaður, gaman að heyra. Vona að þú fáir einhvern með þér. Láttu endilega heyra frá þér þegar þú kemur í blíðuna.
Kveðja, Poldi
Skrifað þann 9 August 2012 kl 23:11
|