Andvana spjallborð??

Hrappur

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Hvernig er það, er enginn sem notar þetta spjallborð lengur??
Það virðast vera litlar sem engar umræður og/eða svör við þeim þráðum sem settir eru hérna inn.
Eru menn almennt búnir að færa sig annað eða hvað??
Kv
Hrappur

Tags:
Skrifað þann 30 April 2015 kl 19:55
Sýnir 1 til 9 (Af 9)
8 Svör

hreggvidur

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 27 March 2015

Re: Andvana spjallborð??

Hef einmitt verið að pæla í þessu samt eru yfir hundruð lesendur, mig grunar að þetta sé bara búið spil eins og flest önnur spjallborð því fólk er farið að færa sig í facebook grouppur því miður

Skrifað þann 1 May 2015 kl 3:39

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Andvana spjallborð??

Ég get engöngu svarað fyrir mig þó ég viti að margir aðrir gerðu það sama.
Ég fór mestmegnis yfir á annað spjall þó ég kíki reglulega inn á þessa síðu.Þar sem ágangur einnar persónu var að eyðileggja alla þræði og virtist ómöglegt fyrir stjórnendur síðunar að halda honum frá.
Facebook ræður ekki við að útiloka aðila frá sumum hópum en hálflokuð spjallsíða með góðri og virkri stjórnun getur það. Þar eru alltaf eitt og eitt mál rætt eða pælingar opinberaðar smiling
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 1 May 2015 kl 10:02

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Andvana spjallborð??

Það er nú samt þannig að það þarf tvo eða fleiri til að halda uppi tuðinu. Á tímabili voru hér menn sem virtust uppteknari á lyklaborðinu en að vera úti og skjóta. Sá sem Gisminn á við var aðeins einn af þeim. Daníel Sigurðsson er að ég held edrú alla daga en stundum efaðist maður um aðra sérfræðinga sem sáu sig tilneydda að koma að sínum skoðunum eftir miðnætti um helgar. Ef maður skoðar önnur spjallsvæði eins og hjá Skyttunum þá er það í raun hálf dautt líka, Þar fer þó landsfrægur hreindýra leiðsögumaður og nefnir sig meistara. Margt af því sem hann segir er satt og rétt, annað er bull. (Nægir að nefna skoðun hans á .308). En þar sem hann er úr Jökuldalnum bera menn nánast óttablandna viðringu fyrir honum finnst mér. Hann er ágætur leiðsögumaður en þeir eru fleiri góðir til.
Facebook er öðruvísi, þar eru menn meira með montstatusa og myndir um hvað þeir voru duglegir þann daginn, sem getur líka verið skemmtilegt. Svo telja menn líka rjúpur þar eins og enginn sé morgundagurinn. En það hefur mér vitanlega engin síða náð því flugi sem Hlað hafði áður en DanSig kom til sögunnar. Hér var mkið spjallað, spurt og svarað. Skyttur náðu þessu að hluta en þar er allt hálf sofandi líka þessa dagana.
Það eru liðin nokkur ár síðan aðgengilegt varð að spjalla á netinu. Ætli menn séu ekki bara búnir að spyrja og svara þessu helsta. Að ekki sé minnst á erlendar síður, þar er fróðleikur líka. Í dag er svo hægt að finna allt með Google og þarf bara lágmarks ensku kunnáttu til.
það er allt dautt hér, því miður. Það var alltaf gaman að kíkja hér inn.

Skrifað þann 1 May 2015 kl 20:00

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Andvana spjallborð??

Ástæðan fyrir að byssuspjall á íslenskum siðum er dautt er vegna þess að sportið er dautt, það er ekki hægt að kenna mér né nokkrum öðrum þar um, það eru engin skotmót önnur en rimfire haldin á suðvestur horninu, austfirðingar, húsvíkingar og Akureyringar eru duglegir að halda mót og hittast reglulega til að kjafta svo þeir þurfa ekki að hanga á spjallborðum til að tjá sig.

Ég hef sjálfur snúið mér að mestu að bogfimi og er íslandsmeistari í henni í dag og keppi á heimsmeistaramoti í sumar, þetta er ekki möguleiki í þeim greinum skotfimi sem ég hef keppt í því skipuleggjendur mótanna hafa ekki viljað skrá okkur í neitt alþjóðlegt samband og ekki viljað fylgja neinum alvöru reglum og því er ekkert að marka niðurstöður þeirra móta sem haldin hafa verið og fyrir þann sem verður íslandsmeistari þá er það endastöðin því titillinn veitir ekki þáttökurétt á erlendu móti.

Fyrir utan þá staðreynd að þeir sem eitthvað vita um skotfimi eru úti að skjóta, hinir hanga á netinu og setja útá allt og alla...

Fyrir þá sem vilja fá upplýsingar um skotfimi þá borgar sig að leita eftir þeim á erlendum síðum því meirihlutinn sem er póstaður hér er bull og þau örfáu svör sem eru rétt hverfa í bullið frá hinum.

Á meðan það er ekki virk ritskoðun og eftirlit með því sem sagt er þá borgar sig ekki fyrir þá sem eru að feta sig áfram í skotfimi að spyrja hér því það er ekki hægt að treysta þeim svörum sem koma, mun betra fyrir þá að fara á skotsvæðin og spjalla við þá sem eru að skjóta.

Skrifað þann 2 May 2015 kl 10:03

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Andvana spjallborð??

Ágætu Hlaðverjar.

Það væri sorglegt ef þett spjallborð legðist af.
Í gegnum tíðina hefur hér verið hægt að fá ýmsar upplýsiingar
sem erfitt er að afla með öðrum hætti.
Hvað riffilskotfimi á Reykjavíkusvæðinu varðar þá er nokkuð til í því
sem Daníel segir. Einhverra hluta vegna hefur þetta sport aldrei náð
sér á strik á svæði SR á Álfsnesi. Hvað veldur...vafalaust margar ástæður.
Þegar SR var í Leirdal var allt annar bragur á.
Fjölmörg mót (stórir rifflar) í hinum ýmsu greinum.
Keppt var jafnt með veiðirifflum og keppnisrifflum.
Skotið var á allt að 600m færi.
Skipulagðar æfingar voru haldnar í Silh. og BR.
Minnsta kosti tveir BR félagar fóru á Norðurlandamót á Álandseyjum.
Eitt kvöld í viku (fimmtudagur) var einn eða gjarnan fleiri rifflanefndarmenn
á svæðinu og leiðbeindu mönnum og tóku á móti nýliðum.
Um tíma var gefið út fréttbréfið Skeytið en þar var að finna upplýsingar
um hvað væri á döfinni, úrslit móta auk ýmiss fróðleiks um skotfimi.
Þetta er allt horfið.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort þetta megi skýra með breittum þjóðfélagsháttum?
Íslenskt samfélag hefur breyst gífurlega á t.d. síðustu 25 árum.
Mikið meira framboð af afþreyingu og því mikið minni tími sem fólk ver í
hverja þeirra. Kannski liggur hundurinn þarna grafinn?

Hvað þetta ágæta spjallborð varðar þá er það fyrst og fremst undir okkur
sjálfum komið hver framtíð þess verður.
Auðvitað er það rétt að Netið gerbreytir og léttir alla upplýsinga öflun.
Það kann að vera rétt að hér séu stundum póstaðar upplýsingar sem
eru verulega langt frá hinu rétta, en höfum í huga að á hinum ýmsu (USA)
erlendu spjallborðum er ástandið ekkert betra...svo vægt sé til orða tekið.
Það er ekki allt Stóri sannleikur sem kemur frá útlöndum.

Með bestu kveðjum um gleðilegt skotsumar,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 3 May 2015 kl 13:06

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Andvana spjallborð??

Er þetta ekki bara eðlilegt á vorin.... lítið um að vera í skotveiði/skotfimi. Kanski ekki ástæða til að vera svartsýnn, sportið er ekkert að deyja smiling Annars er nokkuð til í því að svona spjallsíður eru í samkeppni við facebook.... enda þæginlegt að geta fundið sér facebook grúbbu fyrir kanski nákvæmlega caliberið sem maður er að nota eða annað....

Skrifað þann 4 May 2015 kl 13:03

sindrisig

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Andvana spjallborð??

Hef ekki hlaupið fram á ritvöllinn á þessu spjallborði í töluverðan tíma. En hvað um það, þegar rætt er um vor og kannski mögulega sumar, þá er skondið að horfa út á grillið á pallinum og rétt sjá í handfangið á því fyrir snjó og síðan er maður að dunda sér við að bræða tólg og setja út í hana hitt og þetta ætilegt fyrir fuglana.

Ég hef aldrei horft á snjótittlinga á pallinum hjá mér í apríl, hvað þá maí. Þeir eru orðnir eins og finkurnar úti á Spáni, nánast hreyfa sig ekki þó maður hendi maískorni í áttina að þeim.

Hvað um það þá eru þau mörg sannleikskornin í pistlunum að ofan.

Skrifað þann 10 May 2015 kl 1:07

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Andvana spjallborð??

Þetta er búið...

Skrifað þann 14 May 2015 kl 8:14