Bílatryggingar

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Þetta er svona ögn á ská við veiðivef, en hefur samt með veiðibílinn að gera. Er það rétt að ekki sé hægt að breyta um tryggingafélag vegna bifreiðatrygginga nema þegar núverandi trygging rennur út? þ.e. einu sinni á ári?

Tags:
Skrifað þann 1 August 2012 kl 21:14
Sýnir 1 til 15 (Af 15)
14 Svör

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Bílatryggingar

Taktu ekki svar mitt háalvarlega en ég er nokkuð viss um að nýja tryggingafélagið geti séð um skiptin fyrir þig hvenær sem er á árinu

Skrifað þann 1 August 2012 kl 22:07

Silent

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Bílatryggingar

Átt að getað sagt upp tryggingum hvenær sem er ef þú vilt færa þig í annað tryggingar félag.

kv Atli S

Skrifað þann 1 August 2012 kl 22:25

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Bílatryggingar

búinn að reyna það, það er ekki hægt að skipta um tryggingafélag á miðju tímabili, eina leiðin til að losna frá sínu félagi er að hafa eigendaskipti á bílnum...

það dugar ekki einusinni að neita að borga, þeir senda bara lögfræðing og endurnýja trygginguna..

Skrifað þann 1 August 2012 kl 23:26

smarihr

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Bílatryggingar

Einfaldast að selja einhverjum bílinn þ.e. gera tilkynningu til Umferðastofu um eigendaskipti getur "selt" bílinn frá A til B og samtímis frá B til A aftur og þá getur þú valið þér tryggingafélag.....

Skrifað þann 1 August 2012 kl 23:58

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Bílatryggingar

Sælir, hafi ekkert breyst þá er hægt að skipta um félag hvenær sem er en tryggingin tekur ekki gildi fyrr en að núverandi gildistíma loknum. Burtséð frá í skilum eða ekki.
Mbk Sigurður

Skrifað þann 2 August 2012 kl 6:43

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Bílatryggingar

NESIKA: ertu að meina að bíllinn sé ótryggður á meðan?
Og vitið þið hver er ástæðan fyrir þessu?

Skrifað þann 2 August 2012 kl 11:18

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Bílatryggingar

tryggingatímabil er 1 ár, hægt er að semja við nýtt tryggingarfélag hvenær sem er á tímabilinu en þeirra trygging tekur ekki gildi fyrr en trygging fyrra félags rennur út svo maður er alltaf fastur í 12 mánuði í einu og eina leiðin til að flýta því er að hafa eigendaskipti á ökutækinu.

ökutækjatrygging er skyldutrygging, ökutæki eru alltaf tryggð séu þau á númerum algjörlega óháð því hvort tryggingin sé í skilum eða ekki.

Skrifað þann 2 August 2012 kl 11:25

BC

Svör samtals: 31
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Bílatryggingar

Eins og hefur komið fram þá getur þú fært tryggingarnar þínar þegar þær eru á endurnýjun. Þarft að segja þeim upp amk 2 vikum fyrir endurnýjun. Venjulega er tímabilið eitt ár í senn. Það að standa í einhverjum æfingum með að umskrá bílinn yfir á annan og svo aftur til baka er nú eitthvað sem hefur bara kostnað og vesen í för með sér.
Ég ætla þér nú ekki að vera í vanskilum en þar sem einhverjir hafa verið að tala um það þá tekur nýtt tryggingafélag ekki inn bílatrygginguna þína ef hún hefur verið felld niður hjá fyrra félagi vegna vanskila.

Skrifað þann 2 August 2012 kl 11:32

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Bílatryggingar

málið snýst um að mér finnst núverandi tryggingasali standa sig lítt í þjónustunni. Ég var að keyra framhjá vinnusvæði Suðurverks við Straumsvík í lok maí þegar eitt af skiltunum frá þeim kom fjúkandi á bílinn minn og skemmdi hann nk. neðarlega framanvert. Eysteinn (held ég hann heitir, sem á Suðurverk) var þarna að vinna (amk. sagðist maðurinn heita það), ég fékk á staðinn þetta fyrirtæki sem líkl. fyrrum/núverandi lögreglumenn starfrækja í sínum vinnutíma, til að taka myndir og skrifa skýrslu um þetta atvik, Það tók hátt í 2 vikur fyrir þá skýrslu að skila sér og gerði það ekki fyrr en eftir að ég hafði hringt í þá og tryggingarfélagið 6 sinnum. Svo það eina sem tryggingarfélagið hefur gert, er að senda (eftir eftirgangsmuni frá mér) 2x email á Suðurverk, sem engu svarar. Og tryggingafélagið segir að þeir geri ekkert meir, ég geti notað mér kaskó trygginguna sem ég er með á bílnum og þurfi þá að taka á mig sjálfsábyrgðina sem er 70.000 kr. Ef mér líkar þetta ekki, þá geti ég farið í mál við Suðurverk. Mér finnst tryggingarfélagið ekki vera að vinna vinnuna sína fyrir það fyrsta og þar sem ég borga í heildartrygginar um 470.000 á ári, þá ætla ég ekki að greiða þeim fyrir að vinna ekki vinnuna sína og flytja mínar tryggingar frá þeim. Það má vel vera að önnur félög hefðu ekki gert neitt meira, en amk. þá gerir þetta tiltekna félag ekkert og ég ætla ekki að borga því þessa upphæð mikið lengur.

Skrifað þann 2 August 2012 kl 12:10

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Bílatryggingar

Öll tryggingafélög eru glæpasamtök, sama við hverja þú verslar þá er sami hugsunargangurinn hjá þeim öllum.. Þú ert til fyrir þá en ekki öfugt, það er einstefna á peningunum og þeir gera allt sem þeir geta til að sleppa við að borga tjón.

Var í viðakiptum hjá Vís, bíll tryggður hjá TM keyrði utaní mótorhjólið mitt, Vís vildi ekkert gera og sögðu mér að innheimta tjónið sjálfur hjá TM, það tók 6mánuði að fá viðgerð pg Vís vildi ekkert gera þó að ég væri með 600þ tryggingapakka hjá þeim...

Versla hvorki við Vís né TM eftir þetta...

Skrifað þann 2 August 2012 kl 13:06

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Bílatryggingar

Sælir þetta eru leiðindamál, og ég verð alltaf jafn gramur.
Neitenda samtökin ættu að geta frætt þig um réttindi og skyldur. Sennilega þarf bara eitt símtal frá lögfræðing til að hreyfa við þeim..!

Sjálfur er ég með eitt smá tjón sem ég nennti ekki að strögla við, ónefndur virtur prestur var á útfararbílnum og bakkaði á mína mannlausu súkku, stuðarafestingin að innanverðu brotnað og ég nennti ekki að fara í ströglið en líkbíllinn sem var cadillac hann þurfti nýtt afturljós og smá lakk, hehe
Kveðja Sigurður

Skrifað þann 3 August 2012 kl 10:23

samuel83

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Bílatryggingar

En er ekki nóg að leggja númerinn inn í nokkra daga?

spyr sá sem ekki veit.

Kv. Samson

Skrifað þann 3 August 2012 kl 18:12

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Bílatryggingar

lágmarkstími í innlögn á númerum eru 12 mánuðir, allt styttra en það hefur ekki áhrif á tryggingarnar.

tryggingarnar hættu að leyfa hjólamönnum að leggja númerin inn á veturna, þeir lækkuðu tryggingarnar örlítið í staðin til að losna við vinnuna við að endurreikna tryggingar þegar númer eru lögð inn og tekin út.

Skrifað þann 3 August 2012 kl 20:07

Flecktarn

Svör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Bílatryggingar

Sæll Bettinsoli,

Samkvæmt 91. gr. umferðarlaga er skylt að vera með ábyrgðartryggingu ökutækja á öllum vélknúnum ökutækjum. (Umferðarlögin má sjá hér: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1987050.html)

Nánar er kveðið um lögmæltar ökutækjatryggingar í reglugerð þar að lútandi en í 11. gr. hennar kemur m.a. fram að „eigi má vátryggja skráð vélknúið ökutæki ef vátryggingartaki skuldar iðgjald fyrir eldri vátryggingu á sama ökutæki sem fallið hefur í gjalddaga á síðastliðnum tveimur árum“. Vegna þessa ákvæðis myndi ekki ganga fyrir þig að hætta bara að borga vátrygginguna og færa þig yfir til annars vátryggingafélags. Reglugerð um lögmæltar ökutækjatryggingar má nálgast hér: http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/424-2008

Almenn ákvæði um vátryggingarsamninga, þ. á m. lögmæltar ökutækjatryggingar, er að finna í lögum um vátryggingarsamninga. Í 14. gr. laga um vátryggingarsamninga kemur fram að vátryggingartaki geti aðeins sagt upp vátryggingarsamningi sem endurnýjast sjálfkrafa (þ. á m. lögmæltar ábyrgðartryggingar ökutækja) þegar komið er að enurnýjun hans og verður hann þá að tilkynna félaginu að hann ætli að segja upp samningnum innan mánaðar frá því vátryggingafélagið sendi honum tilkynningu um gjalddaga nýs tímabils. Honum er þó ekki skylt að tilkynna félaginu um uppsögn fyrr en tvær vikur eru til loka tímabilsins.

Undantekninguna frá þessu er að finna í 2. mgr. 14. gr. en þar segir að vátryggingartaki geti sagt upp vátryggingarsamningi sem endurnýjast sjálfkrafa ef hann hefur ekki lengur þörf fyrir vátrygginguna (t.d. ef þú selur bílinn eða ef hann eyðileggst, jafnvel þótt þú kaupir nýjan) eða fyrir hendi eru aðrar sérstakar ástæður sem réttlæta uppsögn (almennt túlkað frekar þröngt). Lög um vátryggingarsamninga má nálgast hér: http://www.althingi.is/lagas/nuna/2004030.html

Hvað sem öllu þessu líður þá kemur fram í einu kommentinu hjá þér hér að ofan að það hafi skilti fokið á bílinn hjá þér. Nú veit ég ekki nákvæmlega hvernig þetta atvikaðist hjá þér en ef þetta atvikaðist með þannig hætti að færa megi rök fyrir skaðabótaábyrgð Suðurverks myndi ég byrja á að athuga hvort þeir séu með starfsábyrgðartryggingu.

Ef þeir vilja ekki upplýsa þig um það geturðu athugað það beint hjá vátryggingafélögunum sjálfum því skv. 1. mgr. 44. gr. áðurnefndra laga um vátryggingarsamninga er bæði félaginu og vátryggðum (Suðurverk í þessu tilviki) skylt að upplýsa þig um það ef þeir eru með ábyrgðartryggingu.

Ef Suðurverk er með ábyrgðartryggingu OG þú telur að skaðabótaábyrgð hafi stofnast getur þú skv. 1. mgr. 44. gr. laga um vátryggingarsamninga krafist bóta beint frá vátryggingafélaginu, án aðkomu eða samráðs við Suðurverk. Það er erfitt að segja til um það en við mat á því hvort skaðabótaábyrgð hafi stofnast skaltu líta til þess hvort augljós hætta hafi stafað af skiltinu, hvort Suðurverk hefði átt að gera eitthvað til að koma í veg fyrir þá hættu, hvort þú hefðir sjálfur getað gert eitthvað til að afstýra tjóninu o.fl. í þessum dúr.

Ef vátryggingafélagið hafnar kröfu þinni geturðu óskað eftir úrskurði hjá úrskurðarnefnd í vátryggingamálum sem vistuð er hjá Fjármálaeftirlitinu. Það er miklu einfaldara og fljótlegra að fá úrskurð hjá úrskurðarnefndinni heldur en að höfða dómsmál. Málshöfðunargjald er kr. 6000 og endurgreiðist að hluta eða öllu leyti ef úrskurðar er málshöfðunaraðila (þér í þessu tilviki) í hag. Nánari upplýsingar um úrskurðarnefndina og hvernig málum er skotið til hennar má finna hér: http://www.fme.is/eftirlitsstarfssemi/urskurdarnefndir/urskurdanefnd-i-vatryggingamalum/

Þetta er nú orðið aðeins lengra en ég ætlaði að skrifa en vonandi kemur það þér að gagni! smiling

Skrifað þann 4 August 2012 kl 23:36