BettinsoliSvör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Þetta er svona ögn á ská við veiðivef, en hefur samt með veiðibílinn að gera. Er það rétt að ekki sé hægt að breyta um tryggingafélag vegna bifreiðatrygginga nema þegar núverandi trygging rennur út? þ.e. einu sinni á ári?
Tags:
Skrifað þann 1 August 2012 kl 21:14
|
Sýnir 1 til 15 (Af 15)
14 Svör
|
|
adminSvör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Re: BílatryggingarTaktu ekki svar mitt háalvarlega en ég er nokkuð viss um að nýja tryggingafélagið geti séð um skiptin fyrir þig hvenær sem er á árinu
Skrifað þann 1 August 2012 kl 22:07
|
SilentSvör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: BílatryggingarÁtt að getað sagt upp tryggingum hvenær sem er ef þú vilt færa þig í annað tryggingar félag.
Skrifað þann 1 August 2012 kl 22:25
|
byssur infoSvör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Bílatryggingarbúinn að reyna það, það er ekki hægt að skipta um tryggingafélag á miðju tímabili, eina leiðin til að losna frá sínu félagi er að hafa eigendaskipti á bílnum...
Skrifað þann 1 August 2012 kl 23:26
|
smarihrSvör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: BílatryggingarEinfaldast að selja einhverjum bílinn þ.e. gera tilkynningu til Umferðastofu um eigendaskipti getur "selt" bílinn frá A til B og samtímis frá B til A aftur og þá getur þú valið þér tryggingafélag.....
Skrifað þann 1 August 2012 kl 23:58
|
NESIKASvör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: BílatryggingarSælir, hafi ekkert breyst þá er hægt að skipta um félag hvenær sem er en tryggingin tekur ekki gildi fyrr en að núverandi gildistíma loknum. Burtséð frá í skilum eða ekki.
Skrifað þann 2 August 2012 kl 6:43
|
BettinsoliSvör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: BílatryggingarNESIKA: ertu að meina að bíllinn sé ótryggður á meðan?
Skrifað þann 2 August 2012 kl 11:18
|
byssur infoSvör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Bílatryggingartryggingatímabil er 1 ár, hægt er að semja við nýtt tryggingarfélag hvenær sem er á tímabilinu en þeirra trygging tekur ekki gildi fyrr en trygging fyrra félags rennur út svo maður er alltaf fastur í 12 mánuði í einu og eina leiðin til að flýta því er að hafa eigendaskipti á ökutækinu.
Skrifað þann 2 August 2012 kl 11:25
|
BCSvör samtals: 31
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: BílatryggingarEins og hefur komið fram þá getur þú fært tryggingarnar þínar þegar þær eru á endurnýjun. Þarft að segja þeim upp amk 2 vikum fyrir endurnýjun. Venjulega er tímabilið eitt ár í senn. Það að standa í einhverjum æfingum með að umskrá bílinn yfir á annan og svo aftur til baka er nú eitthvað sem hefur bara kostnað og vesen í för með sér.
Skrifað þann 2 August 2012 kl 11:32
|
BettinsoliSvör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Bílatryggingarmálið snýst um að mér finnst núverandi tryggingasali standa sig lítt í þjónustunni. Ég var að keyra framhjá vinnusvæði Suðurverks við Straumsvík í lok maí þegar eitt af skiltunum frá þeim kom fjúkandi á bílinn minn og skemmdi hann nk. neðarlega framanvert. Eysteinn (held ég hann heitir, sem á Suðurverk) var þarna að vinna (amk. sagðist maðurinn heita það), ég fékk á staðinn þetta fyrirtæki sem líkl. fyrrum/núverandi lögreglumenn starfrækja í sínum vinnutíma, til að taka myndir og skrifa skýrslu um þetta atvik, Það tók hátt í 2 vikur fyrir þá skýrslu að skila sér og gerði það ekki fyrr en eftir að ég hafði hringt í þá og tryggingarfélagið 6 sinnum. Svo það eina sem tryggingarfélagið hefur gert, er að senda (eftir eftirgangsmuni frá mér) 2x email á Suðurverk, sem engu svarar. Og tryggingafélagið segir að þeir geri ekkert meir, ég geti notað mér kaskó trygginguna sem ég er með á bílnum og þurfi þá að taka á mig sjálfsábyrgðina sem er 70.000 kr. Ef mér líkar þetta ekki, þá geti ég farið í mál við Suðurverk. Mér finnst tryggingarfélagið ekki vera að vinna vinnuna sína fyrir það fyrsta og þar sem ég borga í heildartrygginar um 470.000 á ári, þá ætla ég ekki að greiða þeim fyrir að vinna ekki vinnuna sína og flytja mínar tryggingar frá þeim. Það má vel vera að önnur félög hefðu ekki gert neitt meira, en amk. þá gerir þetta tiltekna félag ekkert og ég ætla ekki að borga því þessa upphæð mikið lengur.
Skrifað þann 2 August 2012 kl 12:10
|
byssur infoSvör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: BílatryggingarÖll tryggingafélög eru glæpasamtök, sama við hverja þú verslar þá er sami hugsunargangurinn hjá þeim öllum.. Þú ert til fyrir þá en ekki öfugt, það er einstefna á peningunum og þeir gera allt sem þeir geta til að sleppa við að borga tjón.
Skrifað þann 2 August 2012 kl 13:06
|
NESIKASvör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: BílatryggingarSælir þetta eru leiðindamál, og ég verð alltaf jafn gramur.
Skrifað þann 3 August 2012 kl 10:23
|
samuel83Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: BílatryggingarEn er ekki nóg að leggja númerinn inn í nokkra daga?
Skrifað þann 3 August 2012 kl 18:12
|
byssur infoSvör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Bílatryggingarlágmarkstími í innlögn á númerum eru 12 mánuðir, allt styttra en það hefur ekki áhrif á tryggingarnar.
Skrifað þann 3 August 2012 kl 20:07
|
FlecktarnSvör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: BílatryggingarSæll Bettinsoli,
Skrifað þann 4 August 2012 kl 23:36
|
Bíldshöfða 12, 110 Reykjavík
Sími: 567 5333
Netfang: hlad@hlad.is
Hlað Húsavík
Haukamýri 4, 640 Húsavík
Sími: 464 1009 Fax: 464 2309
Netfang: jonas@hlad.is
Mánudaga til Föstudaga: 10 - 18
Laugardaga 11 - 14