Byssuskápar

zaxi69

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ég þarf að fara að kaupa mér byssuskáp. Var að skoða byssuskápana sem Vesturröst er með. Þeir líta vel út en ég hef ekki hugmynd um það hvort þetta séu góðir skápar. Hefur einhver hér reynslu af þessum skápum?

Er einhver skápur sem menn mæla sérstaklega með?

Þarf skáp sem er fyrir 5+

Tags:
Skrifað þann 12 October 2014 kl 19:39
Sýnir 1 til 7 (Af 7)
6 Svör

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Byssuskápar

Ég hef bara góða reynslu af þeim en ég vil hafa skápinn minn sem dýpstan svo stór riffill með kíki passi vel fyrir án þess að þurfa að hafa hann á ská eða þversum og taka meira pláss.
Fyrsti skápurinn minn var of grunnur og rispaði sjónaukann minn óþarflega mikið áður en ég fattaði það.
Kv
ÞH

Skrifað þann 12 October 2014 kl 20:32

chrysophylax

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Byssuskápar

Ég hef átt svona skáp (6 byssu) í nokkur ár og hann hefur aldrei klikkað.

Veit svosem ekki hvað ætti að geta farið úrskeiðis varðandi byssuskáp ;)


kveðja,

Jón

Skrifað þann 12 October 2014 kl 20:37

zaxi69

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Byssuskápar

Takk Gisminn. gott að fá svona ráðleggingar.

Chrysophylax: það er einmitt málið þetta á ekki að klikka en þessir gripir eru misjafnlega framleiddir og menn geta verið að lenda í veseni með lamir, lása o.s.f. Finnst þessir skápar hjá Vesturröst líta vel út og verðið er gott en það segir bara ekki allt smiling

Skrifað þann 12 October 2014 kl 22:22

spazmo

Svör samtals: 39
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Byssuskápar

http://www.ellingsen.is/vorur/skotveidi/byssuskapar/-/byssuskapur-novcan-stor
þó svo ég eigi ekki svona skáp persónulega en þá geng ég um svona skáp nær daglega.
plúsinn sem ég sé við hann er að það er ekkert mál að koma 8 byssum í skápinn og þú getur fært hversu djúpt byssurnar fara í skápinn. þannig að koma fyrir riffil með sjónauka með stórri linsu er ekkert vandamál.
gallinn við þennan skáp í vesturröst er að það er voðalega grunnt sætið fyrir byssuna og þar að auki er leiðinlegt að ganga um skápa þar sem byssur standa líka í hliðunum á þeim (minn skápur er þannig, svo ég tala af reynslu).

kv. Grétar

Skrifað þann 18 October 2014 kl 19:16

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Byssuskápar

er með einn 10 byssu skáp og er bara sáttur með hann ,,, rétt hjá Grétari ,,, dálítið grunn grófin fyrir hlaupin og verður maður að setja stóru rifflana með kíkjum dálítið á hlið til að þeir falli í grófina en er samt mjög sáttur með skápinn ,,, og ekki skemmir tölulásinn fyrir ,,, já ég mæli með þessum skápum þó kannski sé til eitthvað betra þarna úti en verðið var gott svo ég verslaði einn,,,, en hann er ekki fyrir tíu riffla með kíki !!!
Kveðja Kalli

e.þ.,,, en ef þú átt aur tæki ég þennan http://www.hlad.is/index.php/netverslun/byssuskapar/vbenskab-byssus... það vantar nefnilega alltaf pláss smiling

Skrifað þann 18 October 2014 kl 20:05

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Byssuskápar

Ég er með skáp eins og sá stóri frá hlað, hann á að vera 15 byssu en þá er væntanlega átt við haglabyssur, það komast 5 rifflar með sjónauka í hann og þá er hann fullur.

Ég raða í hann þannig að byssurnar liggja ekki utaní hverri annarri.

Skrifað þann 19 October 2014 kl 10:04