Byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri núna um helgina.

rokkson

Svör samtals: 42
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælt veri fólkið,

Mig langaði bara að benda byssu og veiðiáhugamönnum á hina byssusýningu Veiðisafnsins sem verður haldin núna um helgina í samvinnu við Vesturröst.

Útstillingar með munum og skotvopnum frá Sveini Einarssyni veiðistjóra og Sigmari B. Haukssyni formanni Skotvís verða settar upp til heiðurs þeirra.
Lesa má um þessa landsþekktu veiðimenn á heimasíðu Veiðisafnsinshttp://www.veidisafnid.is/veidimenn....

Einnig verður fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur og herrifflar.

Jóhann Vilhjálmsson byssu- og hnífasmiður verður á staðnum og kynnir sín verk og verður með mikið úrval af hnífum og byssum til sýnis, einnig verður Stefán Haukur Erlingsson útskurðarmeistari með kynningu á sínum verkum, má þar nefna útskorin riffilskepti og fl.


Sýningin verður haldin laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. mars 2015 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri.

Aðgangseyrir er 1500kr fyrir fullorðna og 750kr fyrir börn 6-12ára

Tags:
Skrifað þann 11 March 2015 kl 20:45
Sýnir 1 til 1 (Af 1)
0 Svör