Eitt riffillcaliber í (flest)allt

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Jæja, þar sem menn eru svo sem ekkert að þvælast fyrir hvor öðrum langar til mig til að henda inn umræðu.
Hvaða cal mynduð þið velja ef þið mættuð aðeins eiga einn riffil? Notkunin væri pappi, hreindýr og annað sem til getur fallið eins og stærri fuglar og kannski stöku refur.
Þrátt fyrir að skógur sé ekki vandamál skulum við ímynda okkur að færin verði aldrei lengri en 400m
Þau þrjú cal sem vekja mestan áhuga hjá mér eru

25-06 nógu öflugt í alla veiði, af hverju að vera með eitthvað stærra?

6.5x55 Er alltaf að færast nær þessu cal. Hef aðeins prófað að skjóta 130gr kúlu og vissulega var bakslagið þægilegra en 150gr kúla úr 308 (eðlilega kannski) þrátt fyrir að hleðslan hafi verið talsvert heitari.

308, þarna set ég mörkin Hef ekkert að gera með neitt stærra en þetta, það er ekki eins og ofvaxin bjarndýr á sterum séu mikið að þvælast fyrir mér. Hef hins vegar mestu reynsluna af þessu cal og líkar bara vel. Vissulega er kúlufallið nokkuð en svo lengi sem maður þekkir ferilinn þá er það ekki vandamál.

Besta skytta sem ég hef kynnst er líklega Sigurður Ásgeirs heitinn, verkstjóri hjá Landgræðslunni til áratauga. Oftast kallaður Siggi refaskytta. Mig minnir að hann hafi notað 220, aðallega í ref auðvitað en hann felldi einnig stærri dýr eins og hross með þeirri byssu. Þá var færið reyndar yfirleitt ekki meira en tveir centímetrar. En Siggi þurfti ekki stærra cal en þetta, hvað ætti ég þá að vera að misbjóða öxlinni með 300win mag eða enn stærra?

Hvaða gler kæmi ofaná er svo sem efni í annan þráð en hvað mig varðar þá er mér sama hvað glerið heitir svo lengi sem það er bjart með allavega 3-12stækkun og heldur stillingunni til Raufarhafnar og aftur til baka smiling

Gaman væri að heyra frá ykkur sem eruð "einnar byssu menn" hvaða cal þið eruð að nota og af hverju það varð fyrir valinu. Nú svo auðvitað þið hinir, hvaða cal mynduð þið vilja ef aðeins eitt þyrfti að verða fyrir valinu?

Tags:
Skrifað þann 7 June 2014 kl 23:06
Sýnir 1 til 20 (Af 25)
24 Svör

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

25-06 af því að hann fer betur með 100 gr kúlur en .243.

Jón Magnús
http://www.facebook.com/hreindyr...

Skrifað þann 7 June 2014 kl 23:28

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

6,5x55 og svo 270 win, ,,, er reyndar mikill aðdáandi 6,5 en er farinn að "fíla" 270 meir og meir.. held að málið sé að velja rétta kúlu frekar en hvaða cal , maður notar,
keðja Kalli með hárið

Skrifað þann 7 June 2014 kl 23:43

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

Ég tók 6,5 x 47 með varmint hlaupi þegar ég var að spá í þessu, meðal annars vegna þess að ég ætla líka að nota riffilinn í 300 m prone þar sem menn skjóta kannski 70 skotum á c.a. 75 mín. Það er samt mjög erfitt að mótmæla bæði 6,5x55 og .308. bæði eru afburðar góð cal í alla veiði á íslandi undir 400 og jafnvel 600 metrum.

Ég myndi forðast hlaupbrennarana ef ég ætlaði að eiga bara einn riffil, vegna þess að það er ekkert gaman að skjóta í mark ef þú þarft alltaf að kæla hlaupið á 10 - 15 skota fresti.

Annars tel ég að menn ættu bara að fá sér það cal sem þá langar mest í. Fyrir þá sem skjóta lítið er þó alltaf auðveldara að vera með cal sem hefur minna bakslag.

Í dag hallast ég samt að 284 Win.

Skrifað þann 7 June 2014 kl 23:44

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

á íslandi á ég bara einn riffil í "stóru kaliberi" og það er .25-06. frábært kaliber í alla staði.
í útlandinu stóra á ég 6.5x55 og 7mm rem mag. .....ef ég ætti að að skipta þessum öllum út og bara eiga eitt.. .30-06 ekki spurning smiling drepur allt á klakanum sem og annarsstaðar og ekkert kaliber er eins fjölhæft og gott smiling

Skrifað þann 8 June 2014 kl 1:40

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

þar sem hreindýrið er stærsta bráðin hérna og þarf bara 100gr kúlu þá myndi ég velja 6mm Dasher, hann kemur 105gr kúlu á 3000fps, er sennilega nákvæmasta kaliber sem til er á lengri færum og er samt létt og meðfærilegt, lítil hleðsla og hlaupið dugar lengi.

eini "gallinn" er að það þarf að fireforma hylkin ásamt neckturna og öllu því veseni, en fyrir riffil sem getur skotið undir 1/2" á 500m þá held ég að það sé þess virði að standa í hylkjaveseninu.

ef færið fer aldrei yfir 400m þá væri 6mm BR ágætis kostur, ekkert fireform og turna hylkin er val en ekki nauðsyn, hárnákvæmt og dugar vel á hreindýr með 105gr kúlunni eins og Dasherinn.

kosturinn við þessi 2 kaliber er að það er ekkert recoil, þetta eru ekki nema um 30gr af púðri svo þetta er ódýrt í rekstri og stuttur lás og bolti dugar, þannig að riffilþyngd minnkar.

Skrifað þann 8 June 2014 kl 9:47

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

6mm Dasher ! Já einmitt....ef maður lendir í vandræðum þá finnum maður skot í 6mm Dasher í flestum veiðibúðum er það ekki ?? smiling

Nei ég held að ráðlegra sé að nota t.d. .243, 6,5x55, .270, 308 eða 30-06. Persónulega tæki ég eitthvað í 6.5mm eða gamla góða 30-06.

Skrifað þann 9 June 2014 kl 12:48

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

Reyndar finnur maður ekki hlaðin skot í Dasher í búðum en þó þau fengjust myndi maður aldrei nota þau.

.308 skot fást tilbúin í verslunum en ég myndi ekki heldur nota þau því þau passa einfaldlega ekki fyrir minn .308 riffil.
Ákoman er ríflega 30cm frá þeim punkti sem sérhlöðnu skotin lenda á 300m færi og grúppan yfir 4" á meðan sérhlaðið er að grúppa undir tommu.

Svo ef mig vantaði skot í miðri veiðiferð þá myndi ég einfaldlega stytta ferðina frekar en að skjóta einhverju með óþekktri ákomu

Skrifað þann 9 June 2014 kl 14:39

Giorgio

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

Ég mundi velja 270W eða 30-06 ef aðeins einn riffill mætti vera í skápnum.
Ég mundi hinsvegar seint vilja eiga einungis villikött eða riffil sem er það vandlátur að hann gæti alls ekki notast við verksmiðjuskotfæri.

Af hverju að hengja sig í 100gr kúlur sem viðmið eins og sumir gera hér ? þetta er bara lágmarksþyngd á kúlu til veiða á einu veiðidýri hér á landi hvað löggjafann varðar eftir allt saman. 6mm Dasher af því að hreindýr "þurfa" ekki meira en 100gr kúlu ??? "Þurfa" þau meira en bara spjót ?

Skrifað þann 9 June 2014 kl 16:29

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

6,5X55 alla daga. Bara snilldar caliber sem skýtur vel. Nóg úrval af verksmiðjuskotum og auðvelt að hlaða í það. Bakslag í minni kantinum og hlaupending mjög góð. Sé bara ekki mínus við þetta caliber.


Ps. það er enginn að skjóta 1/2" grúppu á 500 metrum (nema menn telji eitt skot sem "grúppu").

Feldur

Skrifað þann 9 June 2014 kl 21:25

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

Ps. það er enginn að skjóta 1/2" grúppu á 500 metrum (nema menn telji eitt skot sem "grúppu").


.50 Dasher? hvernig ætli axlirnar myndu líta út á þannig hylki? confused efast reyndar um að þetta hylki myndi koma 800 grs kúlu í gegnum hlaupið, hvað þá út á 500 metra? ha ha ha!

En að öllu gamni slepptu þá er heimsmetið hans John Lewis 0.386 tommur á 600 yards... en var ekki skotið með 6mm Dasher heldur .308 muwhahaha!!! Með hlaupi sem hann keypti á 50 dollara.... Held reyndar að þessi grúppa hafi seinna verið úrskurðuð .404 tommur.

Sjá hér: John Lewis 600 yards

Get samt ekki alveg séð samhengið á þessari pissukeppni og því hverju þráðarhöfundur er að fiska eftir.

Held mig við það sem ég sagði í upphafi þessa þráðar og bæti þessu við.

6,5 x 55 eða .308 fyrir þann sem hefur ekki í hyggju að stunda endurhleðslu eða sökkva sér á kaf í riffilfræðin og hinn almenna veiðimann.

Hinir sem ætla alla leið og verða svona nördar og turna hylki o.s.frv. velja sér einfaldlega það sem þeim langar mest í.

Skrifað þann 9 June 2014 kl 23:04

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

Jæja þá. Einn eða tveir sem gerðu það. Allavega er ekki nóg að kaupa Dasher og fá 1/2" grúppu á 500m (eða þar um bil) eins og fullyrt er.

Ps. Eitt skot getur aldrei "skorað hærri grúppu" en 0.000000000"

Feldur

Skrifað þann 9 June 2014 kl 23:25

Gísli Snæ

Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

Þú segir " Notkunin væri pappi, hreindýr og annað sem til getur fallið eins og stærri fuglar og kannski stöku refur."

Þá held ég að valið sé frekar einfalt - valið stendur á milli 243 - 6,5x55 eða 308 Win. Ef þú tekur pappann út úr dæminu þá myndi ég bæta við 270 Win - frábært veiði caliber.

Er sjálfur einnig að skjóta 260 Rem - en það caliber er ekki hentugt m.t.t. að kaupa verksmiðjuskot.

Mitt val fyrir þig væri 6.5x55.

Skrifað þann 10 June 2014 kl 10:42

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

Sæll Stebbi Sniper og allir hinir

Svo ég svari því þá er þráðarhöfundur aðeins að fiska eftir því hvaða skoðanir menn hafa sem sitt uppáhalds cal. Þegar menn eins og ég hafa aldrei í lífinu skorað hærra en 38 stig á t.d. skotprófi þá eru menn annaðhvort klaufar eða byrjendur. Ég er byrjandi (og kannski klaufi) og hef því gaman af að sjá hvað mér reyndari menn eru að hugsa og hvort ég sé einhversstaðar í nágrenninu, annað var það nú ekki.

Pissukeppni eða ekki. Það var ekki ætlunin að menn færu að metast um eitt eða neitt ;)

Kv
C47

Skrifað þann 10 June 2014 kl 11:00

Gísli Snæ

Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

Ok - ef ég væri að velja fyrir mig væri valið aftur það sama - 260 rem. Næsti kostur þar á eftir væri líklega 284 Win

Skrifað þann 10 June 2014 kl 12:12

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

´Agæti félagi C47.
Þú skifar m.a.
Jæja, þar sem menn eru svo sem ekkert að þvælast fyrir hvor öðrum langar til mig til að henda inn umræðu.
Hvaða cal mynduð þið velja ef þið mættuð aðeins eiga einn riffil? Notkunin væri pappi, hreindýr og annað sem til getur fallið eins og stærri fuglar og kannski stöku refur.
Þrátt fyrir að skógur sé ekki vandamál skulum við ímynda okkur að færin verði aldrei lengri en 400m.
Ég skrifa.

Næst telur þú upp þau 3 kalíber sem þér huggnast best, þ.e.a.s. .25/06, 6.5x55 og .308 W.
Allt eru þetta hinir bestu kostir.
Margir ágætir menn hafa ráðið þér heilt hér að framan og nefnt marga ágæta kosti.
Mitt atkvæði fær .308 W
Að mínu mati eru kostir eftirfarandi:
Verksmiðjuskot í hæsta gæðaflokki, hvort sem er til veiða eða markskotfimi
Gríðarlegt úrval frábærra veiði og keppniskúlna, allt frá 110 grain uppí 200 (raunhæft hámark?)
Frábær hylki til endurhleðslu, meira að segja fyrir small primer ef menn vilja prófa.
Ágæt ending hlaupa sem geta þess vegna verið 1-8 eða 1-18 twist og allt þar á milli.
Fyrir íslenskar aðstæður myndi ég taka 1-13 eða 1-12 twist.
Að mínu mati eru gallarnir töluvert bakslag í léttum riffli, kúluverð og sumir myndu líklega
bæta kúluferli við þessa upptalningu.
En eins og við vitum hefur notkun fjarlagðarmæla færst mjög í vöxt á veiðislóð svo hafi
menn unnið heimavinnu sína vel er ferill .308 ekki mikið vandamál.
Sannleikurinn er sá að á 400m færi eru jafnvel hin flötustu kaliber farin að falla að því
marki að hjálpartæki eru vel þegin.
Vona að þessir þankar verði þér að einhverju gagni.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 10 June 2014 kl 13:34

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

Sæll vertu Magnús, alltaf gaman að heyra frá þér.
Skemmtileg og skorinort upptalning. Bakslag er einmitt nokkuð sem ég hugsa útí þar sem skotöxlin mín er veikari en hjá flestum og mun veikari en vinstri öxlin mín. Nokkuð sem ég ræð litlu um. Ég ræð þó vel við 308 en ef ég skýt mikið fæ ég að finna fyri því næstu daga, jafnvel þótt enginn marbletturinn sé smiling
Annars er þetta bakslagstal mitt kannski bara tómt væl. Í síðasta mánuði sá ég konu, um það bil 60kg eða svo og smávaxin eftir því, skora um 40stig á þessu blessaða skotprófi. Hún var með 300 win mag. Hún virtist ekki kippa sér upp við að riffillinn bankaði töluvert í hana.

Skrifað þann 10 June 2014 kl 14:20

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

Ok mökkur til af svona þráðum.
menn verða aldrei sammála enda værum við þá allir að skjóta svipuðum caliberum!

Ég held að það sé ekki hægt að vera bara með einn, enda erum við það fæstir.
En ef ég ætti að vera með einn riffil til veiða á Íslandi þá myndi ég setja eftuirtaldar óskir fram.
6 mm eða stærri lágmark á hreindýr.
Skjóti 100-150 gr kúlu vel.
Sé skikkanlega flatur, engin tré. hraði meiri en 3000-3300 fet7 sec
Þarna koma mörg cal til greina, sennilega mest spennandi 6, mm 270 og 7 mm
6 mm og 30 cal svona í kanntinum, sitt hvoru megin.

Fyrir 30 árum gátum við' skotið allt með 6 x stækkun.
Núna vil ég frekar meiri stækkun en minni. Efri mörk helst yfir 20X Aftur skóglaust land.
Vítt safngler kostur. Ljós í krossi kostur.

td 6,5-284 eð'a 270 wsm og 6-24 sjónauki. En mökkur að öðru frambærilegu.


Ef veiða á erlendis þá vantar hlaup / riffil 2. þar sem eru tré, stærri þyngri kúlu.
Minni stækkun. TD 9,3-62 og 1,5-4 stækkun!

En það er hægt að fara endalaust í þetta í allar áttir. Ekkert rétt og ekkert rangt!


E.Har

Skrifað þann 10 June 2014 kl 15:28

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

Ágætu félagar.

Að mínu mati gott innlegg frá EH.
Ágæti félagi C47...svo ég svari aftur en nú frá öðru sjónarhorni.
Í þeim kringumstæðum sem þú lýsir væri góður kostur að smíða
það sem ég kalla (eftilvill?) fjölhlaupa riffill!
Með fjölhlaupa riffli á ég við að notuð séu nokkur hlaup (ýmis kalíber)
á sama lásiinn; sem sagt aðeins þarf að koma sér upp einum lás, einum
gikk, einu skefti, einum sjónauka, en samt er hægt að eiga riffil sem getur
skotið td. .22-250 / .308 / .358... bara svo dæmi séu tekin um verksmiðjukaliber.
Með wildcat hylkjum væri hægt að gera þetta töluvert meira spennandi.
Að skipta um hlaup á rétt upp settum Remington tekur innan við fimm mínútur.
Ég hef ekki nokkra ástæðu til að ætla að það taki lengri tíma á öðrum tegundum
lása, jafnvel mun styttri tíma (Savage) en ég nefni Remington sem dæmi þar
sem ég hef notað skiftihlaup á þeim lásaum áratugum saman án nokkurra vandræða
og þekkki því vel frá fyrstu hendi.
En minn ágæti C47...þetta var nú bara ég að hugsa upphátt.
Vona að þessir þankar mínir rugli þig ekki meira en þeir hjálpa þér?!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 10 June 2014 kl 18:26

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eitt riffillcaliber í (flest)allt

sauer 202. blaser r93/r8, mauser m03, merkel ofl koma líka orginal þannig að það er bara að losa 2-3 skrúfur og þá er hlaupið laust.. þetta er gert á 2-3 min. mikið fyrirferðarminna en að vera að brölta með 3-4 riffla uppá völl.

Skrifað þann 10 June 2014 kl 19:07
« Previous12Next »