skjottu
Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
sælir ég varð að endurnyja byssuleyfið og þurfti að borga bæði fyrir læknisvottorð 5300 kr og sakavottorð 7000 kr . Þar sem eg bý uti á landi, þá langaði mig að vita hvað veiðimenn á höfuðborgarsvæðinu hafi þurft að borga svona mikið. einn vinur minn á fb fullyrti við mig að hann hefði bara borgað 1000 kr fyrir læknisvottorðið og 2000 kr fyrir sakavottorðið. gruna hann stórlega um að ljuga þannig að ef einhver þarna á stórhöfuðborgarsvæðinu sem hefur lent i þvi að endurnýja leyfið sitt þá þætti mér gaman að vita hvort þetta sé ekki sambærilegt.
kv jakob
Tags:
Skrifað þann 8 October 2012 kl 21:14
|
8 Svör
|
Kopur
Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: endurnyjun á skotvopnaleyfinu
Ég endurnýjaði mitt leyfi fyrir 3 árum í Rvk og þurfti að greiða eitthvað nálægt 5.000 kr fyrir læknisleyfið. Ég gekk á eftir þessu máli því sá sem þarf læknisleyfi fyrir bílprófi greiðir talsvert lægri upphæð. Niðurstaðan er sú að Tryggingastofnun setur heilsugæslum gjaldskrá sem þeim ber að fara eftir og þar stendur skýrum stöfum verðið á hvoru vottorði fyrir sig. Semsagt, enn ein skattheimtan á veiðimenn og ef það er rukkað um 1.000 kr eru það "mistök" af hálfu starfsfólks heilsugæslunnar.
(Man ekki hvað sakavottorðið kostaði því hitt sveið mig meira að þurfa að borga)
kv,
Elvar
ps. Það stendur til að fá þetta leiðrétt að hálfu Skotvís og er það á stefnuskránni...
Skrifað þann 8 October 2012 kl 21:45
|
JP
Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: endurnyjun á skotvopnaleyfinu
Sæll Jakob.
Þú strikar þennan bara út af vinalistanum
Kveðja frá frænda.
Skrifað þann 8 October 2012 kl 21:53
|
dgs
Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: endurnyjun á skotvopnaleyfinu
Ég endurnýjaði mitt einmitt núna í vor og þetta var rétt um 10.000kr + 5.000kr hjá Lögreglunni fyrir nýtt skirteini.
Skrifað þann 9 October 2012 kl 7:36
|
skjottu
Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: endurnyjun á skotvopnaleyfinu
takk fyrir það , jp þessi vinur minn var ekki að endurnyja leyfið þannig að þetta gæti verið rétt, bara verið að skattpína veiðimenn . hvet alla til að ganga i skotvis og berjast gegn óréttlætinu ;)
kv jakob
Skrifað þann 9 October 2012 kl 14:25
|
kakkalakki
Svör samtals: 60
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: endurnyjun á skotvopnaleyfinu
Ég endurnýjaði einmitt fyrir nokkrum árum síðan og fékk uppgefið þá að menn geta fengið tvenns konar vottorð og auðvitað er það sem þarf fyrir skotvopnaleyfið talsvert dýrara heldur enn hitt.
Og af gefnu tilefni vill ég lýsa ánægju með færni starfsfólk heilbrigðisgeirans, því að læknirinn sá það á innan við 2 mínutum að ég var heilbrigður, bæði á líkama og sál
Þannig að ég fór "sáttur" út eftir 2 mín viðtal og greiddi 1.800 kr komugjald og 4 eða 6.000 fyrir vottorðið góða.
Skrifað þann 9 October 2012 kl 14:47
|
Gunarinn
Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: endurnyjun á skotvopnaleyfinu
Ég var að endurnýja leyfið í byrjun september hjá sýslumanninum í Kópavogi og þá kostaði það alls 12.300 kr. sem skiptist svona:
"Viðtal" við lækni v/ vottorðs = 1000 kr.
Vottorð v/ skotvopnaleyfis = 4300 kr.
Sakavottorð = 2000 kr.
Skotvopnaleyfi = 5000 kr.
Ath. að "venjulegt" læknisvottorð er víst ekki tekið gilt, biðja verður um vottorð v/ skotvopnaleyfis eins fáránlegt og það er nú.
Það jákvæða var að leyfið fékk ég nú í greiðslukortastærð sem mér finnst mun betra.
Sammála kakkalakkanum með færni læknanna okkar. Ég lenti á afleysingalækni sem ég hafði aldrei hitt áður og sá var ekki lengi að sjá að ég væri andlega heill og vel fær um að hafa byssuleyfi.
Skrifað þann 10 October 2012 kl 0:25
|
simon
Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: endurnyjun á skotvopnaleyfinu
þegar ég endurnýaði mitt var mér sagt að fá læknis vottorð fyrir endurnýun ökuleifis það væri mun ódýrara enn væri það sama og fyrir byssuleifið
Skrifað þann 11 October 2012 kl 13:54
|
yvesleroux
Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012
|
Re: endurnyjun á skotvopnaleyfinu
Sælir félagar..
Alltaf er nú gaman að lesa hér þegar menn missa sig yfir smámunum en auðvitað hafa menn fullan rétt á því..
Er ekki skotvopnaleyfið til 10 ára....semsagt 1 sinni á 10 ára fresti...
Svo ég taki nú eitthvað einfalt sem allir skilja þá jafngildir þetta fyrir þann sem reykir 1 pakka af síkarettum á dag að neita sér um 1 pakka á ári í 10 ár semsagt sleppa því að kaupa einn pakka af 365 pökkunum á árinu...
Nú eða fyrir bjórkallinn sleppa því að kaupa 4 dósir af bjór á ári af öllum þeim dósum sem hann kaupir....heilar 4 dósir
frá þessum 365 dögum í árinu....
En auðvitað er alltaf verið að finna nýja skatta á okkur en þetta er smámál miðað við allar neysluhækkanir heimilinna sem engin nennir orðið að tala um eða mótmæla.....skrítin forgangsröðun á smámáli miðað við allt hitt óréttlætið sem við horfumst í augu við daglega en gerum lítið við...
Kanski muna menn að það eru kosningar næsta vor....skyldu menn þá muna hverjir stóðu að bankahruninu....
ss.
Skrifað þann 11 October 2012 kl 15:16
|